Skellt í lás á æfingasvæði Ítala eftir að sjónvarpslýsandi greindist með veiruna Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 17:46 Ítalía hefur ekki tapað leik síðan árið 2018 og getur orðið Evrópumeistari á sunnudaginn. EPA/Frank Augstein Ítalir vonast til þess að staðfest smit þriggja fjölmiðlamanna sem fylgt hafa ítalska landsliðshópnum eftir muni ekki hafa nein áhrif á úrslitaleikinn við England á sunnudaginn. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport er lýsandi ítölsku sjónvarpsstöðvarinnar RAI, Alberto Rimedio, á meðal hinna smituðu og þarf því að fylla í hans skarð á sunnudaginn. Talið er að Rimedio og tveir tökumenn hafi smitast í Bretlandi. Tvö smitanna greindust í London í kjölfar undanúrslitaleiks Ítalíu gegn Spáni þar á þriðjudagskvöld en eitt smitanna greindist eftir að ítalski hópurinn og fjölmiðlafólk hafði snúið aftur í bækistöðvar sínar í Flórens á Ítalíu. Ítalska knattspyrnusambandið lét þegar í stað sótthreinsa alla fleti á Coverciano-æfingasvæðinu. Svæðinu var lokað og ákveðið að blaðamannafundur dagsins færi fram í gegnum fjarfundarbúnað. Litlar líkur á smiti í ítalska liðinu The Guardian segir að samkvæmt ítölskum miðlum séu leikmenn ítalska liðsins ekki áhyggjufullir þar sem að þeir séu allir bólusettir. Ítalska sambandið vilji hins vegar enga óþarfa áhættu taka fyrir stóru stundina enda nóg að leikmaður greinist með smit til að hann fái ekki að spila og líklegt að fleiri en viðkomandi leikmaður þyrftu að fara í sóttkví. „Þetta er ekki nein óskastaða í undirbúningi liðsins og við erum að taka próf og ganga úr skugga um að enginn sé smitaður,“ er haft eftir talsmanni ítalska sambandsins í The Sun sem bætti við: „Það eru litlar líkur á að smiti í liðinu en við verðum að vera vissir. Þetta þýðir að við höfum hætt við að hafa æfingar opnar fyrir fjölmiðlamönnum og þurfum að gera aðrar ráðstafanir.“ Ítalski hópurinn ferðast aftur til Bretlands um hádegisbil á morgun. Liðið fær æfingaaðstöðu Tottenham að láni en snýr svo aftur á Wembley þar sem úrslitaleikurinn við England hefst klukkan 19 á sunnudagskvöld. EM 2020 í fótbolta Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Sjá meira
Samkvæmt La Gazzetta dello Sport er lýsandi ítölsku sjónvarpsstöðvarinnar RAI, Alberto Rimedio, á meðal hinna smituðu og þarf því að fylla í hans skarð á sunnudaginn. Talið er að Rimedio og tveir tökumenn hafi smitast í Bretlandi. Tvö smitanna greindust í London í kjölfar undanúrslitaleiks Ítalíu gegn Spáni þar á þriðjudagskvöld en eitt smitanna greindist eftir að ítalski hópurinn og fjölmiðlafólk hafði snúið aftur í bækistöðvar sínar í Flórens á Ítalíu. Ítalska knattspyrnusambandið lét þegar í stað sótthreinsa alla fleti á Coverciano-æfingasvæðinu. Svæðinu var lokað og ákveðið að blaðamannafundur dagsins færi fram í gegnum fjarfundarbúnað. Litlar líkur á smiti í ítalska liðinu The Guardian segir að samkvæmt ítölskum miðlum séu leikmenn ítalska liðsins ekki áhyggjufullir þar sem að þeir séu allir bólusettir. Ítalska sambandið vilji hins vegar enga óþarfa áhættu taka fyrir stóru stundina enda nóg að leikmaður greinist með smit til að hann fái ekki að spila og líklegt að fleiri en viðkomandi leikmaður þyrftu að fara í sóttkví. „Þetta er ekki nein óskastaða í undirbúningi liðsins og við erum að taka próf og ganga úr skugga um að enginn sé smitaður,“ er haft eftir talsmanni ítalska sambandsins í The Sun sem bætti við: „Það eru litlar líkur á að smiti í liðinu en við verðum að vera vissir. Þetta þýðir að við höfum hætt við að hafa æfingar opnar fyrir fjölmiðlamönnum og þurfum að gera aðrar ráðstafanir.“ Ítalski hópurinn ferðast aftur til Bretlands um hádegisbil á morgun. Liðið fær æfingaaðstöðu Tottenham að láni en snýr svo aftur á Wembley þar sem úrslitaleikurinn við England hefst klukkan 19 á sunnudagskvöld.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Sjá meira