Innlent

Manni bjargað úr sjálfheldu við Hengifoss

Árni Sæberg skrifar
Aðstæður á björgunarstað voru erfiðar enda var maðurinn fastur í bröttu klettabelti.
Aðstæður á björgunarstað voru erfiðar enda var maðurinn fastur í bröttu klettabelti. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitarfólk frá Egilsstöðum hefur bjargað manninum sem var í sjálfheldu við Hengifoss.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að björgunaraðgerðin hafi gengið vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Maðurinn var fastur í bröttu klettabelti sem gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.

Um klukkan fjögur í dag var tilkynnt um mann í sjálfheldu við Hengifoss. Kona hans hafði samband við Neyðarlínuna. Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum var ræst út.

Hengifoss er þriðji hæsti foss landsins og fellur vatn niður hann um 128,5 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×