Innlent

Vegurinn um Vatnsskarð opinn á ný

Árni Sæberg skrifar
Brunavarnir Austur-Húnvetninga eiga hrós skilið fyrir vinnu sína í kvöld.
Brunavarnir Austur-Húnvetninga eiga hrós skilið fyrir vinnu sína í kvöld. Brunavarnir Austur-Húnvetninga

Búið er að opna veginn um Vatnsskarð að fullu eftir að honum var lokað vegna slyss fyrr í kvöld þegar bifreið stóð alelda á veginum.

Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnvetninga, staðfestir að búið sé að opna veginn að fullu en hann var fyrst opnaður til hálfs um 20:30 í kvöld.

Hann biðlar til fólks að aka varlega um veginn þar sem slitlagið á veginum er heldur slakt. Til dæmis um það nefnir hann að nokkrar vörubifreiðar hafi þurft frá að hverfa vegna ástandsins á veginum.

Þá hafi slökkvilið beitt uppsópsefni og sagi til að þrífa upp eftir bílbrunan áðan og það bæti ekki aðstæður á veginum.


Tengdar fréttir

Alelda bifreið í Vatnsskarði

Eldur logaði í bíl í Vatnsskarði á áttunda tímanum í kvöld. Þetta má sjá í myndbandi sem fulltrúi fréttastofu náði á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×