Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2021 10:17 Ryotaro Suzuki er nýr sendiherra Japan á Íslandi. Skjáskot/Stöð 2 Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna. Ryotaro Suzuki sendiherra tók við embætti í síðasta mánuði eftir fimm daga sóttkví, reglum samkvæmt. Hann hefur skrásett nýtt líf sitt á Íslandi samviskusamlega á samfélagsmiðlum svo eftir er tekið og státar nú af yfir þúsund fylgjendum á Twitter, þar af eru flestir Íslendingar. Á meðal þess sem drifið hefur á daga sendiherrans er fundur með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem Suzuki kvað myndarlegan og svo hávaxinn að sjálfum liði honum heldur lágvöxnum í návist ráðherrans. I met this person in his office today. @Bjarni_Ben As you see in the photo, he was really tall and handsome !!(And smart too, of course. )Standing next to him makes me look small. pic.twitter.com/SwagSJNTHO— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 7, 2021 Þá birti hann formlega - og óformlega - mynd með bresku sendiherrahjónunum: Unofficial one.. pic.twitter.com/wLJM3rC3QB— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 6, 2021 Og sýndi frá fundi sínum með einum kattanna sem heldur til í nágrenni sendiráðsins við Laugaveg. This cat often comes to our house.. He lives next door. His name is Thómas. pic.twitter.com/lbjkEeh7fr— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 5, 2021 „Það kom mér skemmtilega á óvart hve marga fylgjendur ég hef nú. Svo virðist sem Íslendingar séu hrifnir af tístunum mínum,“ segir Ryotaro Suzuki í samtali við fréttastofu. Sendiherrann kveðst una sér vel á Íslandi. Hann ætlar að gosstöðvunum á laugardag og leggur stund á íslenskunám. „Ég reyni mitt besta. Tungumálið er afar heillandi,“ segir hann. Þá vakti það sérstaka athygli þegar Suzuki óskaði eftir hjálp fylgjenda sinna við að velja klæðnað við hæfi fyrir götugrill sem honum var boðið í á dögunum. We are having a götugrill nearby, and I am freaking out what to wear...— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 2, 2021 Tískuráðgjöfin lét ekki á sér standa - en hvað varð á endanum fyrir valinu? „Pólóbolur og þetta hefðbundna. Ég var ekki í sandölum,“ segir hann og hlær. Japan Utanríkismál Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Ryotaro Suzuki sendiherra tók við embætti í síðasta mánuði eftir fimm daga sóttkví, reglum samkvæmt. Hann hefur skrásett nýtt líf sitt á Íslandi samviskusamlega á samfélagsmiðlum svo eftir er tekið og státar nú af yfir þúsund fylgjendum á Twitter, þar af eru flestir Íslendingar. Á meðal þess sem drifið hefur á daga sendiherrans er fundur með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem Suzuki kvað myndarlegan og svo hávaxinn að sjálfum liði honum heldur lágvöxnum í návist ráðherrans. I met this person in his office today. @Bjarni_Ben As you see in the photo, he was really tall and handsome !!(And smart too, of course. )Standing next to him makes me look small. pic.twitter.com/SwagSJNTHO— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 7, 2021 Þá birti hann formlega - og óformlega - mynd með bresku sendiherrahjónunum: Unofficial one.. pic.twitter.com/wLJM3rC3QB— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 6, 2021 Og sýndi frá fundi sínum með einum kattanna sem heldur til í nágrenni sendiráðsins við Laugaveg. This cat often comes to our house.. He lives next door. His name is Thómas. pic.twitter.com/lbjkEeh7fr— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 5, 2021 „Það kom mér skemmtilega á óvart hve marga fylgjendur ég hef nú. Svo virðist sem Íslendingar séu hrifnir af tístunum mínum,“ segir Ryotaro Suzuki í samtali við fréttastofu. Sendiherrann kveðst una sér vel á Íslandi. Hann ætlar að gosstöðvunum á laugardag og leggur stund á íslenskunám. „Ég reyni mitt besta. Tungumálið er afar heillandi,“ segir hann. Þá vakti það sérstaka athygli þegar Suzuki óskaði eftir hjálp fylgjenda sinna við að velja klæðnað við hæfi fyrir götugrill sem honum var boðið í á dögunum. We are having a götugrill nearby, and I am freaking out what to wear...— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) July 2, 2021 Tískuráðgjöfin lét ekki á sér standa - en hvað varð á endanum fyrir valinu? „Pólóbolur og þetta hefðbundna. Ég var ekki í sandölum,“ segir hann og hlær.
Japan Utanríkismál Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira