Hinir 25 leikmenn enska liðsins æfðu venju ssmkvæmt á St. Georges Park í morgun fyrir úrslitaleik EM sem fram fer á morgun þar sem Ítalir bíða þeirra.
Foden hefur komið við sögu í þremur af sex leikjum Englands á mótinu, nú seinast þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Danmörku í undanúrslitum.
Foden hefur spilað með yngri landsliðum Englands, en fyrsti leikur hans fyrir A-landsliðið var gegn Íslendingum síðastliðinn september, þar sem Foden kom sér í fréttirnar af öðrum ástæðum.
Ellir leikmenn enska liðsins, sem og ítalska liðsins, hafa nú gegnigst undir kórónaveirupróf fyrir úrslitaleikinn. Allir ættu þeir að vera klárir fyrir leikinn á morgun, nema Leonaro Spinazzola sem sleit hásin í átta liða úrslitum.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.