Innlent

Ör­tröð við Sel­foss

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hátíðir og opnanir á Selfossi eru að valda mikilli umferðarteppu.
Hátíðir og opnanir á Selfossi eru að valda mikilli umferðarteppu. Vísir

Um­ferð á veginum frá Hvera­gerði til Sel­foss hefur þyngst mikið og er nú komin bið­röð frá Sel­fossi að Ingólfs­hvoli.

Lög­reglan á Suður­landi biður fólk að sýna þolin­mæði í um­ferðinni og vill benda fólki sem er á leið til Sel­foss að fara Þrengsla­veginn.

Há­tíðin Kótelettan og opnun nýs mið­bæjar á Sel­fossi spila ef­laust stórt hlut­verk í stór­aukinni um­ferð inn í bæinn.

Lög­regla segir að um­ferðar­teppa hafi myndast við hring­torgið við Ölfus­ár­brú og inn í bæinn.

Sérstaklega var biðlað til gesta hátíðarinnar að aka um Þrengslin og þannig koma að neðanverðu inn á Selfoss. Fyrir tveimur árum gerðist það sama, þegar bílaröð myndaðist frá Hveragerði til Selfoss vegna stíflu sem varð við hringtorgið við Ölfusbrú. Markvisst var reynt að koma í veg fyrir að annað eins endurtaki sig í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×