Enginn staður betri en Wembley til að klára dæmið Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 22:01 Harry Kane segir mikið hvíla á herðum leikmanna enska liðsins annað kvöld. EPA-EFE/Ettore Ferrari Harry Kane, sóknarmaður og fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, hlakkar til úrslitaleiks á heimavelli gegn Ítalíu á Wembley í Lundúnum. Úrslitaleikur Englands og Ítalíu er klukkan 19:00 annað kvöld. Kane fór hægt af stað á mótinu en er nú markahæsti leikmaður enska liðsins í keppninni með fjögur mörk, öll skoruð í útsláttarkeppninni. Hann segist ekki geta beðið eftir úrslitaleiknum. „Að spila á Wembley gerir þetta enn stærra og sérstakara. Að hafa okkar stuðningsmenn að syngja og hverja okkur áfram, orkan verður ótrúleg. Það er enginn betri staður til að vinna okkar annan stóra titil en aftur á Wembley.“ segir Kane en England vann sinn eina stóra titil á gamla Wembley, 4-2 sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitum HM 1966. „Þetta er frábært augnablik í sögu okkar þjóðar. Spennan verður svakaleg, og ég er viss um að það verður eitthvað stress að auki. Þetta snýst um að fara út á völl og nærast á orkunni frá stuðningsmönnunum og reyna að færa okkur það í nyt.“ segir Kane. Hann segir leikmenn enska liðsins þá vera meðvitaða um hversu sögulegur leikurinn er. England er í úrslitum EM í fyrsta sinn og í úrslitum stórmóts í fyrsta skipti frá titlinum fræga 1966. „Við höfum tækifæri til að skrifa söguna, og fyrir foreldra okkar og fjölskyldumeðlimi sem hafa aldrei áður séð England í úrslitaleik, og ég veit það á við um allt landið.“ segir Kane og bætir við: „Þetta er einstakt augnablik til að taka þátt í og ef við klárum verkefnið og vinnum, þá munum við augljóslega lifa í minningum fólks það sem við eigum eftir ólifað. Það er okkar áskorun, svo við þurfum að grípa tækifærið.“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira
Kane fór hægt af stað á mótinu en er nú markahæsti leikmaður enska liðsins í keppninni með fjögur mörk, öll skoruð í útsláttarkeppninni. Hann segist ekki geta beðið eftir úrslitaleiknum. „Að spila á Wembley gerir þetta enn stærra og sérstakara. Að hafa okkar stuðningsmenn að syngja og hverja okkur áfram, orkan verður ótrúleg. Það er enginn betri staður til að vinna okkar annan stóra titil en aftur á Wembley.“ segir Kane en England vann sinn eina stóra titil á gamla Wembley, 4-2 sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitum HM 1966. „Þetta er frábært augnablik í sögu okkar þjóðar. Spennan verður svakaleg, og ég er viss um að það verður eitthvað stress að auki. Þetta snýst um að fara út á völl og nærast á orkunni frá stuðningsmönnunum og reyna að færa okkur það í nyt.“ segir Kane. Hann segir leikmenn enska liðsins þá vera meðvitaða um hversu sögulegur leikurinn er. England er í úrslitum EM í fyrsta sinn og í úrslitum stórmóts í fyrsta skipti frá titlinum fræga 1966. „Við höfum tækifæri til að skrifa söguna, og fyrir foreldra okkar og fjölskyldumeðlimi sem hafa aldrei áður séð England í úrslitaleik, og ég veit það á við um allt landið.“ segir Kane og bætir við: „Þetta er einstakt augnablik til að taka þátt í og ef við klárum verkefnið og vinnum, þá munum við augljóslega lifa í minningum fólks það sem við eigum eftir ólifað. Það er okkar áskorun, svo við þurfum að grípa tækifærið.“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira