„Til skammar fyrir íslensk stjórnvöld“ Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 21:30 Hildur Maral, Sigríður Láretta Jónsdóttir og Gunnar Örvarsson voru á meðal mótmælenda við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. Stöð 2 Mótmælendur fylktu liði frá Austurvelli að lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag og gagnrýndu framferði lögreglu í húsnæði Útlendingastofnunar í síðustu viku. Þar hafi hælisleitendur verið beittir grófu ofbeldi sem sé til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Mótmælin voru á vegum Refugees in Iceland, No Borders og Solaris. Þau hófust á Austurvelli um miðjan dag og síðan var marserað upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofa ræddi við félagsmenn samtakanna á staðnum. „Okkur ofbauð það sem hefur átt sér stað hérna í þessari viku og í gegnum vikurnar og mánuðina sem á undan voru, aðgerðir og aðfarir lögreglu og Útlendingastofnunar að hælisleitendum á Íslandi," sagði Hildur Maral í samtali við fréttastofu. Kveikjan að mótmælunum var mál hælisleitenda sem að sögn samtakanna voru leiddir í gildru í húsnæði Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningarvottorð, en voru þá handteknir og beittir harðræði af lögreglu. Annar hælisleitendanna var fluttur á bráðadeild í kjölfarið. „Ég myndi lýsa þessari meðferð sem grófu ofbeldi og mannréttindabrotum, sem eru í raun og veru til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Stjórnvöld sem styðja þessa rasísku útlendingastefnu sem hér er rekin, útlendingastofnun sem vinnur að framgangi hennar fyrir hönd stjórnvalda og lögreglu sem hikar ekki við að beita ofbeldi þegar henni sýnist,“ sagði Gunnar Örvarsson. Embætti ríkislögreglustjóra hefur vísað því alfarið á bug að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtökuna. Palestínsku mönnunum hefur verið vísað úr landi og eftir stendur orð gegn orði. „Út með útlendingastofnun" var kjörorð dagsins hjá mótmælendum, sem telja að hana eigi að leggja niður og finna mannúðlegri lausnir. Sigríður Láretta Jónsdóttir sagði hana ofbeldisfullt afl í innflytjendamálum, sem ætti ekki rétt á sér. Reykjavík Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11. júlí 2021 12:08 Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Mótmælin voru á vegum Refugees in Iceland, No Borders og Solaris. Þau hófust á Austurvelli um miðjan dag og síðan var marserað upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofa ræddi við félagsmenn samtakanna á staðnum. „Okkur ofbauð það sem hefur átt sér stað hérna í þessari viku og í gegnum vikurnar og mánuðina sem á undan voru, aðgerðir og aðfarir lögreglu og Útlendingastofnunar að hælisleitendum á Íslandi," sagði Hildur Maral í samtali við fréttastofu. Kveikjan að mótmælunum var mál hælisleitenda sem að sögn samtakanna voru leiddir í gildru í húsnæði Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningarvottorð, en voru þá handteknir og beittir harðræði af lögreglu. Annar hælisleitendanna var fluttur á bráðadeild í kjölfarið. „Ég myndi lýsa þessari meðferð sem grófu ofbeldi og mannréttindabrotum, sem eru í raun og veru til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Stjórnvöld sem styðja þessa rasísku útlendingastefnu sem hér er rekin, útlendingastofnun sem vinnur að framgangi hennar fyrir hönd stjórnvalda og lögreglu sem hikar ekki við að beita ofbeldi þegar henni sýnist,“ sagði Gunnar Örvarsson. Embætti ríkislögreglustjóra hefur vísað því alfarið á bug að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtökuna. Palestínsku mönnunum hefur verið vísað úr landi og eftir stendur orð gegn orði. „Út með útlendingastofnun" var kjörorð dagsins hjá mótmælendum, sem telja að hana eigi að leggja niður og finna mannúðlegri lausnir. Sigríður Láretta Jónsdóttir sagði hana ofbeldisfullt afl í innflytjendamálum, sem ætti ekki rétt á sér.
Reykjavík Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11. júlí 2021 12:08 Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11. júlí 2021 12:08
Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59