Lífið

Kasta þúsundum fiska úr flugvél

Samúel Karl Ólason skrifar
Veiðifverðir segja stóran hluta fiskanna lifa fallið af.
Veiðifverðir segja stóran hluta fiskanna lifa fallið af.

Veiðiverðir í Utah í Bandaríkjunum hafa í vikunni kastað gífurlegum fjölda fiska úr flugvél. Flugvélin er með sérstakan tank og er notuð til að flytja fisk í stöðuvötn sem finna má á fjöllum í ríkinu og göngumenn veiða gjarnan í.

Stofnun sem heldur utan um villt dýralíf í Utah birti myndband á Facebook á föstudaginn þar sem sjá má hvernig fiskarnir eru fluttir í vötnin.

Það er óhætt að segja að myndbandið komi mörgum spánskt fyrir sjónir en í færslu með myndbandinu segir að rannsóknir hafi leitt í ljós að stór hluti fiskanna lifi fallið af.

Alls var þessari aðferð beitt til að flytja fiska í um tvö hundruð stöðuvötn í Utah. Flugvélin getur flutt um 35 þúsund fiska í einni flugferð

Ekki er hægt að nálgast þessi vötn á öðrum farartækjum og því hefur þessari aðferð verið beitt frá sjötta áratug síðustu aldar og, að virðist, með góðum árangri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×