„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 23:10 Roberto Mancini hefur gert frábæra hluti með ítalska landsliðið. Christian Charisius/picture alliance via Getty Images Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. Ítalir lentu undir snemma leiks í kvöld eftir mark Luke Shaw eftir tæpar tvær mínútur en voru svo með tögl og hagldir lungan úr leiknum í kjölfarið. Leonardo Bonucci jafnaði um miðjan síðari hálfleik áður en Ítalirnir kláruðu leikinn í vítaspyrnukeppni. „Við vorum góðir, við fengum á okkur mark strax og áttum í vandræðum, en eftir það stýrðum við ferðinni. Leikmennirnir voru frábærir. Þetta er mikilvægur sigur fyrir allt fólkið og stuðningsmennina. Við erum ánægður, vonandi fagna þeir vel!“ sagði Mancini í viðtali eftir leik. Mancini tók við ítalska liðinu árið 2018 eftir að því hafði mistekist að komast á HM 2018 í Rússlandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, Mancini hefur aðeins tapað tveimur leikjum sem þjálfari liðsins, gefið miklum fjölda leikmanna sinn fyrsta landsleik og staðið að kynslóðaskiptum hjá liðinu. Eftir sigurinn á Wembley í kvöld hefur liðið ekki tapað í 34 leikjum í röð, en síðasta tapið kom fyrir tveimur árum síðan. Þá er kominn Evróputitill í þokkabót. „Það er ómögulegt að hugsa um, en ég er með hóp ótrúlegra leikmanna og ég hef engin orð yfir þennan frábæra hóp. Það var enginn leikur auðveldur á okkar leið, úrslitaleikurinn var mjög erfiður en svo stjórnuðum við honum. Síðan í vítaspyrnukeppni þarf maður heppni og ég finn til með Englendingunum,“ sagði Mancini. Ítalir urðu í kvöld Evrópumeistarar í annað sinn eftir fyrri titilinn árið 1968. EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01 Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Ítalir lentu undir snemma leiks í kvöld eftir mark Luke Shaw eftir tæpar tvær mínútur en voru svo með tögl og hagldir lungan úr leiknum í kjölfarið. Leonardo Bonucci jafnaði um miðjan síðari hálfleik áður en Ítalirnir kláruðu leikinn í vítaspyrnukeppni. „Við vorum góðir, við fengum á okkur mark strax og áttum í vandræðum, en eftir það stýrðum við ferðinni. Leikmennirnir voru frábærir. Þetta er mikilvægur sigur fyrir allt fólkið og stuðningsmennina. Við erum ánægður, vonandi fagna þeir vel!“ sagði Mancini í viðtali eftir leik. Mancini tók við ítalska liðinu árið 2018 eftir að því hafði mistekist að komast á HM 2018 í Rússlandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, Mancini hefur aðeins tapað tveimur leikjum sem þjálfari liðsins, gefið miklum fjölda leikmanna sinn fyrsta landsleik og staðið að kynslóðaskiptum hjá liðinu. Eftir sigurinn á Wembley í kvöld hefur liðið ekki tapað í 34 leikjum í röð, en síðasta tapið kom fyrir tveimur árum síðan. Þá er kominn Evróputitill í þokkabót. „Það er ómögulegt að hugsa um, en ég er með hóp ótrúlegra leikmanna og ég hef engin orð yfir þennan frábæra hóp. Það var enginn leikur auðveldur á okkar leið, úrslitaleikurinn var mjög erfiður en svo stjórnuðum við honum. Síðan í vítaspyrnukeppni þarf maður heppni og ég finn til með Englendingunum,“ sagði Mancini. Ítalir urðu í kvöld Evrópumeistarar í annað sinn eftir fyrri titilinn árið 1968.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01 Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
„Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45
Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01
Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30