„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 23:10 Roberto Mancini hefur gert frábæra hluti með ítalska landsliðið. Christian Charisius/picture alliance via Getty Images Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. Ítalir lentu undir snemma leiks í kvöld eftir mark Luke Shaw eftir tæpar tvær mínútur en voru svo með tögl og hagldir lungan úr leiknum í kjölfarið. Leonardo Bonucci jafnaði um miðjan síðari hálfleik áður en Ítalirnir kláruðu leikinn í vítaspyrnukeppni. „Við vorum góðir, við fengum á okkur mark strax og áttum í vandræðum, en eftir það stýrðum við ferðinni. Leikmennirnir voru frábærir. Þetta er mikilvægur sigur fyrir allt fólkið og stuðningsmennina. Við erum ánægður, vonandi fagna þeir vel!“ sagði Mancini í viðtali eftir leik. Mancini tók við ítalska liðinu árið 2018 eftir að því hafði mistekist að komast á HM 2018 í Rússlandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, Mancini hefur aðeins tapað tveimur leikjum sem þjálfari liðsins, gefið miklum fjölda leikmanna sinn fyrsta landsleik og staðið að kynslóðaskiptum hjá liðinu. Eftir sigurinn á Wembley í kvöld hefur liðið ekki tapað í 34 leikjum í röð, en síðasta tapið kom fyrir tveimur árum síðan. Þá er kominn Evróputitill í þokkabót. „Það er ómögulegt að hugsa um, en ég er með hóp ótrúlegra leikmanna og ég hef engin orð yfir þennan frábæra hóp. Það var enginn leikur auðveldur á okkar leið, úrslitaleikurinn var mjög erfiður en svo stjórnuðum við honum. Síðan í vítaspyrnukeppni þarf maður heppni og ég finn til með Englendingunum,“ sagði Mancini. Ítalir urðu í kvöld Evrópumeistarar í annað sinn eftir fyrri titilinn árið 1968. EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01 Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30 Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
Ítalir lentu undir snemma leiks í kvöld eftir mark Luke Shaw eftir tæpar tvær mínútur en voru svo með tögl og hagldir lungan úr leiknum í kjölfarið. Leonardo Bonucci jafnaði um miðjan síðari hálfleik áður en Ítalirnir kláruðu leikinn í vítaspyrnukeppni. „Við vorum góðir, við fengum á okkur mark strax og áttum í vandræðum, en eftir það stýrðum við ferðinni. Leikmennirnir voru frábærir. Þetta er mikilvægur sigur fyrir allt fólkið og stuðningsmennina. Við erum ánægður, vonandi fagna þeir vel!“ sagði Mancini í viðtali eftir leik. Mancini tók við ítalska liðinu árið 2018 eftir að því hafði mistekist að komast á HM 2018 í Rússlandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, Mancini hefur aðeins tapað tveimur leikjum sem þjálfari liðsins, gefið miklum fjölda leikmanna sinn fyrsta landsleik og staðið að kynslóðaskiptum hjá liðinu. Eftir sigurinn á Wembley í kvöld hefur liðið ekki tapað í 34 leikjum í röð, en síðasta tapið kom fyrir tveimur árum síðan. Þá er kominn Evróputitill í þokkabót. „Það er ómögulegt að hugsa um, en ég er með hóp ótrúlegra leikmanna og ég hef engin orð yfir þennan frábæra hóp. Það var enginn leikur auðveldur á okkar leið, úrslitaleikurinn var mjög erfiður en svo stjórnuðum við honum. Síðan í vítaspyrnukeppni þarf maður heppni og ég finn til með Englendingunum,“ sagði Mancini. Ítalir urðu í kvöld Evrópumeistarar í annað sinn eftir fyrri titilinn árið 1968.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01 Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30 Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
„Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45
Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01
Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30