Fyrsta þjóðin sem vinnur EM karla og Eurovision á sama árinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 08:31 Eftir að ítalska fótboltalandsliðið vann EM í gær er Ítalía nú handhafi tveggja stærstu titlanna í íþróttum og listum í Evrópu. Ítalía vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí og er þar með fyrsta þjóðin sem vinnur Eurovision og EM í fótbolta karla á sama árinu. Ítalir unnu Englendinga í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM á Wembley í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1-1 en Ítalía vann vítakeppnina, 3-2. Gianluigi Donnarumma, markvörður ítalska liðsins, varði tvö víti og var valinn besti leikmaður mótsins. Þetta er í annað sinn sem Ítalía verður Evrópumeistari. Ítalir unnu EM 1968 á heimavelli þá tókst þeim ekki að taka tvennuna; vinna EM og Eurovision á sama árinu. Spánn hrósaði sigri í Eurovision það árið með laginu „La La La“ sem söngkonan Massiel flutti. En nú tókst evrópskri þjóð að vinna þessar tvær stóru keppnir í íþróttum og listum á sama árinu. Sem kunnugt hrósaði Ítalía sigri í Eurovision sem fór fram í Rotterdam í Hollandi. Sigurlagið hét „Zitti e buoni“ og var flutt af hljómsveitinni Måneskin. Á næsta ári fer Eurovision fram á Ítalíu og Ítalir freista þess þá að verða fyrsta þjóðin í um þrjátíu ár til að vinna keppnina tvö ár í röð. watch on YouTube Þegar kemur að EM kvenna og Eurovision þá hefur afrekið einu sinni unnist. Það var árið 1984 þegar Svíar hrósuðu sigri í báðum keppnum. Bræðratríóið Herreys vann Eurovision með laginu „Diggi-Loo Diggi-Ley“ og sænska kvennalandsliðið vann fyrsta Evrópumótið sem haldið var eftir sigur á Englandi, að sjálfsögðu í vítakeppni. Ítalska fótboltalandsliðið getur bætt öðrum titli í safnið á heimavelli í haust en þá fara úrslit Þjóðadeildarinnar fram á Ítalíu. Í undanúrslitunum mætast Ítalir og Spánverjar annars vegar og Belgar og Frakkar hins vegar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Eurovision Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Ítalía vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí og er þar með fyrsta þjóðin sem vinnur Eurovision og EM í fótbolta karla á sama árinu. Ítalir unnu Englendinga í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM á Wembley í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1-1 en Ítalía vann vítakeppnina, 3-2. Gianluigi Donnarumma, markvörður ítalska liðsins, varði tvö víti og var valinn besti leikmaður mótsins. Þetta er í annað sinn sem Ítalía verður Evrópumeistari. Ítalir unnu EM 1968 á heimavelli þá tókst þeim ekki að taka tvennuna; vinna EM og Eurovision á sama árinu. Spánn hrósaði sigri í Eurovision það árið með laginu „La La La“ sem söngkonan Massiel flutti. En nú tókst evrópskri þjóð að vinna þessar tvær stóru keppnir í íþróttum og listum á sama árinu. Sem kunnugt hrósaði Ítalía sigri í Eurovision sem fór fram í Rotterdam í Hollandi. Sigurlagið hét „Zitti e buoni“ og var flutt af hljómsveitinni Måneskin. Á næsta ári fer Eurovision fram á Ítalíu og Ítalir freista þess þá að verða fyrsta þjóðin í um þrjátíu ár til að vinna keppnina tvö ár í röð. watch on YouTube Þegar kemur að EM kvenna og Eurovision þá hefur afrekið einu sinni unnist. Það var árið 1984 þegar Svíar hrósuðu sigri í báðum keppnum. Bræðratríóið Herreys vann Eurovision með laginu „Diggi-Loo Diggi-Ley“ og sænska kvennalandsliðið vann fyrsta Evrópumótið sem haldið var eftir sigur á Englandi, að sjálfsögðu í vítakeppni. Ítalska fótboltalandsliðið getur bætt öðrum titli í safnið á heimavelli í haust en þá fara úrslit Þjóðadeildarinnar fram á Ítalíu. Í undanúrslitunum mætast Ítalir og Spánverjar annars vegar og Belgar og Frakkar hins vegar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Eurovision Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira