Mourinho skilur ekki af hverju Saka tók síðustu spyrnuna: „Hvar voru Sterling, Stones og Shaw? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 10:01 Ensku leikmennirnir hughreysta Bukayo Saka eftir vítaklúður hans í úrslitaleik EM í gær. getty/Carl Recine José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, skilur ekki af hverju Bukayo Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM en ekki einhver reynslumeiri leikmaður. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Hann varði einnig spyrnu Jadons Sancho og þá skaut Marcus Rashford í stöng. Mourinho fór yfir úrslitaleikinn á talkSPORT í morgun. Hann furðaði sig á því að Saka hafi verið látinn taka síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni. „Hvað röðina á vítaskyttunum varðar var erfitt að láta Saka taka síðustu spyrnuna. Ég held að það hafi verið of mikið fyrir drenginn að hafa alla ábyrgðina á herðunum á þessu augnabliki en ég veit ekki. Ég þarf að spyrja Gareth [Southgate, þjálfara Englands] því oft gerist það að leikmenn sem eiga að vera þar eru ekki þar; þeir hlaupast undan ábyrgð,“ sagði Mourinho. „En vegna þess að Gareth er heiðarlegur náungi og ver leikmennina sína myndi hann aldrei segja að leikmaður A eða B hefði ekki verið tilbúinn að taka spyrnu.“ Að hans mati hefði einhver að reynslumeiri leikmönnum enska liðsins átt að taka síðustu spyrnuna í vítakeppninni. „Hvar var Raheem Sterling í þessari stöðu? John Stones? Luke Shaw? Af hverju voru Kyle Walker og Jordan Henderson ekki enn inni á vellinum?“ sagði Mourinho en þeir Sancho og Rashford komu inn á fyrir Walker og Henderson undir lok framlengingarinnar til þess eins að taka spyrnu í vítakeppninni. Southgate segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englands sjálfur og það hafi meðal annars byggst á frammistöðu leikmanna á vítapunktinum í aðdraganda úrslitaleiksins. Mourinho segir að það gefi lítið að hafa skorað úr vítum á æfingum þegar út í alvöruna er komið. „Það var mjög erfitt fyrir Sancho og Rashford að taka víti eftir að hafa snert boltann einu sinni. Hvað Saka varðar var erfitt að hafa örlög þjóðarinnar á sínum herðum. Það var of mikið. Við getum talað um síðustu daga og hversu frábærir þeir voru að taka víti á æfingum en það er bara allt annað en að taka víti í leik. Það er ekkert hægt að undirbúa það almennilega með alvöru pressu. Þú finnur bara fyrir henni á því augnabliki. Aumingja Saka, ég finn til með honum,“ sagði Mourinho. Portúgalinn sagðist heldur ekki hafa skilið af hverju Southgate setti Sancho og Rashford inn á fyrir hornspyrnu Ítala á lokamínútu framlengingarinnar. „Það sem var jafnvel skrítnara frá sjónarhóli þjálfarans var að taka Walker og Henderson út af fyrir Rashord og Sancho fyrir hornspyrnuna,“ sagði Mourinho. „Þá misstirðu tvo menn sem eru sterkir í loftinu og settir tvo kalda leikmenn, sem eru í þokkabót ekki varnarmenn, inn á. England hefði getað tapað leiknum þarna. Ég skildi þetta ekki.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Hann varði einnig spyrnu Jadons Sancho og þá skaut Marcus Rashford í stöng. Mourinho fór yfir úrslitaleikinn á talkSPORT í morgun. Hann furðaði sig á því að Saka hafi verið látinn taka síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni. „Hvað röðina á vítaskyttunum varðar var erfitt að láta Saka taka síðustu spyrnuna. Ég held að það hafi verið of mikið fyrir drenginn að hafa alla ábyrgðina á herðunum á þessu augnabliki en ég veit ekki. Ég þarf að spyrja Gareth [Southgate, þjálfara Englands] því oft gerist það að leikmenn sem eiga að vera þar eru ekki þar; þeir hlaupast undan ábyrgð,“ sagði Mourinho. „En vegna þess að Gareth er heiðarlegur náungi og ver leikmennina sína myndi hann aldrei segja að leikmaður A eða B hefði ekki verið tilbúinn að taka spyrnu.“ Að hans mati hefði einhver að reynslumeiri leikmönnum enska liðsins átt að taka síðustu spyrnuna í vítakeppninni. „Hvar var Raheem Sterling í þessari stöðu? John Stones? Luke Shaw? Af hverju voru Kyle Walker og Jordan Henderson ekki enn inni á vellinum?“ sagði Mourinho en þeir Sancho og Rashford komu inn á fyrir Walker og Henderson undir lok framlengingarinnar til þess eins að taka spyrnu í vítakeppninni. Southgate segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englands sjálfur og það hafi meðal annars byggst á frammistöðu leikmanna á vítapunktinum í aðdraganda úrslitaleiksins. Mourinho segir að það gefi lítið að hafa skorað úr vítum á æfingum þegar út í alvöruna er komið. „Það var mjög erfitt fyrir Sancho og Rashford að taka víti eftir að hafa snert boltann einu sinni. Hvað Saka varðar var erfitt að hafa örlög þjóðarinnar á sínum herðum. Það var of mikið. Við getum talað um síðustu daga og hversu frábærir þeir voru að taka víti á æfingum en það er bara allt annað en að taka víti í leik. Það er ekkert hægt að undirbúa það almennilega með alvöru pressu. Þú finnur bara fyrir henni á því augnabliki. Aumingja Saka, ég finn til með honum,“ sagði Mourinho. Portúgalinn sagðist heldur ekki hafa skilið af hverju Southgate setti Sancho og Rashford inn á fyrir hornspyrnu Ítala á lokamínútu framlengingarinnar. „Það sem var jafnvel skrítnara frá sjónarhóli þjálfarans var að taka Walker og Henderson út af fyrir Rashord og Sancho fyrir hornspyrnuna,“ sagði Mourinho. „Þá misstirðu tvo menn sem eru sterkir í loftinu og settir tvo kalda leikmenn, sem eru í þokkabót ekki varnarmenn, inn á. England hefði getað tapað leiknum þarna. Ég skildi þetta ekki.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira