Mikið vatn runnið til sjávar síðan síðast en þá munaði 29 stigum á liðunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 13:31 Pálmi Rafn skoraði tvívegis er KR tók á móti Keflavík haustið 2018. Vísir/Bára Dröfn KR og Keflavík mætast í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikið er í Frostaskjóli en síðast þegar liðin mættust þar munaði 29 stigum á liðunum. Staðan er töluvert öðruvísi í dag. Keflvíkingar vilja eflaust gleyma sumrinu 2018 er lið þeirra féll úr Pepsi Max deild karla með aðeins fjögur stig. Liðið vann ekki leik, gerði fjögur jafntefli og tapaði 18 leikjum. Þann 16. september sama ár mættu fallnir Keflvíkingar í Frostaskjólið. Mættu þeir þar KR-liði sem sat í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eða 29 stigum meira en gestirnir. Leiknum lauk með 3-1 sigri KR en markaskorar leiksins gætu allir skorað er liðin mætast að nýju í kvöld. Frans Elvarsson kom Keflvíkingum óvænt yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin mínútu síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Atli Sigurjónsson kom KR yfir í síðari hálfleik og Pálmi Rafn gulltryggði svo sigurinn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir frábært sumar 2020 er Keflavík komið aftur í deild þeirra bestu. Liðið virðist töluvert betur í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni nú heldur en 2018. Keflavík er með 13 stig að loknum 10 leikjum á meðan KR er með 18 stig að loknum 11 leikjum. Fari svo að Keflavík landi sigri í kvöld þá fer liðið upp fyrir KR í töflunni vinni það leikinn sem það á til góða. Vissulega stórt EF þar á ferð en meðan Joey Gibbs skorar og skorar eru Keflvíkingar færir í flestan sjó. Heimamenn gætu stillt upp mjög svipuðu liði í kvöld og þeir gerðu 2018 en Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kennie Knak Chopart, Kristinn Jónsson og Óskar Örn Hauksson hófu allir leik ásamt þeim Pálma Rafni og Atla Sigurjóns. Athygli vekur að Oddur Ingi Bjarnason var á varamannabekk KR sem markvörður en hann var markahæsti leikmaður Grindavíkur í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og er einnig þar á láni í ár. Sindri Kristinn Ólafsson varði mark Keflavíkur fyrir þremur árum og verður að öllum líkindum á sínum stað í kvöld. Davíð Snær Jóhannsson og Sindri Þór Guðmundsson voru einnig í byrjunarliðinu ásamt markaskoraranum Frans. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Keflvíkingar vilja eflaust gleyma sumrinu 2018 er lið þeirra féll úr Pepsi Max deild karla með aðeins fjögur stig. Liðið vann ekki leik, gerði fjögur jafntefli og tapaði 18 leikjum. Þann 16. september sama ár mættu fallnir Keflvíkingar í Frostaskjólið. Mættu þeir þar KR-liði sem sat í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eða 29 stigum meira en gestirnir. Leiknum lauk með 3-1 sigri KR en markaskorar leiksins gætu allir skorað er liðin mætast að nýju í kvöld. Frans Elvarsson kom Keflvíkingum óvænt yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin mínútu síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Atli Sigurjónsson kom KR yfir í síðari hálfleik og Pálmi Rafn gulltryggði svo sigurinn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir frábært sumar 2020 er Keflavík komið aftur í deild þeirra bestu. Liðið virðist töluvert betur í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni nú heldur en 2018. Keflavík er með 13 stig að loknum 10 leikjum á meðan KR er með 18 stig að loknum 11 leikjum. Fari svo að Keflavík landi sigri í kvöld þá fer liðið upp fyrir KR í töflunni vinni það leikinn sem það á til góða. Vissulega stórt EF þar á ferð en meðan Joey Gibbs skorar og skorar eru Keflvíkingar færir í flestan sjó. Heimamenn gætu stillt upp mjög svipuðu liði í kvöld og þeir gerðu 2018 en Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kennie Knak Chopart, Kristinn Jónsson og Óskar Örn Hauksson hófu allir leik ásamt þeim Pálma Rafni og Atla Sigurjóns. Athygli vekur að Oddur Ingi Bjarnason var á varamannabekk KR sem markvörður en hann var markahæsti leikmaður Grindavíkur í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og er einnig þar á láni í ár. Sindri Kristinn Ólafsson varði mark Keflavíkur fyrir þremur árum og verður að öllum líkindum á sínum stað í kvöld. Davíð Snær Jóhannsson og Sindri Þór Guðmundsson voru einnig í byrjunarliðinu ásamt markaskoraranum Frans. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira