Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 11:01 Jack Grealish vildi taka víti í vítakeppninni en var ekki valinn til verksins. getty/Nick Potts Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. Eftir leikinn gagnrýndi Keane reyndari leikmenn enska liðsins og sagði að þeir hefðu átt að taka fimmtu og síðustu spyrnuna í vítakeppninni frekar en hinn nítján ára Bukayo Saka. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu hans og tryggði ítalska liðinu sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í 53 ár. „Ef þú ert [Raheem] Sterling eða Grealish geturðu ekki setið hjá og látið ungan strák taka víti á undan þér. Þú getur það ekki,“ sagði Keane á iTV eftir leikinn í gær. „Þú getur ekki látið látið feiminn nítján ára strák taka víti á undan þér. Þeir búa yfir mun meiri reynslu, Sterling hefur unnið titla. Þeir áttu að fara fram fyrir unga strákinn.“ Grealish setti inn færslu á Twitter í morgun þar sem hann segir af og frá að hann hafi skorast undan því að fara á vítapunktinn. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt. „Stjórinn hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ I said I wanted to take one!!!! The gaffer has made so many right decisions through this tournament and he did tonight! But I won t have people say that I didn t want to take a peno when I said I will https://t.co/3mBpKyMoUV— Jack Grealish (@JackGrealish) July 12, 2021 Grealish kom inn á sem varamaður á níundu mínútu framlengingarinnar í gær en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn eins og hann gerði til dæmis gegn Þýskalandi í sextán liða úrslitunum. Hinn 25 ára Grealish lék sinn tólfta landsleik í gær. Hann er fyrirliði Aston Villa en líklegt þykir að hann yfirgefi félagið í sumar. Englandsmeistarar Manchester City hafa áhuga á Grealish og ku vera tilbúnir að borga metverð fyrir hann. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
Eftir leikinn gagnrýndi Keane reyndari leikmenn enska liðsins og sagði að þeir hefðu átt að taka fimmtu og síðustu spyrnuna í vítakeppninni frekar en hinn nítján ára Bukayo Saka. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu hans og tryggði ítalska liðinu sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í 53 ár. „Ef þú ert [Raheem] Sterling eða Grealish geturðu ekki setið hjá og látið ungan strák taka víti á undan þér. Þú getur það ekki,“ sagði Keane á iTV eftir leikinn í gær. „Þú getur ekki látið látið feiminn nítján ára strák taka víti á undan þér. Þeir búa yfir mun meiri reynslu, Sterling hefur unnið titla. Þeir áttu að fara fram fyrir unga strákinn.“ Grealish setti inn færslu á Twitter í morgun þar sem hann segir af og frá að hann hafi skorast undan því að fara á vítapunktinn. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt. „Stjórinn hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ I said I wanted to take one!!!! The gaffer has made so many right decisions through this tournament and he did tonight! But I won t have people say that I didn t want to take a peno when I said I will https://t.co/3mBpKyMoUV— Jack Grealish (@JackGrealish) July 12, 2021 Grealish kom inn á sem varamaður á níundu mínútu framlengingarinnar í gær en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn eins og hann gerði til dæmis gegn Þýskalandi í sextán liða úrslitunum. Hinn 25 ára Grealish lék sinn tólfta landsleik í gær. Hann er fyrirliði Aston Villa en líklegt þykir að hann yfirgefi félagið í sumar. Englandsmeistarar Manchester City hafa áhuga á Grealish og ku vera tilbúnir að borga metverð fyrir hann. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira