Jones úr Sex Pistols syrgir tapið með tilfinningaþrungnum blús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2021 11:43 Jones birti myndband af sér spila tilfinningaþrunginn blús eftir tapið gegn Ítalíu í gær. Vísir/Getty Steve Jones, gítarleikari pönksveitarinnar Sex Pistols, syrgði tap Englendinga gegn Ítalíu á EM í gær eins og margir samlandar hans hafa líklega gert. Jones birti myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann spilar tilfinningaþrunginn blús á gítarinn inni á baðherbergi heima hjá sér. Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni háðu Ítalía og England einvígi á Wembley í gær í von um að tryggja sér sigur á Evrópumótinu í knattspyrnu 2020. Ítalir báru sigur úr bítum eftir spennandi leik í vítaspyrnukeppni. Von Englendinga um að „bikarinn kæmi heim“ eftir 55 ára bið er því á enda en þeir fá annað tækifæri til að sigra stórmót á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Englendingar sigruðu síðast stórmót árið 1966 þegar þeir höfðu betur gegn Vestur-Þýskalandi á Heimsmeistaramótinu sem haldið var á Englandi. Margir Englendingar hefðu líklega viljað að aðrir fótboltaáhugamenn brygðust við af sömu ró og Jones en ástandið var vægast sagt slæmt í Lundúnum í gær. Svekktar fótboltabullur leituðu á götur út og var meðal annars vegglistaverki af enska liðsmanninum Marcus Rashford, sem klúðraði vítaspyrnu, eyðilögð í nótt. Disgusting racial abuse of England players , yobs storming into Wembley and Leicester Sq trashed why would football want to come home to this anyway? pic.twitter.com/4ZTFdW85EY— Mark Austin (@markaustintv) July 12, 2021 Hálfgert ófremdarástand skapaðist fyrir utan Wembley leikvanginn fyrir leikinn í gær þar sem um hundrað æstir fótboltaáhugamenn ruddu sér leið í gegn um vegatálma og reyndu að ryðja sér inn á leikvanginn sjálfan. Engum þeirra tókst þó að koma sér inn á völlinn. Þá hafa fótboltabullur í Englandi verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð gegn Rashford, Jadon Sancho og unga leikmanninum Bukayo Saka. Þeir tóku allir þátt í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu en klúðruðu allir sínum skotum. EM 2020 í fótbolta England Ítalía Tengdar fréttir Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01 Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni háðu Ítalía og England einvígi á Wembley í gær í von um að tryggja sér sigur á Evrópumótinu í knattspyrnu 2020. Ítalir báru sigur úr bítum eftir spennandi leik í vítaspyrnukeppni. Von Englendinga um að „bikarinn kæmi heim“ eftir 55 ára bið er því á enda en þeir fá annað tækifæri til að sigra stórmót á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Englendingar sigruðu síðast stórmót árið 1966 þegar þeir höfðu betur gegn Vestur-Þýskalandi á Heimsmeistaramótinu sem haldið var á Englandi. Margir Englendingar hefðu líklega viljað að aðrir fótboltaáhugamenn brygðust við af sömu ró og Jones en ástandið var vægast sagt slæmt í Lundúnum í gær. Svekktar fótboltabullur leituðu á götur út og var meðal annars vegglistaverki af enska liðsmanninum Marcus Rashford, sem klúðraði vítaspyrnu, eyðilögð í nótt. Disgusting racial abuse of England players , yobs storming into Wembley and Leicester Sq trashed why would football want to come home to this anyway? pic.twitter.com/4ZTFdW85EY— Mark Austin (@markaustintv) July 12, 2021 Hálfgert ófremdarástand skapaðist fyrir utan Wembley leikvanginn fyrir leikinn í gær þar sem um hundrað æstir fótboltaáhugamenn ruddu sér leið í gegn um vegatálma og reyndu að ryðja sér inn á leikvanginn sjálfan. Engum þeirra tókst þó að koma sér inn á völlinn. Þá hafa fótboltabullur í Englandi verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð gegn Rashford, Jadon Sancho og unga leikmanninum Bukayo Saka. Þeir tóku allir þátt í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu en klúðruðu allir sínum skotum.
EM 2020 í fótbolta England Ítalía Tengdar fréttir Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01 Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01
Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45