Grealish gaf ungum stuðningsmanni skóna sína eftir úrslitaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 15:30 Skórnir sem Jack Grealish spilaði í úrslitaleik EM eru nú í eigu ungs stuðningsmanns enska landsliðsins. getty/Mike Egerton Þrátt fyrir að Jack Grealish vilji eflaust gleyma tapinu fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM sem fyrst gerði hann leikdaginn ógleymanlegan fyrir ungan stuðningsmann Englands. Grealish kom inn á sem varamaður í framlengingunni en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem ítalska liðið hafði betur, 3-2. Eftir leikinn fór Grealish upp í stúku á Wembley og lét ungan stuðningsmann Englands hafa skóna sína. Hann spjallaði einnig við strákinn og stillti sér upp á myndum með honum. Stuðningsmaðurinn ljómaði skiljanlega eins og sól í heiði þótt liðið hans hafi tapað úrslitaleiknum. Even after a heartbreaking loss, Grealish has still got time for his fans (via @super_ollyt) pic.twitter.com/rltLFAGDLy— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2021 Roy Keane gagnrýndi Grealish fyrir að taka ekki víti í vítakeppninni. Grealish svaraði fyrir sig á Twitter og sagðist hafa boðist til að fara á punktinn en hann hafi ekki verið valinn í verkið. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt „Stjórinn [Gareth Southgate] hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ Grealish, sem er fyrirliði Aston Villa, kom við sögu í fimm af sjö leikjum Englands á EM og lagði upp tvö mörk. Hinn 25 ára Grealish hefur verið sterklega orðaður við Manchester City undanfarnar vikur en Englandsmeistararnir ku vera reiðubúnir að borga metverð fyrir hann. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Grealish kom inn á sem varamaður í framlengingunni en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem ítalska liðið hafði betur, 3-2. Eftir leikinn fór Grealish upp í stúku á Wembley og lét ungan stuðningsmann Englands hafa skóna sína. Hann spjallaði einnig við strákinn og stillti sér upp á myndum með honum. Stuðningsmaðurinn ljómaði skiljanlega eins og sól í heiði þótt liðið hans hafi tapað úrslitaleiknum. Even after a heartbreaking loss, Grealish has still got time for his fans (via @super_ollyt) pic.twitter.com/rltLFAGDLy— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2021 Roy Keane gagnrýndi Grealish fyrir að taka ekki víti í vítakeppninni. Grealish svaraði fyrir sig á Twitter og sagðist hafa boðist til að fara á punktinn en hann hafi ekki verið valinn í verkið. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt „Stjórinn [Gareth Southgate] hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ Grealish, sem er fyrirliði Aston Villa, kom við sögu í fimm af sjö leikjum Englands á EM og lagði upp tvö mörk. Hinn 25 ára Grealish hefur verið sterklega orðaður við Manchester City undanfarnar vikur en Englandsmeistararnir ku vera reiðubúnir að borga metverð fyrir hann.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira