Grealish gaf ungum stuðningsmanni skóna sína eftir úrslitaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 15:30 Skórnir sem Jack Grealish spilaði í úrslitaleik EM eru nú í eigu ungs stuðningsmanns enska landsliðsins. getty/Mike Egerton Þrátt fyrir að Jack Grealish vilji eflaust gleyma tapinu fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM sem fyrst gerði hann leikdaginn ógleymanlegan fyrir ungan stuðningsmann Englands. Grealish kom inn á sem varamaður í framlengingunni en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem ítalska liðið hafði betur, 3-2. Eftir leikinn fór Grealish upp í stúku á Wembley og lét ungan stuðningsmann Englands hafa skóna sína. Hann spjallaði einnig við strákinn og stillti sér upp á myndum með honum. Stuðningsmaðurinn ljómaði skiljanlega eins og sól í heiði þótt liðið hans hafi tapað úrslitaleiknum. Even after a heartbreaking loss, Grealish has still got time for his fans (via @super_ollyt) pic.twitter.com/rltLFAGDLy— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2021 Roy Keane gagnrýndi Grealish fyrir að taka ekki víti í vítakeppninni. Grealish svaraði fyrir sig á Twitter og sagðist hafa boðist til að fara á punktinn en hann hafi ekki verið valinn í verkið. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt „Stjórinn [Gareth Southgate] hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ Grealish, sem er fyrirliði Aston Villa, kom við sögu í fimm af sjö leikjum Englands á EM og lagði upp tvö mörk. Hinn 25 ára Grealish hefur verið sterklega orðaður við Manchester City undanfarnar vikur en Englandsmeistararnir ku vera reiðubúnir að borga metverð fyrir hann. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Grealish kom inn á sem varamaður í framlengingunni en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem ítalska liðið hafði betur, 3-2. Eftir leikinn fór Grealish upp í stúku á Wembley og lét ungan stuðningsmann Englands hafa skóna sína. Hann spjallaði einnig við strákinn og stillti sér upp á myndum með honum. Stuðningsmaðurinn ljómaði skiljanlega eins og sól í heiði þótt liðið hans hafi tapað úrslitaleiknum. Even after a heartbreaking loss, Grealish has still got time for his fans (via @super_ollyt) pic.twitter.com/rltLFAGDLy— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2021 Roy Keane gagnrýndi Grealish fyrir að taka ekki víti í vítakeppninni. Grealish svaraði fyrir sig á Twitter og sagðist hafa boðist til að fara á punktinn en hann hafi ekki verið valinn í verkið. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt „Stjórinn [Gareth Southgate] hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ Grealish, sem er fyrirliði Aston Villa, kom við sögu í fimm af sjö leikjum Englands á EM og lagði upp tvö mörk. Hinn 25 ára Grealish hefur verið sterklega orðaður við Manchester City undanfarnar vikur en Englandsmeistararnir ku vera reiðubúnir að borga metverð fyrir hann.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira