Vissi ekki að hann hafði tryggt Ítölum titilinn þegar hann varði frá Saka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 13:30 Gianluigi Donnarumma í þann mund sem hann áttaði sig á því Ítalir væru orðnir Evrópumeistarar. getty/Nick Potts Athygli vakti að Gianluigi Donnarumma fagnaði ekki strax eftir að hann tryggði Ítalíu Evrópumeistaratitilinn með því að verja vítaspyrnu Bukayos Saka í leiknum gegn Englandi. Ástæðan er nokkuð skondin. Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM, fyrst frá Jadon Sancho og svo frá Saka. Hann var merkilega rólegur eftir að hafa varið vítið frá Saka og viðbrögð hans voru svo sannarlega ekki í samræmi við tilefnið. Ástæðan fyrir því var að Donnarumma vissi hreinlega ekki að Ítalir væru búnir að vinna vítakeppnina og þar með orðnir Evrópumeistarar. „Ég fagnaði ekki því ég vissi ekki að við værum búnir að vinna,“ sagði Donnarumma er hann var spurður út í viðbrögð sín við vörslunni frá Saka. „Ég sá liðsfélagana hlaupa í áttina til mín og þá rann upp fyrir mér að við hefðum unnið,“ bætti markvörðurinn við. Donnarumma lék mjög vel á sínu fyrsta stórmóti með ítalska liðinu. Hann hélt þrisvar sinnum hreinu á EM, var valinn í úrvalslið mótsins og besti leikmaður þess. Gianluigi Donnarumma at #EURO2020... Champion Player of the Tournament Team of the Tournament 3 clean sheets pic.twitter.com/7aHbmi1rsG— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 13, 2021 Donnarumma átti stóran þátt í að Ítalir komust í úrslitaleikinn en hann varði víti frá Álvaro Morata í vítakeppninni gegn Spánverjum í undanúrslitunum. Andstæðingar Ítalíu skoruðu aðeins úr fjórum af þeim níu vítaspyrnum sem þeir tóku gegn Donnarumma í undanúrslita- og úrslitaleiknum á EM. Hinn 22 ára Donnarumma er án félags eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Fastlega er búist við því að hann verði kynntur sem nýr leikmaður Paris Saint-Germain á næstu dögum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. 13. júlí 2021 10:00 Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. 13. júlí 2021 09:01 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM, fyrst frá Jadon Sancho og svo frá Saka. Hann var merkilega rólegur eftir að hafa varið vítið frá Saka og viðbrögð hans voru svo sannarlega ekki í samræmi við tilefnið. Ástæðan fyrir því var að Donnarumma vissi hreinlega ekki að Ítalir væru búnir að vinna vítakeppnina og þar með orðnir Evrópumeistarar. „Ég fagnaði ekki því ég vissi ekki að við værum búnir að vinna,“ sagði Donnarumma er hann var spurður út í viðbrögð sín við vörslunni frá Saka. „Ég sá liðsfélagana hlaupa í áttina til mín og þá rann upp fyrir mér að við hefðum unnið,“ bætti markvörðurinn við. Donnarumma lék mjög vel á sínu fyrsta stórmóti með ítalska liðinu. Hann hélt þrisvar sinnum hreinu á EM, var valinn í úrvalslið mótsins og besti leikmaður þess. Gianluigi Donnarumma at #EURO2020... Champion Player of the Tournament Team of the Tournament 3 clean sheets pic.twitter.com/7aHbmi1rsG— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 13, 2021 Donnarumma átti stóran þátt í að Ítalir komust í úrslitaleikinn en hann varði víti frá Álvaro Morata í vítakeppninni gegn Spánverjum í undanúrslitunum. Andstæðingar Ítalíu skoruðu aðeins úr fjórum af þeim níu vítaspyrnum sem þeir tóku gegn Donnarumma í undanúrslita- og úrslitaleiknum á EM. Hinn 22 ára Donnarumma er án félags eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Fastlega er búist við því að hann verði kynntur sem nýr leikmaður Paris Saint-Germain á næstu dögum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. 13. júlí 2021 10:00 Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. 13. júlí 2021 09:01 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. 13. júlí 2021 10:00
Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. 13. júlí 2021 09:01