Færir sig frá New York til Ottawa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júlí 2021 14:05 Hlynur Guðjónsson er á leiðinni til Kanada frá New York. Mynd/Utanríkisráðuneytið Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi á Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York í Bandaríkjunum, verður næsti sendiherra Íslands í Kanada, með aðsetur í Ottawa, höfuðborg Kanada. Frá þessu greinir Hlynur í færslu á samskiptamiðlinum Linked-In en hann hefur gegnt stöðu aðalræðismanns og viðskiptafulltrúa í New York frá árinu 2006. Aðalræðisskrifstofan þar er fyrsta íslenska sendiskrifstofan sem var opnuð eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð árið 1940, að því er segir á vef Utanríkisráðuneytisins. Í færslunni segist Hlynur spenntur fyrir því að takast á við nýjar áskoranir í Kanada á sama tíma og hann sé þakklátur fyrir tímann í New York og allt það sem tekist hafi að áorka á þeim fimmtán árum sem hann hafi gegn starfi sínu þar. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar færa sig reglulega um set á milli starfstöðva hennar.Vísir/Vilhelm Hlynur mun taka við sem sendiherra í Kanada af Pétri Ásgeirssyni sem verið hefur sendiherra Íslands í Kanada frá 1. nóvember 2017. Auk Kanada þjónar sendiráðið þar sex öðrum ríkjum, þ.e. Bólívíu, Kólumbíu, Kosta Ríka, Panama, Hondúras og Venesúela. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að Pétur muni koma til starfa í ráðuneytinu. Þar segir einnig að fleiri sendiherrar færi sig til frá og með 1. ágúst næstkomandi. Þórir Ibsen verður sendiherra í Peking . Hann leysir Gunnar Snorra Gunnarsson sendiherra af hólmi sem kemur til starfa í ráðuneytið. Nikulás Hannigan, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, flyst á sama tíma í stöðu aðalræðismanns í New York, stöðunni sem Hlynur hefur gegnt undanfarin ár. Guðni Bragason hefur verið settur sendiherra í Nýju Delhi en hann tók við því embætti 1. júlí síðastliðinn. Kristín A. Árnadóttir tók hans stað við stöðu fastafulltrúa í Vín frá 1. júní síðastliðnum. Þá mun Matthías G. Pálsson flytjast í stöðu fastafulltrúa í Róm og leysir hann þar af hólmi Stefán Jón Hafstein sem flyst til starfa í ráðuneytið. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um hvaða sendiherrar flytjast hvert. Utanríkismál Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Frá þessu greinir Hlynur í færslu á samskiptamiðlinum Linked-In en hann hefur gegnt stöðu aðalræðismanns og viðskiptafulltrúa í New York frá árinu 2006. Aðalræðisskrifstofan þar er fyrsta íslenska sendiskrifstofan sem var opnuð eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð árið 1940, að því er segir á vef Utanríkisráðuneytisins. Í færslunni segist Hlynur spenntur fyrir því að takast á við nýjar áskoranir í Kanada á sama tíma og hann sé þakklátur fyrir tímann í New York og allt það sem tekist hafi að áorka á þeim fimmtán árum sem hann hafi gegn starfi sínu þar. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar færa sig reglulega um set á milli starfstöðva hennar.Vísir/Vilhelm Hlynur mun taka við sem sendiherra í Kanada af Pétri Ásgeirssyni sem verið hefur sendiherra Íslands í Kanada frá 1. nóvember 2017. Auk Kanada þjónar sendiráðið þar sex öðrum ríkjum, þ.e. Bólívíu, Kólumbíu, Kosta Ríka, Panama, Hondúras og Venesúela. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að Pétur muni koma til starfa í ráðuneytinu. Þar segir einnig að fleiri sendiherrar færi sig til frá og með 1. ágúst næstkomandi. Þórir Ibsen verður sendiherra í Peking . Hann leysir Gunnar Snorra Gunnarsson sendiherra af hólmi sem kemur til starfa í ráðuneytið. Nikulás Hannigan, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, flyst á sama tíma í stöðu aðalræðismanns í New York, stöðunni sem Hlynur hefur gegnt undanfarin ár. Guðni Bragason hefur verið settur sendiherra í Nýju Delhi en hann tók við því embætti 1. júlí síðastliðinn. Kristín A. Árnadóttir tók hans stað við stöðu fastafulltrúa í Vín frá 1. júní síðastliðnum. Þá mun Matthías G. Pálsson flytjast í stöðu fastafulltrúa í Róm og leysir hann þar af hólmi Stefán Jón Hafstein sem flyst til starfa í ráðuneytið. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um hvaða sendiherrar flytjast hvert.
Utanríkismál Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira