Færir sig frá New York til Ottawa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júlí 2021 14:05 Hlynur Guðjónsson er á leiðinni til Kanada frá New York. Mynd/Utanríkisráðuneytið Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi á Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York í Bandaríkjunum, verður næsti sendiherra Íslands í Kanada, með aðsetur í Ottawa, höfuðborg Kanada. Frá þessu greinir Hlynur í færslu á samskiptamiðlinum Linked-In en hann hefur gegnt stöðu aðalræðismanns og viðskiptafulltrúa í New York frá árinu 2006. Aðalræðisskrifstofan þar er fyrsta íslenska sendiskrifstofan sem var opnuð eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð árið 1940, að því er segir á vef Utanríkisráðuneytisins. Í færslunni segist Hlynur spenntur fyrir því að takast á við nýjar áskoranir í Kanada á sama tíma og hann sé þakklátur fyrir tímann í New York og allt það sem tekist hafi að áorka á þeim fimmtán árum sem hann hafi gegn starfi sínu þar. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar færa sig reglulega um set á milli starfstöðva hennar.Vísir/Vilhelm Hlynur mun taka við sem sendiherra í Kanada af Pétri Ásgeirssyni sem verið hefur sendiherra Íslands í Kanada frá 1. nóvember 2017. Auk Kanada þjónar sendiráðið þar sex öðrum ríkjum, þ.e. Bólívíu, Kólumbíu, Kosta Ríka, Panama, Hondúras og Venesúela. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að Pétur muni koma til starfa í ráðuneytinu. Þar segir einnig að fleiri sendiherrar færi sig til frá og með 1. ágúst næstkomandi. Þórir Ibsen verður sendiherra í Peking . Hann leysir Gunnar Snorra Gunnarsson sendiherra af hólmi sem kemur til starfa í ráðuneytið. Nikulás Hannigan, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, flyst á sama tíma í stöðu aðalræðismanns í New York, stöðunni sem Hlynur hefur gegnt undanfarin ár. Guðni Bragason hefur verið settur sendiherra í Nýju Delhi en hann tók við því embætti 1. júlí síðastliðinn. Kristín A. Árnadóttir tók hans stað við stöðu fastafulltrúa í Vín frá 1. júní síðastliðnum. Þá mun Matthías G. Pálsson flytjast í stöðu fastafulltrúa í Róm og leysir hann þar af hólmi Stefán Jón Hafstein sem flyst til starfa í ráðuneytið. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um hvaða sendiherrar flytjast hvert. Utanríkismál Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Frá þessu greinir Hlynur í færslu á samskiptamiðlinum Linked-In en hann hefur gegnt stöðu aðalræðismanns og viðskiptafulltrúa í New York frá árinu 2006. Aðalræðisskrifstofan þar er fyrsta íslenska sendiskrifstofan sem var opnuð eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð árið 1940, að því er segir á vef Utanríkisráðuneytisins. Í færslunni segist Hlynur spenntur fyrir því að takast á við nýjar áskoranir í Kanada á sama tíma og hann sé þakklátur fyrir tímann í New York og allt það sem tekist hafi að áorka á þeim fimmtán árum sem hann hafi gegn starfi sínu þar. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar færa sig reglulega um set á milli starfstöðva hennar.Vísir/Vilhelm Hlynur mun taka við sem sendiherra í Kanada af Pétri Ásgeirssyni sem verið hefur sendiherra Íslands í Kanada frá 1. nóvember 2017. Auk Kanada þjónar sendiráðið þar sex öðrum ríkjum, þ.e. Bólívíu, Kólumbíu, Kosta Ríka, Panama, Hondúras og Venesúela. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að Pétur muni koma til starfa í ráðuneytinu. Þar segir einnig að fleiri sendiherrar færi sig til frá og með 1. ágúst næstkomandi. Þórir Ibsen verður sendiherra í Peking . Hann leysir Gunnar Snorra Gunnarsson sendiherra af hólmi sem kemur til starfa í ráðuneytið. Nikulás Hannigan, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, flyst á sama tíma í stöðu aðalræðismanns í New York, stöðunni sem Hlynur hefur gegnt undanfarin ár. Guðni Bragason hefur verið settur sendiherra í Nýju Delhi en hann tók við því embætti 1. júlí síðastliðinn. Kristín A. Árnadóttir tók hans stað við stöðu fastafulltrúa í Vín frá 1. júní síðastliðnum. Þá mun Matthías G. Pálsson flytjast í stöðu fastafulltrúa í Róm og leysir hann þar af hólmi Stefán Jón Hafstein sem flyst til starfa í ráðuneytið. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um hvaða sendiherrar flytjast hvert.
Utanríkismál Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira