Sport

Roger Federer verður ekki með á Ólympíuleikunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Roger Federer er meiddur á hné og verður því ekki með á Ólympíuleiknunum í Tókýó.
Roger Federer er meiddur á hné og verður því ekki með á Ólympíuleiknunum í Tókýó. EPA-EFE/IAN LANGSDON

Einn besti tenniskappi heims, Roger Federer, gaf það út fyrr í dag að hann yrði ekki með á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast eftir tíu daga. Federer er meiddur á hné og getur því ekki tekið þátt.

Þessi 39 ára Svisslendingur er nú níundi á heimslistanum, en hann fór í tvær aðgerðir á hné á síðasta ári.

Í tilkynningu frá honum sjálfum kemur fram að meiðsli í tengslum við þær aðgerðir hafi tekið sig upp og að það séu mikil vonbrigði að geta ekki tekið þátt, þar sem að það sé mikill heiður fyrir hann að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×