Fótbolti

Rúnar Már og félagar áfram í Meistaradeildinni eftir framlengingu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Már skoraði þriðja mark liðsins þegar CFR Cluj mætti Borac í fyrri leik liðanna.
Rúnar Már skoraði þriðja mark liðsins þegar CFR Cluj mætti Borac í fyrri leik liðanna. Flaviu Buboi/NurPhoto via Getty Images

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar hans í CFR Cluj eru komnir áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 2-1 tap gegn Borac Banja. Rúnar Már og félagar unnu fyrri leikinn 3-1 og eru því komnir áfram.

Rúnar Már var í byrjunarliði CFR Cluj þegar þeir heimsóttu Borac Banja í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Markalaust var að loknum fyrri hálfleik, og það var ekki fyrr en eftir klukkutíma leik sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Stojan Vranjes skallaði boltann þá í netið fyrir heimamenn eftir fyrirgjöf frá Milan Vusurovic.

Heimamenn tvöfölduðu forystu sína aðeins fjórum mínútum seinna þegar Vusurovic lagði upp sitt annað mark, í þetta sinn fyrir Panagiotis Moraitis.

Rúnar Már og félagar í Cluj voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum, en náðu ekki að minnka muninn fyrir leikslok og niðurstaðan eftir 90 mínútur því 2-0 sigur Borac Banja og samanlagt 3-3. Það þurfti því að grípa til framlengingar til að skera úr um hvort liðið færi áfram.

Það stefndi allt í að liðin þyrftu vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara, en þegar um tvær mínútur voru eftir af framlengingunni minnkaði Alexandru Chipciu muninn með góðu langskoti og tryggði CFR Cluj í næstu umferð forkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×