Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2021 10:03 Giorgio Chiellini notaði öll trixin í bókinni til að stöðva Bukayo Saka í úrslitaleik EM. getty/Nick Potts Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. Chiellini beitti ýmsum brögðum til að stöðva Saka í leiknum. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma greip hann í hálsmálið á treyju hans þegar Arsenal-maðurinn var sloppinn framhjá honum. Fyrir það fékk hann gult spjald. Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni og þurfti að skora til að knýja fram bráðabana. Í þann mund sem Saka tók spyrnuna hrópaði Chiellini „Kiricocho“ sem er þekkt fótboltabölvun. Og hún virkaði því Gianluigi Donnarumma varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Tension elation An unforgettable moment.@azzurri | #EURO2020 pic.twitter.com/ea6xED21bn— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ESPN í Argentínu staðfesti Chiellini að hann hefði lagt bölvunina á Saka. „Halló Christian, ég staðfesti allt! Kiricocho!“ sagði varnarjaxlinn. ¡CONFIRMADO: DIJO'KIRICOCHO'! Chiellini le aseguró a @askomartin que utilizó la famosa maldición identificada con Estudiantes para que Inglaterra erre el último penal. pic.twitter.com/XxR9r8lV95— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) July 12, 2021 Juan Carlos Kiricocho var stuðningsmaður argentínska liðsins Estudiantes sem þótti færa liðinu ógæfu. Þjálfari Estudiantes, Carlos Bilardo, sagði að alltaf þegar Kiricocho mætti á æfingar liðsins meiddist leikmaður þess. Sagan segir að Bilardo hafi seinna fengið Kiricocho til að bjóða andstæðinga Estudiantes velkomna fyrir heimaleiki liðsins til að auka möguleika síns liðs á sigri. Kiricocho hefur með tímanum orðið þekkt bölvun í fótboltanum, sérstaklega þegar kemur að vítaspyrnum. Yassine Bounou, markvörður Sevilla, hrópaði til að mynda Kiricocho að Erling Håland áður en hann tók víti í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Það virkaði ekki jafn vel og hjá Chiellini því Håland skoraði. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Chiellini beitti ýmsum brögðum til að stöðva Saka í leiknum. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma greip hann í hálsmálið á treyju hans þegar Arsenal-maðurinn var sloppinn framhjá honum. Fyrir það fékk hann gult spjald. Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni og þurfti að skora til að knýja fram bráðabana. Í þann mund sem Saka tók spyrnuna hrópaði Chiellini „Kiricocho“ sem er þekkt fótboltabölvun. Og hún virkaði því Gianluigi Donnarumma varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Tension elation An unforgettable moment.@azzurri | #EURO2020 pic.twitter.com/ea6xED21bn— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ESPN í Argentínu staðfesti Chiellini að hann hefði lagt bölvunina á Saka. „Halló Christian, ég staðfesti allt! Kiricocho!“ sagði varnarjaxlinn. ¡CONFIRMADO: DIJO'KIRICOCHO'! Chiellini le aseguró a @askomartin que utilizó la famosa maldición identificada con Estudiantes para que Inglaterra erre el último penal. pic.twitter.com/XxR9r8lV95— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) July 12, 2021 Juan Carlos Kiricocho var stuðningsmaður argentínska liðsins Estudiantes sem þótti færa liðinu ógæfu. Þjálfari Estudiantes, Carlos Bilardo, sagði að alltaf þegar Kiricocho mætti á æfingar liðsins meiddist leikmaður þess. Sagan segir að Bilardo hafi seinna fengið Kiricocho til að bjóða andstæðinga Estudiantes velkomna fyrir heimaleiki liðsins til að auka möguleika síns liðs á sigri. Kiricocho hefur með tímanum orðið þekkt bölvun í fótboltanum, sérstaklega þegar kemur að vítaspyrnum. Yassine Bounou, markvörður Sevilla, hrópaði til að mynda Kiricocho að Erling Håland áður en hann tók víti í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Það virkaði ekki jafn vel og hjá Chiellini því Håland skoraði.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira