Guðbjörg fékk ekki leikskólapláss og yfirgefur Noreg Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 11:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mia Jalkerud með börnin sín á leiðinni til Noregs í janúar. Dvölin í Noregi verður styttri en til stóð því fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar á sunnudaginn. Instagram/@guggag Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arna-Bjørnar. Ástæðan er álag heima fyrir en Guðbjörg fékk til að mynda ekki leikskólapláss fyrir eins árs gamla tvíbura sína. Þær Guðbjörg og Mia Jalkerud fluttu með tvíburana sína frá Svíþjóð til Noregs í byrjun árs og gengu í raðir Arna-Björnar. Það gerðu þær meðal annars gegn loforði um leikskólapláss sem ekki hafa enn fengist. Skömmu eftir að þær fluttu til Noregs skipti félagið um þjálfara og íþróttastjóra, og mennirnir sem höfðu verið svo hjálpsamir og lofað öllu fögru voru því á bak og burtu. Kórónuveirufaraldurinn hefur svo torveldað lífið á nýjum stað mikið og fjölskyldan ekki getað notið stuðnings sinna nánustu, eins og til stóð, vegna ferðatakmarkana. Af þessum sökum segir Guðbjörg að þær Mia hafi til að mynda ekki getað farið báðar með liði sínu í útileiki, sem krefjist þess að þær séu í burtu yfir nótt. På lördag blir det sista matchen för mig i Arna-Bjørnar. Tack så mycket för den här tiden Takk fyrir mig Arna-Bjørnar pic.twitter.com/L3UbeHWvNt— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) July 14, 2021 Hafa bara fryst mig Guðbjörg hefur ekkert spilað síðan í maí eftir að þær Mia greindu forráðamönnum Arna-Björnar frá því að þær vildu rifta samningum sínum: „Þeir hafa bara hálfpartinn notað mig sem markmannsþjálfara síðan ég sagðist ætla að hætta,“ segir hin 36 ára gamla Guðbjörg, sem á að baki 64 leiki í marki A-landsliðs Íslands. „Þetta er leiðinlegt því mér finnst ég líkamlega í mjög góðu formi. Frá því að við sögðum frá okkar ákvörðun þá hafa þeir bara fryst mig, og mér finnst það auðvitað mjög leiðinlegt. Ég hef ekki spilað mínútu síðan ég sagðist þurfa að hætta, en ég get alveg skilið það að þeir vilji þá frekar láta annan markvörð spila sem mun þá klára tímabilið. Svona er fótboltinn bara,“ segir Guðbjörg við Vísi. Þegar hún samdi við Arna-Björnar leist henni frábærlega á allt hjá félaginu en nú hlakkar hún mikið til þess að snúa aftur til Svíþjóðar. Flytja aftur til Stokkhólms og nokkrir möguleikar í boði Fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar, þaðan sem Mia er, í íbúð sína í Stokkhólmi á sunnudaginn. Þar léku þær Guðbjörg og Mia með Djurgården um árabil. Guðbjörg virðist ekki á þeim buxunum að leggja markmannshanskana á hilluna og mjög líklegt er að hún spili í Svíþjóð, þó að hún útiloki svo sem ekki að koma til Íslands. „Umboðsmaðurinn er strax með nokkra möguleika í stöðunni en við ætlum fyrst og fremst að koma okkur heim á sunnudaginn, og í smá ró og rútínu. Ég ætla að taka mér nokkrar vikur og sjá hvað er það besta í stöðunni. Ég get samt lofað að það verður ekki eitthvað tryllt ævintýri, án allra tengslaneta aftur. Það bara gengur ekki, ef við ætlum báðar að spila.“ Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Þær Guðbjörg og Mia Jalkerud fluttu með tvíburana sína frá Svíþjóð til Noregs í byrjun árs og gengu í raðir Arna-Björnar. Það gerðu þær meðal annars gegn loforði um leikskólapláss sem ekki hafa enn fengist. Skömmu eftir að þær fluttu til Noregs skipti félagið um þjálfara og íþróttastjóra, og mennirnir sem höfðu verið svo hjálpsamir og lofað öllu fögru voru því á bak og burtu. Kórónuveirufaraldurinn hefur svo torveldað lífið á nýjum stað mikið og fjölskyldan ekki getað notið stuðnings sinna nánustu, eins og til stóð, vegna ferðatakmarkana. Af þessum sökum segir Guðbjörg að þær Mia hafi til að mynda ekki getað farið báðar með liði sínu í útileiki, sem krefjist þess að þær séu í burtu yfir nótt. På lördag blir det sista matchen för mig i Arna-Bjørnar. Tack så mycket för den här tiden Takk fyrir mig Arna-Bjørnar pic.twitter.com/L3UbeHWvNt— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) July 14, 2021 Hafa bara fryst mig Guðbjörg hefur ekkert spilað síðan í maí eftir að þær Mia greindu forráðamönnum Arna-Björnar frá því að þær vildu rifta samningum sínum: „Þeir hafa bara hálfpartinn notað mig sem markmannsþjálfara síðan ég sagðist ætla að hætta,“ segir hin 36 ára gamla Guðbjörg, sem á að baki 64 leiki í marki A-landsliðs Íslands. „Þetta er leiðinlegt því mér finnst ég líkamlega í mjög góðu formi. Frá því að við sögðum frá okkar ákvörðun þá hafa þeir bara fryst mig, og mér finnst það auðvitað mjög leiðinlegt. Ég hef ekki spilað mínútu síðan ég sagðist þurfa að hætta, en ég get alveg skilið það að þeir vilji þá frekar láta annan markvörð spila sem mun þá klára tímabilið. Svona er fótboltinn bara,“ segir Guðbjörg við Vísi. Þegar hún samdi við Arna-Björnar leist henni frábærlega á allt hjá félaginu en nú hlakkar hún mikið til þess að snúa aftur til Svíþjóðar. Flytja aftur til Stokkhólms og nokkrir möguleikar í boði Fjölskyldan flytur aftur til Svíþjóðar, þaðan sem Mia er, í íbúð sína í Stokkhólmi á sunnudaginn. Þar léku þær Guðbjörg og Mia með Djurgården um árabil. Guðbjörg virðist ekki á þeim buxunum að leggja markmannshanskana á hilluna og mjög líklegt er að hún spili í Svíþjóð, þó að hún útiloki svo sem ekki að koma til Íslands. „Umboðsmaðurinn er strax með nokkra möguleika í stöðunni en við ætlum fyrst og fremst að koma okkur heim á sunnudaginn, og í smá ró og rútínu. Ég ætla að taka mér nokkrar vikur og sjá hvað er það besta í stöðunni. Ég get samt lofað að það verður ekki eitthvað tryllt ævintýri, án allra tengslaneta aftur. Það bara gengur ekki, ef við ætlum báðar að spila.“
Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira