Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2021 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna sem nú er komin upp ekki koma á óvart. „Þetta kemur mér ekki á óvart þannig. Miðað við það sem við sáum í fyrradag og höfum verið að sjá undanfarna daga. Það er greinilegt að veiran hefur sloppið hér inn í gegnum landamærin og svo á hún auðvelt með að dreifa sér og sérstaklega kannski á skemmtistöðum eins og við erum að sjá núna að fólk tengist aðallega slíku atferli sem auðveldar henni að dreifast. Það er það sem við erum að sjá núna og ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég held að við gætum átt von á því að sjá fleiri tilfelli á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Íhugar stöðuna Nú skoðar Þórólfur hvort tilefni sé til að herða aðgerðir innanlands og á landamærum. „Helmingur af þeim sem hafa verið að greinast hér innanlands er full bólusettir. Aðrir eru svona hálfbólusettir og nokkrir eru líka óbólusettir þannig að við vitum að þetta fólk getur tekið veiruna en fær þá yfirleitt vægari einkenni. Það er nú það sem spilar inn í að kannski þurfi ekki að grípa til jafn mikilla aðgerða.“ „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið“ Hann biður viðkvæma hópa um að gæta að sér og hvetur hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir að fara yfir sýkingavarnir. „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið og það þarf að gæta áfram að sýkingavörnum. En eins og við höfum sagt að þá getum við átt von á einstaka sýkingum og litlum hópsýkingum en vonandi verður ekkert stærra út því og að bólusetningin muni halda þessu í skefjum.“ „Við erum að skoða alla möguleika, allar útfærslur og líka á landamærunum.“ Flestir þeir sem greindust í gær tengjast smiti sem greindist í fyrradag og er rakið til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Hinn smitaði var starfsmaður staðarins. „Þetta tengist sömu stöðum en við vitum ekki nákvæmlega hvort að smitunin hafi átt sér stað á þessum stöðum. En fólk nefnir þessa staði og hefur verið á þessum stöðum síðustu daga.“ Þrír af þeim fimm sem greindust í gær eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Eru þeir bólusettu sem smituðust bólusettir með sama bóluefni? „Nei þetta eru mismunandi bóluefni þetta eru öll bóluefnin sem eru nefnd,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna sem nú er komin upp ekki koma á óvart. „Þetta kemur mér ekki á óvart þannig. Miðað við það sem við sáum í fyrradag og höfum verið að sjá undanfarna daga. Það er greinilegt að veiran hefur sloppið hér inn í gegnum landamærin og svo á hún auðvelt með að dreifa sér og sérstaklega kannski á skemmtistöðum eins og við erum að sjá núna að fólk tengist aðallega slíku atferli sem auðveldar henni að dreifast. Það er það sem við erum að sjá núna og ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég held að við gætum átt von á því að sjá fleiri tilfelli á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Íhugar stöðuna Nú skoðar Þórólfur hvort tilefni sé til að herða aðgerðir innanlands og á landamærum. „Helmingur af þeim sem hafa verið að greinast hér innanlands er full bólusettir. Aðrir eru svona hálfbólusettir og nokkrir eru líka óbólusettir þannig að við vitum að þetta fólk getur tekið veiruna en fær þá yfirleitt vægari einkenni. Það er nú það sem spilar inn í að kannski þurfi ekki að grípa til jafn mikilla aðgerða.“ „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið“ Hann biður viðkvæma hópa um að gæta að sér og hvetur hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir að fara yfir sýkingavarnir. „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið og það þarf að gæta áfram að sýkingavörnum. En eins og við höfum sagt að þá getum við átt von á einstaka sýkingum og litlum hópsýkingum en vonandi verður ekkert stærra út því og að bólusetningin muni halda þessu í skefjum.“ „Við erum að skoða alla möguleika, allar útfærslur og líka á landamærunum.“ Flestir þeir sem greindust í gær tengjast smiti sem greindist í fyrradag og er rakið til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Hinn smitaði var starfsmaður staðarins. „Þetta tengist sömu stöðum en við vitum ekki nákvæmlega hvort að smitunin hafi átt sér stað á þessum stöðum. En fólk nefnir þessa staði og hefur verið á þessum stöðum síðustu daga.“ Þrír af þeim fimm sem greindust í gær eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Eru þeir bólusettu sem smituðust bólusettir með sama bóluefni? „Nei þetta eru mismunandi bóluefni þetta eru öll bóluefnin sem eru nefnd,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01
Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59