Ákæra Írana fyrir að ætla að ræna konu frá New York Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 14:48 Masih Alinejad hefur lengi verið gagnrýnin í garð klerkastjórnar Írans. Getty/Larry Busacca Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra Írana fyrir að hafa ætlað að ræna bandarískri blaðakonu og aðgerðasinna. Konan, sem heitir Masih Alinejad, hefur verið gagnrýnin á klerkastjórn Írans en mennirnir fjórir eru taldir vera útsendarar hennar. Á undanförnum árum hafa útsendarar frá Íran platað nokkra erlenda aðgerðasinna til að leggja land undir fót og ferðast til staða þar sem þeim hefur verið rænt og þeir fluttir til Írans og fangelsaðir. Í ákærunni kemur ekki fram hvert meint fórnarlamb mannanna er en það hefur þó verið staðfest af fjölmiðlum ytra að um Alinejad er að ræða. Hún hefur meðal annars starfað fyrir persenska stöð Voice of America og fjallað um mannréttindabrot í Íran. Alinejad sjálf sagði frá þessum vendingum á Twitter í gærkvöldi. I am grateful to FBI for foiling the Islamic Republic of Iran's Intelligence Ministry's plot to kidnap me. This plot was orchestrated under Rouhani. This is the regime that kidnapped & executed Ruhollah Zam. They've also kidnapped and jailed Jamshid Sharmahd and many others pic.twitter.com/HUefdEbiil— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) July 14, 2021 William F. Sweeney, einn yfirmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sagði í yfirlýsingu sem birt var í gær að ógnin væri raunveruleg. „Þetta er ekki einhver langsóttur kvikmyndasöguþráður. Við teljum að hópur, studdur af ríkisstjórn Írans, hafi lagt á ráðin um að ræna bandarískum blaðamanni, í Bandaríkjunum, og flytja hana til Írans,“ sagði Sweeney samkvæmt frétt Washington Post. Saksóknarar segja einnig að útsendarar Írans hafi reynt að múta fjölskyldumeðlimum Alinejad sem búa í Íran til að fá þá til að plata hana að ferðast til annars lands. Lands þar sem auðveldara væri að ræna henni. Ráðamenn í Íran segja þessar ásakanir rangar. Hér má sjá viðtal CNN við Alinejad sem birt var í dag þar sem hún ræðir málið og segir frá því að útsendarar Írans hafi ráðið einkaspæjara til að fylgjast með henni og fjölskyldu hennar í New York, þar sem hún býr. Þeir eru sagðir hafa fylgt henni eftir og myndað hana. Watch this interview. @AlinejadMasih tells CNN I m a little bit disappointed in the Biden administration. Your daily reminder that #Iran isn t just a nuclear file. pic.twitter.com/L1qoInEJ86— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) July 14, 2021 Allir mennirnir fjórir sem voru ákærðir búa í Íran. Verulega ólíklegt þykir að mennirnir endi nokkurn tímann í dómsal í Bandaríkjunum. Einn maður til viðbótar, sem sagður er hafa stutt mennina fjóra, hefur þó verið handtekinn í Kaliforníu. Bandaríkin og Íran hafa lengi deilt um eldflauga- og kjarnorkuáætlanir Írans og hefur ýmis konar viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verið beitt gegn Íran. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu árið 2015 samkomulag við Íran um að létt yrði á refsiaðgerðum í skiptum fyrir það að eftirlitsaðilar fengju að fylgjast með kjarnorkuáætlun ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því samkomulagi en meðlimir ríkisstjórnar Bidens hafa gefið í skyn að mögulegt sé að endurvekja samkomulagið. Viðræður þar að lútandi hafa þau engum árangri skilað. AFP fréttaveitan sagði frá því í dag að ríkisstjórn Joes Biden hefði gefið yfirvöldum í Íran leyfi til að nota sjóði sem hafa verið frystir til að greiða skuldir ríkisins í Suður-Kóreu og Japan. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði samkomulagið ekki fela í sér að sjóðirnir yrðu fluttir til Írans. Heldur yrðu þeir eingöngu notaðir til að greiða Suður-Kóreu og Japan. Íran Bandaríkin Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Á undanförnum árum hafa útsendarar frá Íran platað nokkra erlenda aðgerðasinna til að leggja land undir fót og ferðast til staða þar sem þeim hefur verið rænt og þeir fluttir til Írans og fangelsaðir. Í ákærunni kemur ekki fram hvert meint fórnarlamb mannanna er en það hefur þó verið staðfest af fjölmiðlum ytra að um Alinejad er að ræða. Hún hefur meðal annars starfað fyrir persenska stöð Voice of America og fjallað um mannréttindabrot í Íran. Alinejad sjálf sagði frá þessum vendingum á Twitter í gærkvöldi. I am grateful to FBI for foiling the Islamic Republic of Iran's Intelligence Ministry's plot to kidnap me. This plot was orchestrated under Rouhani. This is the regime that kidnapped & executed Ruhollah Zam. They've also kidnapped and jailed Jamshid Sharmahd and many others pic.twitter.com/HUefdEbiil— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) July 14, 2021 William F. Sweeney, einn yfirmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sagði í yfirlýsingu sem birt var í gær að ógnin væri raunveruleg. „Þetta er ekki einhver langsóttur kvikmyndasöguþráður. Við teljum að hópur, studdur af ríkisstjórn Írans, hafi lagt á ráðin um að ræna bandarískum blaðamanni, í Bandaríkjunum, og flytja hana til Írans,“ sagði Sweeney samkvæmt frétt Washington Post. Saksóknarar segja einnig að útsendarar Írans hafi reynt að múta fjölskyldumeðlimum Alinejad sem búa í Íran til að fá þá til að plata hana að ferðast til annars lands. Lands þar sem auðveldara væri að ræna henni. Ráðamenn í Íran segja þessar ásakanir rangar. Hér má sjá viðtal CNN við Alinejad sem birt var í dag þar sem hún ræðir málið og segir frá því að útsendarar Írans hafi ráðið einkaspæjara til að fylgjast með henni og fjölskyldu hennar í New York, þar sem hún býr. Þeir eru sagðir hafa fylgt henni eftir og myndað hana. Watch this interview. @AlinejadMasih tells CNN I m a little bit disappointed in the Biden administration. Your daily reminder that #Iran isn t just a nuclear file. pic.twitter.com/L1qoInEJ86— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) July 14, 2021 Allir mennirnir fjórir sem voru ákærðir búa í Íran. Verulega ólíklegt þykir að mennirnir endi nokkurn tímann í dómsal í Bandaríkjunum. Einn maður til viðbótar, sem sagður er hafa stutt mennina fjóra, hefur þó verið handtekinn í Kaliforníu. Bandaríkin og Íran hafa lengi deilt um eldflauga- og kjarnorkuáætlanir Írans og hefur ýmis konar viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verið beitt gegn Íran. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu árið 2015 samkomulag við Íran um að létt yrði á refsiaðgerðum í skiptum fyrir það að eftirlitsaðilar fengju að fylgjast með kjarnorkuáætlun ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því samkomulagi en meðlimir ríkisstjórnar Bidens hafa gefið í skyn að mögulegt sé að endurvekja samkomulagið. Viðræður þar að lútandi hafa þau engum árangri skilað. AFP fréttaveitan sagði frá því í dag að ríkisstjórn Joes Biden hefði gefið yfirvöldum í Íran leyfi til að nota sjóði sem hafa verið frystir til að greiða skuldir ríkisins í Suður-Kóreu og Japan. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði samkomulagið ekki fela í sér að sjóðirnir yrðu fluttir til Írans. Heldur yrðu þeir eingöngu notaðir til að greiða Suður-Kóreu og Japan.
Íran Bandaríkin Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent