Ferðaeyjan mælir með þremur viðkomustöðum á Austurlandi Ferðaeyjan 15. júlí 2021 15:10 Vök var meðal þeirra perla á Austurlandi sem Ferðaeyjan heimsótti. Ferðaeyjan skellti sér í ferðalag á Austurlandið, nánar tiltekið á Egilsstaði og heimsótti Hótel Hallormsstað, Vök baths og Skálinn Diner. Á www.ferdaeyjan.is er hægt er að leita eftir og bóka gistingu og afþreyingu á Íslandi. Hótel Hallormsstaður Einstaklega vel fer um gesti á Hótel Hallormsstað. Hótel Hallormstaður er staðsett 25km frá Egilsstöðum í stærsta skóg landsins. Hallormsstaðaskóg. Fullkomin staðsetning til þess að njóta alls sem Austurland hefur upp á að bjóða. Ferðaeyjan fékk það einstaka tækifæri að dvelja eina nótt í fjölskylduherbergi hótelsins en í herberginu eru 3 einstaklingsrúm ásamt góðum svefnsófa. Svefnsófinn rúmar að hámarki tvö börn undir 10 ára aldri eða einn fullorðinn. Bæði herbergin eru útbúin notalegu baðherbergi með „walk-in“ sturtu. Hægt er að fá barnarúm (0-2 ára) í öll herbergi án endurgjalds. Fjölskylduherbergið var mjög snyrtilegt og rúmgott. Á hótelinu er veitingastaðurinn Kol Bar&Bistro sem er með stórkostlegu útsýni yfir skóginn og Lagarfljótið. Á veitingastaðinum er bar og hlýleg setustofa eða Lounge þar sem hægt er að slaka á með góðan drykk í hönd. Einnig á hótelinu er veitingastaðurinn Lauf Restaurant sem býður uppá hið rómaða sumarhlaðborð sem samanstendur af fjöldan allan af réttum bæði. Ef þú vilt taka slökunina alla leið, þá er hægt að eiga notalega stund í Lindin Spa og slaka á í heita pottinum og gufunni. Ferðaeyjan átti dásamlega dvöl á Hótel Hallormsstað enda frábær staður til að slaka á í þeirri kyrrð sem Hallormsstaðaskógur býður upp á. Hægt er að bóka gistingu hér Vök baths Náttúrulaugarnar Vök baths hafa mikið aðdráttarafl. Vök Baths eru heitar náttúrulaugar sem opnuðu í júlí 2019 og eru staðsettar á bökkum Urriðavatns við Egilsstaði. Aðstaðan og þjónustan hjá Vök Baths er alveg til fyrirmyndar og er lögð mikil áhersla á upplifun gesta á dvöl sinni hjá Vök sé eins best verður á kosið. . Gestir slakað á í vökum Urriðavatns og mynda þannig einstök tengsl við náttúruna í kring, einnig geta gestir skellt sér út í Urriðavatnið. Vök baths hentar vel fyrir einstaklinga, pör og barnafjölskyldur. Hægt er að njóta veitinga á Vök Bistro sem býður upp á ýmsa rétti. Vök Bistro er að finna bjartan fundarsal í einstöku umhverfi sem nýta má hvort sem er fyrir smærri fundarhöld, námskeið sem og einkaveislur. Salurinn tekur um það bil 20 manns í sæti og er búinn flatskjá sem nota má fyrir fundi. Þó Ísland sé þekkt fyrir jarðhitann er Austurland skilgreint á köldu svæði og heitar náttúrulaugar fátíðar. Það gerir Vök Baths við Urriðavatn að spennandi áningarstað fyrir heimamenn og þá gesti sem eiga leið um. Sjálfbærni og virðing fyrir umhverfinu er Vök baths ofarlega í huga og vilja þau að það endurspeglist í allri starfsemi sinni. Lögð er áhersla á endurvinnslu, hráefni úr heimabyggð, minnkun úrgangs og lagður er metnaður í stöðuga umbótavinnu í gegnum Vakann, gæðavottunarkerfi ferðaþjónustunnar. Öll hönnun og ásýnd Vök Baths byggir á því að raska sem minnst upplifun um ósnortið umhverfi Urriðavatns. Hönnun hússins var í höndum Basalt Arkitekta sem og innviðir sem hannaðir voru í samstarfi við Design Group Italia. Austfirskt lerki var notað í tréverk á staðnum og er sjálfbærni rauður þráður í allri hönnun til að styðja við virðingu gesta fyrir náttúrunni. Nánari upplýsingar um Vök baths má finna hér Skálinn Diner Sjötti áratugurinn ræður ríkjum í Skálanum Diner. Skálinn Diner er veitingastaður í 50´s stíl. Staðurinn er einstaklega skemmtilega hannaður og að sjálfsögðu er glymskratti á staðnum. Á Skálinn Diner er boðið er uppá morgunmat alla daga, heimilismat í hádeginu og fjölbreyttan matseðil. Matseðillinn inniheldur meðal annars hamborgara, djúpsteikta kjúklingabita, kótilettur, ýmsar samlokur og mjólkurhristinga af skemmtilegum gerðum. Einnig er hægt að fá allskonar tegundir af ís og nýtti Ferðaeyjan tækifærið og fékk sér ís. Við mælum með að ferðalangar á Austurlandið komi við á Skálinn Diner enda skemmtileg upplifun að njóta veitinga á þessum veitingastað. Sjá nánar hér Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Ferðaeyjan skellti sér í ferðalag á Austurlandið, nánar tiltekið á Egilsstaði og heimsótti Hótel Hallormsstað, Vök baths og Skálinn Diner. Á www.ferdaeyjan.is er hægt er að leita eftir og bóka gistingu og afþreyingu á Íslandi. Hótel Hallormsstaður Einstaklega vel fer um gesti á Hótel Hallormsstað. Hótel Hallormstaður er staðsett 25km frá Egilsstöðum í stærsta skóg landsins. Hallormsstaðaskóg. Fullkomin staðsetning til þess að njóta alls sem Austurland hefur upp á að bjóða. Ferðaeyjan fékk það einstaka tækifæri að dvelja eina nótt í fjölskylduherbergi hótelsins en í herberginu eru 3 einstaklingsrúm ásamt góðum svefnsófa. Svefnsófinn rúmar að hámarki tvö börn undir 10 ára aldri eða einn fullorðinn. Bæði herbergin eru útbúin notalegu baðherbergi með „walk-in“ sturtu. Hægt er að fá barnarúm (0-2 ára) í öll herbergi án endurgjalds. Fjölskylduherbergið var mjög snyrtilegt og rúmgott. Á hótelinu er veitingastaðurinn Kol Bar&Bistro sem er með stórkostlegu útsýni yfir skóginn og Lagarfljótið. Á veitingastaðinum er bar og hlýleg setustofa eða Lounge þar sem hægt er að slaka á með góðan drykk í hönd. Einnig á hótelinu er veitingastaðurinn Lauf Restaurant sem býður uppá hið rómaða sumarhlaðborð sem samanstendur af fjöldan allan af réttum bæði. Ef þú vilt taka slökunina alla leið, þá er hægt að eiga notalega stund í Lindin Spa og slaka á í heita pottinum og gufunni. Ferðaeyjan átti dásamlega dvöl á Hótel Hallormsstað enda frábær staður til að slaka á í þeirri kyrrð sem Hallormsstaðaskógur býður upp á. Hægt er að bóka gistingu hér Vök baths Náttúrulaugarnar Vök baths hafa mikið aðdráttarafl. Vök Baths eru heitar náttúrulaugar sem opnuðu í júlí 2019 og eru staðsettar á bökkum Urriðavatns við Egilsstaði. Aðstaðan og þjónustan hjá Vök Baths er alveg til fyrirmyndar og er lögð mikil áhersla á upplifun gesta á dvöl sinni hjá Vök sé eins best verður á kosið. . Gestir slakað á í vökum Urriðavatns og mynda þannig einstök tengsl við náttúruna í kring, einnig geta gestir skellt sér út í Urriðavatnið. Vök baths hentar vel fyrir einstaklinga, pör og barnafjölskyldur. Hægt er að njóta veitinga á Vök Bistro sem býður upp á ýmsa rétti. Vök Bistro er að finna bjartan fundarsal í einstöku umhverfi sem nýta má hvort sem er fyrir smærri fundarhöld, námskeið sem og einkaveislur. Salurinn tekur um það bil 20 manns í sæti og er búinn flatskjá sem nota má fyrir fundi. Þó Ísland sé þekkt fyrir jarðhitann er Austurland skilgreint á köldu svæði og heitar náttúrulaugar fátíðar. Það gerir Vök Baths við Urriðavatn að spennandi áningarstað fyrir heimamenn og þá gesti sem eiga leið um. Sjálfbærni og virðing fyrir umhverfinu er Vök baths ofarlega í huga og vilja þau að það endurspeglist í allri starfsemi sinni. Lögð er áhersla á endurvinnslu, hráefni úr heimabyggð, minnkun úrgangs og lagður er metnaður í stöðuga umbótavinnu í gegnum Vakann, gæðavottunarkerfi ferðaþjónustunnar. Öll hönnun og ásýnd Vök Baths byggir á því að raska sem minnst upplifun um ósnortið umhverfi Urriðavatns. Hönnun hússins var í höndum Basalt Arkitekta sem og innviðir sem hannaðir voru í samstarfi við Design Group Italia. Austfirskt lerki var notað í tréverk á staðnum og er sjálfbærni rauður þráður í allri hönnun til að styðja við virðingu gesta fyrir náttúrunni. Nánari upplýsingar um Vök baths má finna hér Skálinn Diner Sjötti áratugurinn ræður ríkjum í Skálanum Diner. Skálinn Diner er veitingastaður í 50´s stíl. Staðurinn er einstaklega skemmtilega hannaður og að sjálfsögðu er glymskratti á staðnum. Á Skálinn Diner er boðið er uppá morgunmat alla daga, heimilismat í hádeginu og fjölbreyttan matseðil. Matseðillinn inniheldur meðal annars hamborgara, djúpsteikta kjúklingabita, kótilettur, ýmsar samlokur og mjólkurhristinga af skemmtilegum gerðum. Einnig er hægt að fá allskonar tegundir af ís og nýtti Ferðaeyjan tækifærið og fékk sér ís. Við mælum með að ferðalangar á Austurlandið komi við á Skálinn Diner enda skemmtileg upplifun að njóta veitinga á þessum veitingastað. Sjá nánar hér
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira