Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2021 10:29 Harðir bardagar hafa beisað við landamæri Afganistans og Pakistans. EPA/M. SADIQ Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. Árið 2018 vann Siddiqui Pulitzer-verðlaun, auk annarra ljósmyndara fréttaveitunnar, fyrir myndir þeirra í tengslum við flótta Róhingjafólksins frá Mjanmar. Í tilkynningu Reuters segir að hann hafi verið skotinn til bana af vígamönnum Talibana, ásamt afgönskum liðsforingja. Ljósmyndarinn var á ferð með deild sérsveitarmanna í Kandahar í Afganistan og hafði verið að taka myndir og skrifa fréttir um bardaga þeirra við Talibana. Siddiqui hafði unnið fyrir Reuters frá 2010. Hann var frá Indlandi og hafði meðal annars starfað í Afganistan, Írak, Hong Kong og í Nepal í kjölfar jarðskjálfta. Í meðfylgjandi þræði má sjá myndir og myndskeið sem Siddiqui tók þegar Talibanar sátu fyrir honum og sérsveitarmönnunum fyrr í vikunni. Þá björguðu þeir særðum lögregluþjóni sem var umkringdur í útjaðri Kandahar-borgar. The Humvee in which I was travelling with other special forces was also targeted by at least 3 RPG rounds and other weapons. I was lucky to be safe and capture the visual of one of the rockets hitting the armour plate overhead. pic.twitter.com/wipJmmtupp— Danish Siddiqui (@dansiddiqui) July 13, 2021 Talibanar náðu stjórn á landamærunum fyrr í vikunni og hafa meðlimir stjórnarhersins reynt að ná tökum á landamærastöðinni aftur. AP fréttaveitan segir harða bardaga hafa geisað þar. Fréttaveitan hefur komið höndum yfir myndefni sem sýnir vígamenn Talibana fá aðhlynningu á sjúkrahúsi í Chaman í Pakistan. Ráðamenn í Afganistan hafa um langt skeið sakað Pakistana um að skýla Talibönum en vitað er að leiðtogar þeirra halda til þar í landi. Afganir og Bandaríkjamenn hafa einnig sakað Pakistan um að hleypa vígamönnum inn í landið til að fá aðhlynningu. Afganistan Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Árið 2018 vann Siddiqui Pulitzer-verðlaun, auk annarra ljósmyndara fréttaveitunnar, fyrir myndir þeirra í tengslum við flótta Róhingjafólksins frá Mjanmar. Í tilkynningu Reuters segir að hann hafi verið skotinn til bana af vígamönnum Talibana, ásamt afgönskum liðsforingja. Ljósmyndarinn var á ferð með deild sérsveitarmanna í Kandahar í Afganistan og hafði verið að taka myndir og skrifa fréttir um bardaga þeirra við Talibana. Siddiqui hafði unnið fyrir Reuters frá 2010. Hann var frá Indlandi og hafði meðal annars starfað í Afganistan, Írak, Hong Kong og í Nepal í kjölfar jarðskjálfta. Í meðfylgjandi þræði má sjá myndir og myndskeið sem Siddiqui tók þegar Talibanar sátu fyrir honum og sérsveitarmönnunum fyrr í vikunni. Þá björguðu þeir særðum lögregluþjóni sem var umkringdur í útjaðri Kandahar-borgar. The Humvee in which I was travelling with other special forces was also targeted by at least 3 RPG rounds and other weapons. I was lucky to be safe and capture the visual of one of the rockets hitting the armour plate overhead. pic.twitter.com/wipJmmtupp— Danish Siddiqui (@dansiddiqui) July 13, 2021 Talibanar náðu stjórn á landamærunum fyrr í vikunni og hafa meðlimir stjórnarhersins reynt að ná tökum á landamærastöðinni aftur. AP fréttaveitan segir harða bardaga hafa geisað þar. Fréttaveitan hefur komið höndum yfir myndefni sem sýnir vígamenn Talibana fá aðhlynningu á sjúkrahúsi í Chaman í Pakistan. Ráðamenn í Afganistan hafa um langt skeið sakað Pakistana um að skýla Talibönum en vitað er að leiðtogar þeirra halda til þar í landi. Afganir og Bandaríkjamenn hafa einnig sakað Pakistan um að hleypa vígamönnum inn í landið til að fá aðhlynningu.
Afganistan Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira