Stefnir embættismönnum fyrir að hafa dreift myndbandi af morði dóttur sinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 09:45 Bianca var myrt fyrir tveimur árum síðan af kærastanum sínum en þau voru á leiðinni heim af tónleikum í Queens. Getty/Spencer Platt Móðir sautján ára gamallar stúlku, sem var myrt árið 2019, hefur stefnt opinberum embættismönnum í New York fyrir að hafa deilt myndbandi, þar sem stúlkan sást stunda kynlíf og var síðar myrt, með fjölmiðlum. Morðið á Biöncu Devins, sem var aðeins sautján ára gömul, vakti mikla athygli eftir að morðingi hennar deildi myndum sem sýndu morðið á samfélagsmiðlum. Hann hafði tekið morðið upp a myndband en áður en hann myrti hana höfðu þau sofið saman og morðinginn tekið það upp á myndband sömuleiðis. Fjölskylda Devins segir nú að opinberir embættismenn hafi deilt myndbandinu, sem morðinginn tók upp, með framleiðsluteymi sem vinnur að gerð heimildamyndar um morðið. Fjölskyldan hefur stefnt stjórnarumdæminu Oneida í New York fylki og opinberum embættismönnum í sýslunni, þar á meðal Scott McNamara, héraðssaksóknara. Í stefnunni segir að hinir stefndu hafi verið óréttlátir gagnvart fórnarlambinu með því að hafa deilt sönnunargögnum með fjölmiðlum, sem ætla að fjalla um málið. Þá segir í stefnunni að Kimberly Devins, móðir Biöncu, hafi verið viti sínu fjær þegar hún komst að því að myndbandinu sem Brandon Clark, morðingi Biöncu, tók upp hafi verið deilt. Hún hræðist nú að myndefni af þeim stunda kynlíf muni fara í dreifingu á netinu eins og myndefni af morðinu sjálfu gerði á sínum tíma. Þá eru embættismennirnir sakaðir um að hafa brotið alríkislög um dreifingu barnakláms, þar sem hluti af myndefninu sýni Biöncu og Brandon Clark sofa saman áður en hann myrðir hana. Nettröll senda móðurinni ennþá myndir af líki dóttur hennar Bianca Devins var myrt í júlí 2019 af Clark, sem þá var 21 árs. Þau voru í bíl á leiðinni heim eftir tónleika í Queens í New York þegar Clark stakk hana með eggvopni. Hann tók upp myndband af morðinu og birti grafískar myndir af líki Biöncu á samfélagsmiðlum, til dæmis Snapchat og Instagram, auk þess sem hann deildi myndunum á spjallrás á Discord, sem vinir hennar notuðu. Hann gerði tilraun til að taka eigið líf eftir morðið en lifði þá tilraun af. Hann var sakfelldur fyrir morðið og dæmmdur í 25 ára fangelsi í mars á þessu ári. Myndirnar sem Clark deildi á samfélagsmiðlum fóru eins og eldur í sinu um internetið í kjölfar morðsins. Það varð til þess að fjöldi fólks fylgdi þeim báðum á Instagram og nettröll nýttu sér tækifærið og bjuggu til Instagram-síður, undir nafni Clarks og Biöncu, og deildu myndum af morðinu. Að sögn Kimberly Devins sækja nettröll en á hana og senda henni grafískar myndir af líki dóttur hennar. Bandaríkin Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Morðið á Biöncu Devins, sem var aðeins sautján ára gömul, vakti mikla athygli eftir að morðingi hennar deildi myndum sem sýndu morðið á samfélagsmiðlum. Hann hafði tekið morðið upp a myndband en áður en hann myrti hana höfðu þau sofið saman og morðinginn tekið það upp á myndband sömuleiðis. Fjölskylda Devins segir nú að opinberir embættismenn hafi deilt myndbandinu, sem morðinginn tók upp, með framleiðsluteymi sem vinnur að gerð heimildamyndar um morðið. Fjölskyldan hefur stefnt stjórnarumdæminu Oneida í New York fylki og opinberum embættismönnum í sýslunni, þar á meðal Scott McNamara, héraðssaksóknara. Í stefnunni segir að hinir stefndu hafi verið óréttlátir gagnvart fórnarlambinu með því að hafa deilt sönnunargögnum með fjölmiðlum, sem ætla að fjalla um málið. Þá segir í stefnunni að Kimberly Devins, móðir Biöncu, hafi verið viti sínu fjær þegar hún komst að því að myndbandinu sem Brandon Clark, morðingi Biöncu, tók upp hafi verið deilt. Hún hræðist nú að myndefni af þeim stunda kynlíf muni fara í dreifingu á netinu eins og myndefni af morðinu sjálfu gerði á sínum tíma. Þá eru embættismennirnir sakaðir um að hafa brotið alríkislög um dreifingu barnakláms, þar sem hluti af myndefninu sýni Biöncu og Brandon Clark sofa saman áður en hann myrðir hana. Nettröll senda móðurinni ennþá myndir af líki dóttur hennar Bianca Devins var myrt í júlí 2019 af Clark, sem þá var 21 árs. Þau voru í bíl á leiðinni heim eftir tónleika í Queens í New York þegar Clark stakk hana með eggvopni. Hann tók upp myndband af morðinu og birti grafískar myndir af líki Biöncu á samfélagsmiðlum, til dæmis Snapchat og Instagram, auk þess sem hann deildi myndunum á spjallrás á Discord, sem vinir hennar notuðu. Hann gerði tilraun til að taka eigið líf eftir morðið en lifði þá tilraun af. Hann var sakfelldur fyrir morðið og dæmmdur í 25 ára fangelsi í mars á þessu ári. Myndirnar sem Clark deildi á samfélagsmiðlum fóru eins og eldur í sinu um internetið í kjölfar morðsins. Það varð til þess að fjöldi fólks fylgdi þeim báðum á Instagram og nettröll nýttu sér tækifærið og bjuggu til Instagram-síður, undir nafni Clarks og Biöncu, og deildu myndum af morðinu. Að sögn Kimberly Devins sækja nettröll en á hana og senda henni grafískar myndir af líki dóttur hennar.
Bandaríkin Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira