Afléttingar á Bretlandi eiga ekki við ferðalanga frá Frakklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 12:43 Ferðalangar á leið til Englands og Wales frá Frakklandi munu þurfa að fara í tíu daga sóttkví og tvö Covid-próf við komuna til landsins, óháð bólusetningu. EPA-EFE/LUIS FORRA Frá og með næsta mánudegi munu fullbólusettir ferðamenn sem eru á leiðinni til Englands og Wales frá Frakklandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta gildir ekki um ferðalanga frá öðrum ríkjum en stjórnvöld hræðast að Beta-afbrigði veirunnar sé ónæmt fyrir bóluefninu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Beta-afbrigði veirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, telur um tíu prósent nýsmita í Frakklandi, þar á meðal frönsku yfirráðasvæðanna Reunion og Mayotte, sem eru í Indlandshafi. Þar eru nær öll nýsmit af Beta-afbrigðinu. Yfirvöld hræðast að nái Beta-afbrigðið að dreifa úr sér á Bretlandi muni staðan versna til muna en Delta-afbrigðið, sem talið er talsvert skæðara en Beta-afbrigðið, telur nær öll nýsmit á Bretlandseyjum um þessar mundir. „Við höfum alltaf verið skýr með það að við munum ekki hika við að grípa til hraðra aðgerða á landamærunum til að stöðva útbreiðslu Covid-19 og vernda þá framför sem hefur orðið hér á landi með bólusetningu landsmanna,“ segir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands. „Nú þegar aflétting takmarkana tekur gildi á mánudag um land allt munum við gera allt til þess að tryggja að alþjóðleg ferðalög fari fram á eins öruggan hátt og hægt er, og að við verndum landamæri okkar frá ógn annarra afbrigða.“ Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af ferðaþjónustunni á Bretlandi og segja ferðaþjónustufyrirtæki að ákvörðunin sé ruglandi. „Bretland hefur enga staðfasta stefnu þegar kemur að alþjóðlegum ferðalögum,“ segir Willie Walsh, framkvæmdastjóri Alþjóðaflugumferðasamtakanna IATA. Hann segir Bretland „skemma sinn eigin ferðamannaiðnað og þúsundir starfa séu í húfi.“ Með sóttkvíarskyldunni munu allir ferðamenn sem hafa verið í Frakklandi innan tíu daga frá ferðalagi til Bretlands þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Þeir þurfa sjálfir að útvega sér húsnæði til að fara í sóttkví í og munu þurfa að fara í Covid-19 próf tveimur og átta dögum eftir komuna til landsins, óháð því hvort þeir séu bólusettir eða ekki. Þetta á líka við fullbólusetta einstaklinga sem hafa ferðast frá græn- eða gulmerktum löndum til Bretlands með milligöngu í Frakklandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Beta-afbrigði veirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, telur um tíu prósent nýsmita í Frakklandi, þar á meðal frönsku yfirráðasvæðanna Reunion og Mayotte, sem eru í Indlandshafi. Þar eru nær öll nýsmit af Beta-afbrigðinu. Yfirvöld hræðast að nái Beta-afbrigðið að dreifa úr sér á Bretlandi muni staðan versna til muna en Delta-afbrigðið, sem talið er talsvert skæðara en Beta-afbrigðið, telur nær öll nýsmit á Bretlandseyjum um þessar mundir. „Við höfum alltaf verið skýr með það að við munum ekki hika við að grípa til hraðra aðgerða á landamærunum til að stöðva útbreiðslu Covid-19 og vernda þá framför sem hefur orðið hér á landi með bólusetningu landsmanna,“ segir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands. „Nú þegar aflétting takmarkana tekur gildi á mánudag um land allt munum við gera allt til þess að tryggja að alþjóðleg ferðalög fari fram á eins öruggan hátt og hægt er, og að við verndum landamæri okkar frá ógn annarra afbrigða.“ Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af ferðaþjónustunni á Bretlandi og segja ferðaþjónustufyrirtæki að ákvörðunin sé ruglandi. „Bretland hefur enga staðfasta stefnu þegar kemur að alþjóðlegum ferðalögum,“ segir Willie Walsh, framkvæmdastjóri Alþjóðaflugumferðasamtakanna IATA. Hann segir Bretland „skemma sinn eigin ferðamannaiðnað og þúsundir starfa séu í húfi.“ Með sóttkvíarskyldunni munu allir ferðamenn sem hafa verið í Frakklandi innan tíu daga frá ferðalagi til Bretlands þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Þeir þurfa sjálfir að útvega sér húsnæði til að fara í sóttkví í og munu þurfa að fara í Covid-19 próf tveimur og átta dögum eftir komuna til landsins, óháð því hvort þeir séu bólusettir eða ekki. Þetta á líka við fullbólusetta einstaklinga sem hafa ferðast frá græn- eða gulmerktum löndum til Bretlands með milligöngu í Frakklandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira