Hent berbrjósta upp úr Sky Lagoon: „Ég er alltaf ber að ofan í sundi“ Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2021 18:02 Diljá var vísað á dyr í Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Diljá Sigurðardóttir/Sky Lagoon Diljá Sigurðardóttur var vísað upp úr Sky Lagoon í dag fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Diljá ætlaði að gera sér glaðan dag með kærasta sínum í tilefni sambandsafmælis þeirra og bauð honum því í Sky Lagoon, baðlón á Kársnesi. Hún hefur að eigin sögn farið ber að ofan í sund síðastliðin fimm ár í þeim tilgangi að gengisfella geirvörtur kvenna sem eitthvað sem hægt sé að nota gegn konum, t.d. í gegnum stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir að það að geirvörtur kvenna séu álitnar kynferðislegar sé samfélagslegt fyrirbæri, ekki líffræðilegt. Diljá kynnti sér reglur Sky Lagoon til öryggis og komst að því að þar er hvergi minnst á að konur þurfi að hylja brjóst sín. Eina reglan er að allir gestir þurfa að klæðast baðfötum, sem hún gerði svo sannarlega. Hún bendir á að ekkert hafi verið aðhafst yfir því að kærasti hennar hafi ekki verið í topp. Yrði fylgt upp úr af starfsmönnum ef hún færi ekki í topp Diljá og kærasti hennar höfðu verið í lóninu í um hálftíma þegar starfsmaður lónsins gefur sig að tali við þau og segir að Diljá þurfi að vera í bikinítoppi. Hún neitaði að gera það og benti starfsmanninum á að það væri kynjamismunun að krefjast þess af henni. Starfsmaðurinn náði þá í framkvæmdastjóra Sky Lagoon sem tjáði Diljá að hún þyrfti að fara í toppa ellegar myndu „starfsmenn fylgja henni upp úr lóninu.“ Framkvæmdarstjórinn gaf þá skýringu að gestir lónsins komi frá mismunandi menningarheimum. Diljá veltir því fyrir sér hvort blygðungarkennd ferðamanna vegi þyngra en landslög. Ljóst er að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna banna mismunun á grundvelli kyns. Diljá segist hafa grátið af reiði í miðju lóninu þar sem henni fannst svo gróflega brotið á réttindum sínum. Hún dreif sig upp úr lóninu enda hafði hún engan áhuga á því að fara í topp eftir hótanir framkvæmdastjórans um brottrekstur. Hún dreif sig reyndar svo mikið að hún fór ekki einu sinni í sokka. „Ég vildi bara komast burt sem fyrst,“ segir hún. Kærasti Diljár fór einnig upp úr en hann fór ekki án þess að fara fram á endurgreiðslu enda kostar aðgangur að lóninu sinn skilding. Diljá segir að Sky Lagoon hafi þegar endurgreitt sér aðgangsverðið. Oftast er ekkert tiltökumál að vera ber að ofan í sundi Sem áður segir hefur Diljá farið ber að ofan í sund síðustu fimm ár. Hún hefur einungis einu sinni lent í vandræðum vegna þess en það var árið 2017 þegar henni var gert að yfirgefa Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Hún segir að í kjölfar Free the nipple byltingarinnar hafi meginþorri sundalauga landsins sett reglur um að allir megi vera berir að ofan, óháð kyni. Sundlaugar Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Diljá ætlaði að gera sér glaðan dag með kærasta sínum í tilefni sambandsafmælis þeirra og bauð honum því í Sky Lagoon, baðlón á Kársnesi. Hún hefur að eigin sögn farið ber að ofan í sund síðastliðin fimm ár í þeim tilgangi að gengisfella geirvörtur kvenna sem eitthvað sem hægt sé að nota gegn konum, t.d. í gegnum stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir að það að geirvörtur kvenna séu álitnar kynferðislegar sé samfélagslegt fyrirbæri, ekki líffræðilegt. Diljá kynnti sér reglur Sky Lagoon til öryggis og komst að því að þar er hvergi minnst á að konur þurfi að hylja brjóst sín. Eina reglan er að allir gestir þurfa að klæðast baðfötum, sem hún gerði svo sannarlega. Hún bendir á að ekkert hafi verið aðhafst yfir því að kærasti hennar hafi ekki verið í topp. Yrði fylgt upp úr af starfsmönnum ef hún færi ekki í topp Diljá og kærasti hennar höfðu verið í lóninu í um hálftíma þegar starfsmaður lónsins gefur sig að tali við þau og segir að Diljá þurfi að vera í bikinítoppi. Hún neitaði að gera það og benti starfsmanninum á að það væri kynjamismunun að krefjast þess af henni. Starfsmaðurinn náði þá í framkvæmdastjóra Sky Lagoon sem tjáði Diljá að hún þyrfti að fara í toppa ellegar myndu „starfsmenn fylgja henni upp úr lóninu.“ Framkvæmdarstjórinn gaf þá skýringu að gestir lónsins komi frá mismunandi menningarheimum. Diljá veltir því fyrir sér hvort blygðungarkennd ferðamanna vegi þyngra en landslög. Ljóst er að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna banna mismunun á grundvelli kyns. Diljá segist hafa grátið af reiði í miðju lóninu þar sem henni fannst svo gróflega brotið á réttindum sínum. Hún dreif sig upp úr lóninu enda hafði hún engan áhuga á því að fara í topp eftir hótanir framkvæmdastjórans um brottrekstur. Hún dreif sig reyndar svo mikið að hún fór ekki einu sinni í sokka. „Ég vildi bara komast burt sem fyrst,“ segir hún. Kærasti Diljár fór einnig upp úr en hann fór ekki án þess að fara fram á endurgreiðslu enda kostar aðgangur að lóninu sinn skilding. Diljá segir að Sky Lagoon hafi þegar endurgreitt sér aðgangsverðið. Oftast er ekkert tiltökumál að vera ber að ofan í sundi Sem áður segir hefur Diljá farið ber að ofan í sund síðustu fimm ár. Hún hefur einungis einu sinni lent í vandræðum vegna þess en það var árið 2017 þegar henni var gert að yfirgefa Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Hún segir að í kjölfar Free the nipple byltingarinnar hafi meginþorri sundalauga landsins sett reglur um að allir megi vera berir að ofan, óháð kyni.
Sundlaugar Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira