Gosvirkni aftur fallin niður í Fagradalsfjalli Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júlí 2021 23:06 Myndarlegar hraunár flæddu til austurs niður í Meradali frá eldgígnum síðdegis í gær, sem vefmyndavél Almannavarna og Veðurstofu fangaði. Almannavarnir, Veðurstofa Íslands/vefmyndavél. Eldstöðin í Fagradalsfjalli virðist aftur lögst í dvala eftir sólarhrings goshrinu. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sýna að gosvirkni féll niður síðdegis. „Gosórói féll niður rétt fyrir klukkan fimm,“ sagði Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í kvöld. Ekkert hefur sést til gígsins á vefmyndavélum í kvöld vegna slæms skyggnis og því segir Einar erfitt að segja til um stöðuna. Á vefmyndavél í Meradölum sást þó að hraun rann ekki lengur á yfirborði. Einar telur þó ekki hægt að útiloka að það renni undir yfirborði. Miðað við það sem lesa má út úr óróaritinu segir Einar það gefa svipaða mynd í kvöld og var þegar engin virkni sást í gígnum. Óróaritið klukkan 23 í kvöld.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn merktu eðlisbreytingu á eldgosinu fyrir rúmum þremur vikum þegar hlé varð á gosvirkni í fyrsta sinn frá upphafi gossins þann 19. mars. Síðan hafa skipst á mislangar goshrinur og goshlé, lengsta hléið í fjóra sólarhringa í síðustu viku. Þá tók við fimm sólarhringa goshrina um síðustu helgi sem lauk aðfararnótt fimmtudags. Gosið tók sig svo aftur upp síðdegis í gær, föstudag. Ekki er að sjá neina reglu á lengd goshléa og því til lítils að spá hvenær eða hvort eldgígurinn vaknar á ný. Hér má fylgjast með breytingum á óróariti frá jarðskjálftamæli við Grindavík. Uppfært klukkan 6.20: Eldgosið tók aftur við sér í nótt Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. 17. júlí 2021 14:07 Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. 15. júlí 2021 11:12 Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
„Gosórói féll niður rétt fyrir klukkan fimm,“ sagði Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í kvöld. Ekkert hefur sést til gígsins á vefmyndavélum í kvöld vegna slæms skyggnis og því segir Einar erfitt að segja til um stöðuna. Á vefmyndavél í Meradölum sást þó að hraun rann ekki lengur á yfirborði. Einar telur þó ekki hægt að útiloka að það renni undir yfirborði. Miðað við það sem lesa má út úr óróaritinu segir Einar það gefa svipaða mynd í kvöld og var þegar engin virkni sást í gígnum. Óróaritið klukkan 23 í kvöld.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn merktu eðlisbreytingu á eldgosinu fyrir rúmum þremur vikum þegar hlé varð á gosvirkni í fyrsta sinn frá upphafi gossins þann 19. mars. Síðan hafa skipst á mislangar goshrinur og goshlé, lengsta hléið í fjóra sólarhringa í síðustu viku. Þá tók við fimm sólarhringa goshrina um síðustu helgi sem lauk aðfararnótt fimmtudags. Gosið tók sig svo aftur upp síðdegis í gær, föstudag. Ekki er að sjá neina reglu á lengd goshléa og því til lítils að spá hvenær eða hvort eldgígurinn vaknar á ný. Hér má fylgjast með breytingum á óróariti frá jarðskjálftamæli við Grindavík. Uppfært klukkan 6.20: Eldgosið tók aftur við sér í nótt
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. 17. júlí 2021 14:07 Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. 15. júlí 2021 11:12 Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. 17. júlí 2021 14:07
Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. 15. júlí 2021 11:12
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56