Sport

Tveir Ólympíu­farar hafa greinst smitaðir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þrír í Ólympíuþorpinu hafa nú greinst smitaðir af veirunni.
Þrír í Ólympíuþorpinu hafa nú greinst smitaðir af veirunni. Getty/Michael Kappeler

Tveir íþróttamenn í Ólympíuþorpinu hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni, aðeins fimm dögum áður en Ólympíuleikarnir hefjast. Íþróttamennirnir eru frá sama landinu og eru í sömu íþrótt og starfsmaðurinn sem greindist smitaður í gær. 

Aðrir meðlimir Ólympíuliðs hinna smituðu hafa verið sendir í sóttkví á herbergjum sínum. Greint var frá því í gær að smit hafi greinst hjá starfsmanni eins liðsins í Ólympíuþorpinu en enn fleiri hafa greinst smitaðir, þó ekki í þorpinu sjálfu. 

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins greindu mótshaldarar frá því í morgun að alls hafi tíu, sem tengjast Ólympíuleikunum á einhvern hátt, greinst smitaðir af veirunni í gær. Þar á meðal séu fréttamenn, verktakar og aðrir sem komi að mótinu. Fimmtán tengdir Ólympíuleikunum greidust smitaðir í fyrradag. 

Sóttvarnareglur í Ólympíuþorpinu í Tókýó Japan eru mjög strangar. Engir áhorfendur fá að fylgjast með leikunum á staðnum, samgangur á milli hópa innan þorpsins verður mjög takmarkaður og eru sýni hjá íþróttamönnum tekin daglega. 


Tengdar fréttir

Smit í Ólympíuþorpinu vekur áhyggjur

Mótshaldarar Ólympíuleikana í Japan hafa staðfest smit í Ólympíuþorpinu en fjölmiðlar greina frá þessu í morgun. Smitið kom upp innan veggja Ólympíuþorsins.

Guðni kvaddi Ólympíu­farana

Forsetinn kvaddi í dag íslensku Ólympíufarana á Bessastöðum, áður en þeir héldu af stað til Tókýó í Japan, þar sem leikar hefjast eftir tíu daga.

Engir á­horf­endur á Ólympíu­leikunum

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×