Innlent

Gosmóðan er komin aftur

Árni Sæberg skrifar
Gosmóðan sást vel út um glugga fréttastofu Vísis á dögunum.
Gosmóðan sást vel út um glugga fréttastofu Vísis á dögunum. Vísir/Vésteinn

Nokkur gosmengun mælist nú yfir höfuðborgarsvæðinu. Gosmóðan sem nú svífur yfir kemur ekki beint frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli heldur er um eldri gasmökk að ræða sem hefur verið fyrir utan landið.

Gosmóðan hefur borist inn að landi í vestanáttinni sem ríkt hefur undanfarið. Hægviðri í dag gerir að það að verkum að gosmóðan staldrar við yfir höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands segir að gildi brennisteinstvíoxíðs og súlfatagna hafi ekki mælst svo há að almenningi sé ráðlagt að halda sig innandyra en sé fólk viðkvæmt fyrir loftmengun getur það fundið fyrir einkennum svo sem sviða í hálsi og auknum astma einkennum. Mælst er til þess að ung börn sofi ekki úti í vagni.

Áhugasömum er bent á að skoða vefsíðu Umhverfisstofnunar og fylgjast með gildi brennisteinstvíoxíðs (SO2).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×