Brynjólfur Willumsson hóf leik í fremstu víglínu Kristiansund og lék fyrstu 83 mínútur leiksins.
Viðar Ari Jónsson var á kantinum hjá Sandefjord og lék allan leikinn.
Hvorugur Íslendinganna komst á blað en leiknum lauk með 2-0 sigri Kristiansund sem styrkti þar með stöðu sína í 3.sæti deildarinnar.
Viðar Ari og félagar hins vegar í 10.sæti deildarinnar en hafa leikið tveimur leikjum færra en mörg önnur lið deildarinnar.