Koeman: Messi líklegastur til að vinna Gullboltann í ár Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2021 07:01 Má illa við því að missa Messi burt. vísir/getty Ronald Koeman, stjóri Barcelona, fer ekki í felur með að alvarleg fjárhagsstaða félagsins hafi áhrif á undirbúning liðsins fyrir spænsku úrvalsdeildina. Koeman er þó vongóður um að Lionel Messi verði hluti af leikmannahópnum þegar mótið byrjar á nýjan leik en Messi er samningslaus og má ganga að því sem gefnu að til hans streymi nú ýmis boð um gull og græna skóga víða um veröld. Þrátt fyrir að PSG og Man City hafi lagt mikla áherslu á að klófesta Argentínumanninn knáa eru taldar mestar líkur á að hann verði um kyrrt í Barcelona. „Það er mjög mikilvægt. Við sjáum það á síðasta tímabili, eftir erfiða byrjun, að hann er ennþá besti leikmaður í heimi,“ segir Koeman um Messi. „Messi er fyrirliðinn okkar og fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Hann er alltaf að sýna það að hann sé bestur í heimi. Ég veit hversu mikið hann vildi vinna Copa America. Hann er líklegastur til að vinna Gullboltann í ár,“ segir Koeman. He may of not yet signed a new contract, but Ronald Koeman is expecting another enormous campaign from Leo Messi. #beINLiga #FCBhttps://t.co/H2zirfboIK— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) July 18, 2021 Mikið hefur verið skrifað um vandræði Barcelona fjárhagslega en Koeman kveðst ánægður með frammistöðu félagsins á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Við höfum gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar. Við höfum fengið leikmenn á borð við Memphis Depay, Sergio Aguero og Eric Garcia og þeir koma allir frítt. Ef ég mun fá pening til leikmannakaupa munum við skoða hvar við viljum styrkja liðið.“ „Við gerum alltaf miklar kröfur. Við vitum ekki enn hvernig liðið mun líta út vegna fjárhagsstöðunnar hjá félaginu,“ viðurkennir Koeman þó engan bilbug sé á honum að finna. „Við viljum hafa eins góðan leikmannahóp og mögulegt er. Við erum stórt félag, Barcelona og við ætlum alltaf að vinna titla.“ Spænski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira
Koeman er þó vongóður um að Lionel Messi verði hluti af leikmannahópnum þegar mótið byrjar á nýjan leik en Messi er samningslaus og má ganga að því sem gefnu að til hans streymi nú ýmis boð um gull og græna skóga víða um veröld. Þrátt fyrir að PSG og Man City hafi lagt mikla áherslu á að klófesta Argentínumanninn knáa eru taldar mestar líkur á að hann verði um kyrrt í Barcelona. „Það er mjög mikilvægt. Við sjáum það á síðasta tímabili, eftir erfiða byrjun, að hann er ennþá besti leikmaður í heimi,“ segir Koeman um Messi. „Messi er fyrirliðinn okkar og fyrirmynd fyrir aðra leikmenn. Hann er alltaf að sýna það að hann sé bestur í heimi. Ég veit hversu mikið hann vildi vinna Copa America. Hann er líklegastur til að vinna Gullboltann í ár,“ segir Koeman. He may of not yet signed a new contract, but Ronald Koeman is expecting another enormous campaign from Leo Messi. #beINLiga #FCBhttps://t.co/H2zirfboIK— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) July 18, 2021 Mikið hefur verið skrifað um vandræði Barcelona fjárhagslega en Koeman kveðst ánægður með frammistöðu félagsins á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Við höfum gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar. Við höfum fengið leikmenn á borð við Memphis Depay, Sergio Aguero og Eric Garcia og þeir koma allir frítt. Ef ég mun fá pening til leikmannakaupa munum við skoða hvar við viljum styrkja liðið.“ „Við gerum alltaf miklar kröfur. Við vitum ekki enn hvernig liðið mun líta út vegna fjárhagsstöðunnar hjá félaginu,“ viðurkennir Koeman þó engan bilbug sé á honum að finna. „Við viljum hafa eins góðan leikmannahóp og mögulegt er. Við erum stórt félag, Barcelona og við ætlum alltaf að vinna titla.“
Spænski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira