Viska kattarins eða fé til Hagstofunnar? Kári Gautason skrifar 19. júlí 2021 11:30 Í ævintýri Lewis Carroll frá 1865 spyr Lísa köttinn á vegamótum í Undralandi í hvora áttina hún skuli halda. Hann svarar því glottandi að það fari nú svolítið eftir því hvert hún sé að fara. Hún segir að það skipti hana litlu svo fremi að hún komist eitthvert. Kötturinn svarar að það gildi þá einu hvora leiðina hún velji. Hún muni komast á leið ef hún haldi nógu lengi áfram. Viska kattarins kom mér í hug þegar ég glímdi við tiltölulega einfalda spurningu: Hverjar eru tekjur bænda? Um daginn voru birtar tölur um regluleg laun launafólks á árinu 2020 af Hagstofu Íslands. Niðurstaðan var sú að laun höfðu hækkað, lægstu launin mest og hærri launin minna. Helmingur launafólks var með regluleg laun á bilinu 480 til 749 þúsund krónur á mánuði. Mælistika á stefnumarkmið Ísland, líkt og þorri þjóða í heiminum styður sinn landbúnað, bæði með tollvernd og beinum framlögum. Það er gert á grunni búvörulaga sem hafa meðal annars það markmið að kjör þeirra sem stunda landbúnað séu í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Þetta markmið má rekja til afurðasölu- og kjötsölulaga frá því í kreppunni miklu. En þegar þau voru sett var Ísland sveitaþjóð, mun stærri hluti landsmanna bjó í sveit en nú er og það fólk sem bjó á mölinni var nýkomið úr sveitinni. Sambærileg ákvæði um að tryggja sanngjörn lífskjör fyrir bændur má finna í lagabálkum Evrópusambandsins og Bandaríkja Norður-Ameríku sem um landbúnað fjalla. Laun bænda ættu því að vera ein helsta mælistikann á það hvort stuðningur við landbúnað sé að ná markmiði sínu. 330 þúsund líklega vanáætlun Það er hinsvegar ákaflega snúið að öðlast gott mat á því hver raunlaun bænda eru. Bændur eru atvinnurekendur en ekki launafólk. Margir kjósa að greiða sér lág laun – vitandi að peningar sem þeir skilja eftir í búinu geti ávaxtað sig ágætlega með því að fjárfesta í búskapnum. Því þyrfti að hafa vitneskju bæði um eignastöðu og tekjur bænda, ásamt því að hafa gott mat á fjölda vinnustunda í landbúnaði – til þess að staðla tekjurnar miðað við fastan fjölda vinnustunda. Nánast ekkert af þessu er til staðar í nægjanlega góðum gæðum til þess að fullyrða eithvað um það hvort að laun bænda séu að hækka, lækka eða hvort að þau séu í nánu samræmi við kjör annarra stétta. Bestu upplýsingarnar eru uppgjör Hagstofunnar á afkomu landbúnaðarins – en þau miða að því að hægt sé að meta hversu mikið endurgjald er til hinna ýmsu framleiðsluþátta, vinnuafls, lands og fjármagns. Sé endurgjaldið dregið frá verðmætunum sem eftir verða fæst mat á það sem bóndinn sjálfur heldur eftir. Sé þessi stærð, auk launagreiðslna tekin saman og sett í samhengi við vinnumagnsmat Hagstofunnar og staðlað upp í 1500 stunda ársverk, fæst sú niðurstaða að launagreiðslur per bónda séu um 330 þúsund krónur á mánuði (árið 2019). Það er sennilega vanáætlað, vegna þess að erfitt er að áætla vinnutíma bænda, en getur hinsvegar gefið vísbendingu. Kostajarðir metnar sem smábíll Alltaf er varhugavert að álykta á grunni meðaltala. Bændur eru ólíkir og líklega er verulegur tekjuójöfnuður á milli bænda eftir búgreinum. Nærtækt dæmi eru sauðfjárbændur, en afurðaverð á lambakjöti hrundi fyrir að verða hálfum áratug og hefur lítið haggast síðan. Þess hlýtur að sjá stað í tekjum þeirra á meðan öðrum bændum hefur vegnað betur. Upplýsingar um þetta hljóta að vera mikilvægar til þess að taka ákvarðanir um betrumbætur. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Hagstofa Evrópusambandsins hefur fjallað nokkuð um þetta og reynir að nálgast þessar stærðir með því að vinna grunngögnin, þannig að minni búum, sem oft eru ekki heilt ársverk eru fjarlægð og svo framvegis. Þá notar Bandaríska landbúnaðarráðuneytið þá aðferð að taka saman allar tekjur bænda og gera upp eftir hvort þær eru runnar úr búskapnum eða utan bús. Þá leggja þeir mat á eignastöðu bænda með því að reikna markaðsverð á jarðirnar. Slíkt er ekki gert á Íslandi og eru flestar bújarðir, þó að kostajarðir séu, verðmetnar á fáein hundruð þúsund, eða álíka og notaður smábíll. Greina þarf afkomuna betur Ég tel að betrumbæta þyrfti hagtölur landbúnaðarins með því að greina afkomu bænda betur. Fyrir áratug var Hagþjónusta landbúnaðarins lögð niður og verkefnin flutt til Hagstofu Íslands og Landbúnaðarháskólans. Það virðist hinsvegar hafa gleymst að færa Hagstofunni aukið fé til þess að sinna þessum verkefnum. Áður en valdar eru leiðir í kjaramálum bænda og ákvarðanir teknar um hvernig uppfylla eigi markmið búvörulaga um sambærileg kjör, væri gott og nauðsynlegt að vita meira. Skynsamlegt væri að huga að þessu atriði þegar Hagstofu Íslands er skammtað fé á næstu fjárlögum svo að hægt sé að meta árangur af stuðningi við landbúnað á grunni markmiða þeirra laga sem um hann fjalla. Að öðrum kosti verður bara að fara að ráðum kattarins með glottið og halda áfram út í buskann nógu lengi til þess að það miði í rétta átt. Höfundur er sérfræðingur hjá Bændasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Kári Gautason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í ævintýri Lewis Carroll frá 1865 spyr Lísa köttinn á vegamótum í Undralandi í hvora áttina hún skuli halda. Hann svarar því glottandi að það fari nú svolítið eftir því hvert hún sé að fara. Hún segir að það skipti hana litlu svo fremi að hún komist eitthvert. Kötturinn svarar að það gildi þá einu hvora leiðina hún velji. Hún muni komast á leið ef hún haldi nógu lengi áfram. Viska kattarins kom mér í hug þegar ég glímdi við tiltölulega einfalda spurningu: Hverjar eru tekjur bænda? Um daginn voru birtar tölur um regluleg laun launafólks á árinu 2020 af Hagstofu Íslands. Niðurstaðan var sú að laun höfðu hækkað, lægstu launin mest og hærri launin minna. Helmingur launafólks var með regluleg laun á bilinu 480 til 749 þúsund krónur á mánuði. Mælistika á stefnumarkmið Ísland, líkt og þorri þjóða í heiminum styður sinn landbúnað, bæði með tollvernd og beinum framlögum. Það er gert á grunni búvörulaga sem hafa meðal annars það markmið að kjör þeirra sem stunda landbúnað séu í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Þetta markmið má rekja til afurðasölu- og kjötsölulaga frá því í kreppunni miklu. En þegar þau voru sett var Ísland sveitaþjóð, mun stærri hluti landsmanna bjó í sveit en nú er og það fólk sem bjó á mölinni var nýkomið úr sveitinni. Sambærileg ákvæði um að tryggja sanngjörn lífskjör fyrir bændur má finna í lagabálkum Evrópusambandsins og Bandaríkja Norður-Ameríku sem um landbúnað fjalla. Laun bænda ættu því að vera ein helsta mælistikann á það hvort stuðningur við landbúnað sé að ná markmiði sínu. 330 þúsund líklega vanáætlun Það er hinsvegar ákaflega snúið að öðlast gott mat á því hver raunlaun bænda eru. Bændur eru atvinnurekendur en ekki launafólk. Margir kjósa að greiða sér lág laun – vitandi að peningar sem þeir skilja eftir í búinu geti ávaxtað sig ágætlega með því að fjárfesta í búskapnum. Því þyrfti að hafa vitneskju bæði um eignastöðu og tekjur bænda, ásamt því að hafa gott mat á fjölda vinnustunda í landbúnaði – til þess að staðla tekjurnar miðað við fastan fjölda vinnustunda. Nánast ekkert af þessu er til staðar í nægjanlega góðum gæðum til þess að fullyrða eithvað um það hvort að laun bænda séu að hækka, lækka eða hvort að þau séu í nánu samræmi við kjör annarra stétta. Bestu upplýsingarnar eru uppgjör Hagstofunnar á afkomu landbúnaðarins – en þau miða að því að hægt sé að meta hversu mikið endurgjald er til hinna ýmsu framleiðsluþátta, vinnuafls, lands og fjármagns. Sé endurgjaldið dregið frá verðmætunum sem eftir verða fæst mat á það sem bóndinn sjálfur heldur eftir. Sé þessi stærð, auk launagreiðslna tekin saman og sett í samhengi við vinnumagnsmat Hagstofunnar og staðlað upp í 1500 stunda ársverk, fæst sú niðurstaða að launagreiðslur per bónda séu um 330 þúsund krónur á mánuði (árið 2019). Það er sennilega vanáætlað, vegna þess að erfitt er að áætla vinnutíma bænda, en getur hinsvegar gefið vísbendingu. Kostajarðir metnar sem smábíll Alltaf er varhugavert að álykta á grunni meðaltala. Bændur eru ólíkir og líklega er verulegur tekjuójöfnuður á milli bænda eftir búgreinum. Nærtækt dæmi eru sauðfjárbændur, en afurðaverð á lambakjöti hrundi fyrir að verða hálfum áratug og hefur lítið haggast síðan. Þess hlýtur að sjá stað í tekjum þeirra á meðan öðrum bændum hefur vegnað betur. Upplýsingar um þetta hljóta að vera mikilvægar til þess að taka ákvarðanir um betrumbætur. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Hagstofa Evrópusambandsins hefur fjallað nokkuð um þetta og reynir að nálgast þessar stærðir með því að vinna grunngögnin, þannig að minni búum, sem oft eru ekki heilt ársverk eru fjarlægð og svo framvegis. Þá notar Bandaríska landbúnaðarráðuneytið þá aðferð að taka saman allar tekjur bænda og gera upp eftir hvort þær eru runnar úr búskapnum eða utan bús. Þá leggja þeir mat á eignastöðu bænda með því að reikna markaðsverð á jarðirnar. Slíkt er ekki gert á Íslandi og eru flestar bújarðir, þó að kostajarðir séu, verðmetnar á fáein hundruð þúsund, eða álíka og notaður smábíll. Greina þarf afkomuna betur Ég tel að betrumbæta þyrfti hagtölur landbúnaðarins með því að greina afkomu bænda betur. Fyrir áratug var Hagþjónusta landbúnaðarins lögð niður og verkefnin flutt til Hagstofu Íslands og Landbúnaðarháskólans. Það virðist hinsvegar hafa gleymst að færa Hagstofunni aukið fé til þess að sinna þessum verkefnum. Áður en valdar eru leiðir í kjaramálum bænda og ákvarðanir teknar um hvernig uppfylla eigi markmið búvörulaga um sambærileg kjör, væri gott og nauðsynlegt að vita meira. Skynsamlegt væri að huga að þessu atriði þegar Hagstofu Íslands er skammtað fé á næstu fjárlögum svo að hægt sé að meta árangur af stuðningi við landbúnað á grunni markmiða þeirra laga sem um hann fjalla. Að öðrum kosti verður bara að fara að ráðum kattarins með glottið og halda áfram út í buskann nógu lengi til þess að það miði í rétta átt. Höfundur er sérfræðingur hjá Bændasamtökunum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun