Íslenski boltinn

Lendir í því að sogast ein­hvern veginn að boltanum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kjartan Henry skoraði gott mark sem dugði KR því miður ekki til sigurs.
Kjartan Henry skoraði gott mark sem dugði KR því miður ekki til sigurs. Vísir/Hulda Margrét

Farið var yfir mark KR í 1-1 jafntefli liðsins við Breiðablik í Stúkunni að loknum leikjunum í Pepsi Max deild karla á sunnudagskvöld. Varnarmenn Breiðabliks virtust aðeins gleyma sér og var í kjölfarið refsað.

Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir í leiknum með skalla af stuttu færi eftir að Pálmi Rafn Pálmason flikkaði boltanum á hann eftir fyrirgjöf Kennie Chopart. Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, fór yfir markið og hvað hefði betur mátt fra. 

„Fylgjumst með Pálma Rafni hérna. Höskuldur [Gunnlaugsson] er að dekka hann í horninu en svo kemur hérna boltinn út, skallaður frá og þá kemur þetta næsta augnablik. Það er alþekkt í fótbolta að halda manninum sínum, þetta hefur allt fótboltafólk heyrt – sama hvaða flokki það er í,“ segir Baldur Sigurðsson, sérfræðingur, og heldur svo áfram.

„Þarna er mikið grunnatriði sem má segja að Höskuldur sé að klikka á – og jafnvel Damir [Muminovic] – það eru tveir menn sem missa mennina sína. Damir lendir á eftir Kjartani Henry en Höskuldur lendir í því að sogast einhvern veginn að boltanum. Það er engin ástæða fyrir hann að fara þarna út, þeir eru tveir á tvo og þetta kostar markið,“ sagði Baldur að endingu.

Klippa: Stúkan: Mark KR

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Rúnar: Þeir sköpuðu ekki neitt

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefði viljað fá þrjú stig gegn Breiðabliki í kvöld en liðin gerðu 1-1 jafntefli á Meistaravöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×