Fimleikakonan sem um ræðir er einkennalaus en greindist við reglulega sýnatöku í æfingabúðum bandaríska liðsins í Inzai í Japan. Annar aðili í hópnum þarf að fara í sóttkví vegna nándar við þá smituðu. Þessir tveir einstaklingar hafa nú farið á hótel í sóttkví en bandaríska liðið er haldið í Ólympíuþorpið í japönsku höfuðborginni.
Bandaríska Ólympíunefndin greindi frá því í dag að smitaða íþróttakonan sé varamaður í bandaríska hópnum. Gera megi því ráð fyrir þeim bestu úr bandaríska hópnum þegar leikarnir fara af stað eftir fjóra daga, þar á meðal ofurstjarnan Simone Biles.
Ljóst varð í morgun að bandaríska tenniskonan Coco Gauff keppir ekki á leikunum vegna smits og hið sama á við um tékkneska strandblaksmanninn Ondrej Perusic. Tveir Suður-Afrískir fótboltamenn greindust þá með veiruna, sem og Neil Powell, þjálfari rúgbýliðs Suður-Afríku.