Fimm þeirra ellefu sem greindust innanlands voru í sóttkví.
Í tölunum sem bárust í morgun sagði að sextán hefðu greinst innanlands í gær en inni í þeirri tölu voru fimm sem greindust á landamærunum. Heildarfjöldi smitaðra sem greindust í gær var því sextán; ellefu innanlands en fimm á landamærunum.
Almannavarnir hafa nú ákveðið að byrja aftur að uppfæra tölulegar upplýsingar á síðunni covid.is alla virka daga vegna þess hve margir hafa greinst með veiruna síðustu daga. Því verður síðan uppfærð með nýjum tölum á morgun klukkan 11.
Þó verða tölurnar ekki uppfærðar um helgar en almannavarnir munu senda frá sér upplýsingar til fjölmiðla þá daga telji þær þörf á því.