Fótbolti

Leik­maður ensku deildarinnar grunaður um kyn­ferðis­brot gegn barni

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Breskir miðlar vilja ekki greina frá nafni leik­mannsins af laga­legum á­stæðum.
Breskir miðlar vilja ekki greina frá nafni leik­mannsins af laga­legum á­stæðum. getty/andy rain

Leik­maður ensku úr­vals­deildarinnar hefur verið hand­tekinn grunaður um kyn­ferðis­brot gegn barni. Enskir fjöl­miðlar hafa ekki nafn­greint manninn en segja hann 31 árs gamlan og giftan.

Breski fjöl­miðillinn Daily Mail hefur það þá eftir tals­manni liðs hans, sem fjöl­miðill segir heldur ekki hvert er, að leik­maðurinn hafi verið leystur frá störfum á meðan lög­regla rann­sakar málið. Hann er í byrjunar­liði liðsins og The Mirror segir hann einnig reyndan landsliðsmann í sínu heimalandi.

„Við munum halda á­fram að að­stoða yfir­völd í rann­sókn sinni á málinu en munum ekki tjá okkur frekar um málið á þessum tíma­punkti,“ er haft eftir tals­manni liðsins.

Leik­maðurinn var hand­tekinn síðasta föstu­dag af lög­reglunni í Manchester áður en honum var síðan sleppt gegn tryggingu.

Miðillinn The Sun fjallar einnig um málið en nafn­greinir leik­manninn ekki. Miðillinn hefur það þó eftir heimildar­manni sínum að lög­regla hafi leitað á heimili mannsins og gert nokkra hluti þar upp­tæka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×