Kjósendur Samfylkingarinnar eru einnig líklegri til að vera konur en þó munar ekki jafnmiklu og hjá Vinstri hreyfingunni - grænu framboði.
Karlmenn virðast vera líklegri til að kjósa flokka á hægri væng stjórnmálanna. Þrír karlmenn kjósa Sjálfstæðisflokkinn fyrir hverjar tvær konur. Meðal kjósenda Viðreisnar eru karlar miklum mun fleiri.
Sem áður segir eru kynjahlutföll nánast alveg jöfn hjá kjósendum Miðflokks og Pírata. Örlítið fleiri karlmenn segjast styðja Sósíalistaflokkinn.