Hjalti Úrsus heldur því fram að lögregla ljúgi til um blóðprufu í máli sonar hans Jakob Bjarnar skrifar 20. júlí 2021 12:53 Hjalti Úrsus Árnason og sonur hans Árni Gils í héraðsdómi. Hjalti segir málið allt hafa valdið syni sínum ómældum skaða og vænta má skaðabótamáls sem verður aldrei undir 100 milljónum. vísir/vilhelm Hjalti Úrsus Árnason segir að vænta megi skaðabótakröfu á hendur íslenska ríkinu af áður óþekktri stærðargráðu í hliðstæðum málum. Árni Gils Hjaltason var sýknaður í Landsrétti og í Héraðsdómi eftir að hafa verið sakfelldur tvívegis í héraði. Í ágúst 2017 var Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraði fyrir að stinga annan mann í höfuðið með hnífi. Hæstiréttur ómerkti þann dom og sendi málið aftur á lægra dómsstig þar sem ekki þótti sannað að Árni Gils hafi verið sekur um það sem hann var dæmdur fyrir. Hjalti, sem hefur helgað sig þessu máli undanfarin árin, segir málareksturinn allan án fordæma. Hann segir að krafan verði aldrei undir hundrað milljónum, líklega hærri. Hann nefnir þar gæsluvarðhald, meingerð og afleiðingar sem málið hefur haft á Árna Gils. Gefur lítið fyrir svör lögreglustjóra Liður í undirbúningi Hjalta hefur verið að skoða þátt sem snýr að blóðprufu sem Hjalti segir að hafi aldrei verið tekin. Í samtali við blaðamann Vísis rekur hann það í ítarlegu máli að það hafi hreinlega ekki verið gerlegt miðað við atvikalýsingu; því er haldið fram að prufan hafi verið tekin í fangaklefa en á þeim tíma sem Árni Gils var þar ekki staddur. Dómar í héraði segir Hjalti að hafi meðal annars grundvallast á því að Árni Gils hafi verið undir áhrifum eiturlyfja, en það liggi bara ekkert fyrir um það. Hjalti hefur ítrekað krafist gagna um þetta atriði máls og nú loks hefur borist svar frá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu. Hjalti gefur ekki mikið fyrir þau svör, reyndar segir hann svörin staðfesta það sem hann hefur ávallt haldið fram, að blóðprufan hafi aldrei verið tekin. Því er þó haldið fram í bréfinu, en með þeim hætti að Hjalti segir að það hljóti að vera öllum vitibornum mönnum ljóst að þetta haldi engu vatni. Gögnin týndust Svar lögreglustjóra snýr að tveimur atriðum í málinu: Annars vegar það hvort Árni Gils hafi verið yfirheyrður í nærklæðum einum fata en því er svarað til að hann hafi verið í sloppi og með teppi; myndbandsupptökur staðfesti það. Síðan er vikið að blóðsýnatökunni. Sjá má skjáskot af bréfinu sem Vísir hefur undir höndum hér neðar en þar segir meðal annars: „En niðurstaðan er sú að blóðsýni var tekið og rannsakað en pappírar varðandi hana hafa á einhvern hátt orðið viðskila við önnur gögn málsins. Það er afleitt á margan hátt en úr því verður bætt eins og nokkur möguleiki er á og kemur vonandi ekki að sök.“ Skjáskot af bréfi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, svar sem dregist hefur úr hömlu að afgreiða en Hjalti gefur minna en ekkert fyrir þessar útskýringar. Þá er beðist velvirðingar á því hversu langan tíma hefur tekið að svara erindinu. Hjalti telur þessar skýringar broslegar, eða grátlegar öllu heldur. „Þetta er tóm lygi. Lögregla týnir gögnum? Það á ekki að vera hægt,“ segir Hjalti. Sem telur þetta smánarblett á íslensku réttarfari, að héraðsdómur hafi ekki tekið tillit til þessa þegar þar voru felldir dómar. Hjalti segir að málið liggi fyrir hjá eftirlitsnefndar með störfum lögreglu, hún fundi 27. þessa mánaðar og Hjalti geri fastlega ráð fyrir því að hún muni ávíta lögreglu fyrir vítaverð vinnubrögð. Því þetta sé ekki boðlegt. Þá hefur hann sent málið allt til umboðsmanns Alþingis til að tryggja rétta málsmeðferð í því sem snýr að kæru sem lögð verður fram innan viku. Lögreglan Mál Árna Gils Stjórnsýsla Dómsmál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Árni Gils Hjaltason var sýknaður í Landsrétti og í Héraðsdómi eftir að hafa verið sakfelldur tvívegis í héraði. Í ágúst 2017 var Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraði fyrir að stinga annan mann í höfuðið með hnífi. Hæstiréttur ómerkti þann dom og sendi málið aftur á lægra dómsstig þar sem ekki þótti sannað að Árni Gils hafi verið sekur um það sem hann var dæmdur fyrir. Hjalti, sem hefur helgað sig þessu máli undanfarin árin, segir málareksturinn allan án fordæma. Hann segir að krafan verði aldrei undir hundrað milljónum, líklega hærri. Hann nefnir þar gæsluvarðhald, meingerð og afleiðingar sem málið hefur haft á Árna Gils. Gefur lítið fyrir svör lögreglustjóra Liður í undirbúningi Hjalta hefur verið að skoða þátt sem snýr að blóðprufu sem Hjalti segir að hafi aldrei verið tekin. Í samtali við blaðamann Vísis rekur hann það í ítarlegu máli að það hafi hreinlega ekki verið gerlegt miðað við atvikalýsingu; því er haldið fram að prufan hafi verið tekin í fangaklefa en á þeim tíma sem Árni Gils var þar ekki staddur. Dómar í héraði segir Hjalti að hafi meðal annars grundvallast á því að Árni Gils hafi verið undir áhrifum eiturlyfja, en það liggi bara ekkert fyrir um það. Hjalti hefur ítrekað krafist gagna um þetta atriði máls og nú loks hefur borist svar frá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu. Hjalti gefur ekki mikið fyrir þau svör, reyndar segir hann svörin staðfesta það sem hann hefur ávallt haldið fram, að blóðprufan hafi aldrei verið tekin. Því er þó haldið fram í bréfinu, en með þeim hætti að Hjalti segir að það hljóti að vera öllum vitibornum mönnum ljóst að þetta haldi engu vatni. Gögnin týndust Svar lögreglustjóra snýr að tveimur atriðum í málinu: Annars vegar það hvort Árni Gils hafi verið yfirheyrður í nærklæðum einum fata en því er svarað til að hann hafi verið í sloppi og með teppi; myndbandsupptökur staðfesti það. Síðan er vikið að blóðsýnatökunni. Sjá má skjáskot af bréfinu sem Vísir hefur undir höndum hér neðar en þar segir meðal annars: „En niðurstaðan er sú að blóðsýni var tekið og rannsakað en pappírar varðandi hana hafa á einhvern hátt orðið viðskila við önnur gögn málsins. Það er afleitt á margan hátt en úr því verður bætt eins og nokkur möguleiki er á og kemur vonandi ekki að sök.“ Skjáskot af bréfi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, svar sem dregist hefur úr hömlu að afgreiða en Hjalti gefur minna en ekkert fyrir þessar útskýringar. Þá er beðist velvirðingar á því hversu langan tíma hefur tekið að svara erindinu. Hjalti telur þessar skýringar broslegar, eða grátlegar öllu heldur. „Þetta er tóm lygi. Lögregla týnir gögnum? Það á ekki að vera hægt,“ segir Hjalti. Sem telur þetta smánarblett á íslensku réttarfari, að héraðsdómur hafi ekki tekið tillit til þessa þegar þar voru felldir dómar. Hjalti segir að málið liggi fyrir hjá eftirlitsnefndar með störfum lögreglu, hún fundi 27. þessa mánaðar og Hjalti geri fastlega ráð fyrir því að hún muni ávíta lögreglu fyrir vítaverð vinnubrögð. Því þetta sé ekki boðlegt. Þá hefur hann sent málið allt til umboðsmanns Alþingis til að tryggja rétta málsmeðferð í því sem snýr að kæru sem lögð verður fram innan viku.
Lögreglan Mál Árna Gils Stjórnsýsla Dómsmál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira