Harry leysir frá skjóðunni í sjálfsævisögu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júlí 2021 16:47 Harry Bretaprins tilkynnti í gær að hann er að skrifa sjálfsævisögu. Visir/Getty Harry Bretaprins tilkynnti í gær að hann væri að skrifa sjálfsævisögu. Konungsfjölskyldan er sögð vera stressuð yfir því sem Harry kann að opinbera í bókinni sem er væntanleg í árslok 2022. „Ég er ekki að skrifa þetta sem prinsinn sem ég var þegar ég fæddist, heldur sem maðurinn sem ég er orðinn í dag,“ segir Harry í tilkynningu sinni. Í lýsingu á bókinni segir að hún muni innihalda reynslusögur, ævintýri, sorg og lexíur. Farið verður yfir æskuárin, fullorðinsárin og allt þar á milli, svo sem lífið innan veggja hallarinnar, árin í hernum og lífið sem eiginmaður og faðir. Samkvæmt heimildarmanni Us Weekly er konungsfjölskyldan á nálum yfir væntanlegri ævisögu Harrys og eru Bretaprinsarnir Karl og Vilhjálmur taldir vera sérstaklega stressaðir. Einlægt viðtal Opruh Winfrey við hjónin Harry og Meghan var afhjúpandi fyrir bresku konungsfjölskylduna og vakti fyrir vikið heimsathygli.Getty/Harpo Productions/Joe Pugliese Síðan Harry og eiginkona hans Meghan Markle komu fram í einlægu viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Opruh Winfrey fyrr á árinu, hefur prinsinn ekki veigrað sér við að tala hreinskilnislega um konungsfjölskylduna. Þar deildu hjónin því meðal annars að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að Meghan hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum. Því kann konungsfjölskyldan að óttast hvaða leyndarmál koma upp á yfirborðið næst. Að sögn heimildarmanns hefur konungsfjölskyldan ekki fengið að lesa yfir neitt sem mun birtast í bókinni og veit því ekki hvers er að vænta. Feðgarnir Karl og Vilhjálmur eru taldir vera sérstaklega stressaðir yfir því hvað Harry kann að opinbera í sjálfsævisögu sinni.Getty/Chris Jackson Útgáfufyrirtækið Penguin Random House mun gefa ævisöguna út og mun allur hagnaður af bókinni renna til góðgerðamála. „Harry prins hefur tekið saman ótrúlega lífsreynslu sína sem prins, hermaður og talsmaður hinna ýmsu félagsmála. Hann hefur skipað sér sess sem heimsleiðtogi, þekktur fyrir hugrekki og hreinskilni. Þess vegna erum við full tilhlökkun að gefa út heiðarlega og áhrifaríka sögu hans,“ segir Markus Dohle, forstjóri útgáfufyrirtækisins. Prinsinn kveðst vera einstaklega þakklátur fyrir það að fá tækifæri til þess að deila því sem hann hefur lært í gegnum tíðina og segist hann hlakka til þess að fólk heyri sannleikann frá fyrstu hendi. „Ég vona að með því að segja mína sögu, sjái fólk að sama hvaðan við komum, eigum við meira sameiginlegt en fólk heldur.“ Kóngafólk Bretland Bókaútgáfa Harry og Meghan Tengdar fréttir Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“ Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar. 6. apríl 2021 07:59 Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34 Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
„Ég er ekki að skrifa þetta sem prinsinn sem ég var þegar ég fæddist, heldur sem maðurinn sem ég er orðinn í dag,“ segir Harry í tilkynningu sinni. Í lýsingu á bókinni segir að hún muni innihalda reynslusögur, ævintýri, sorg og lexíur. Farið verður yfir æskuárin, fullorðinsárin og allt þar á milli, svo sem lífið innan veggja hallarinnar, árin í hernum og lífið sem eiginmaður og faðir. Samkvæmt heimildarmanni Us Weekly er konungsfjölskyldan á nálum yfir væntanlegri ævisögu Harrys og eru Bretaprinsarnir Karl og Vilhjálmur taldir vera sérstaklega stressaðir. Einlægt viðtal Opruh Winfrey við hjónin Harry og Meghan var afhjúpandi fyrir bresku konungsfjölskylduna og vakti fyrir vikið heimsathygli.Getty/Harpo Productions/Joe Pugliese Síðan Harry og eiginkona hans Meghan Markle komu fram í einlægu viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Opruh Winfrey fyrr á árinu, hefur prinsinn ekki veigrað sér við að tala hreinskilnislega um konungsfjölskylduna. Þar deildu hjónin því meðal annars að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að Meghan hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum. Því kann konungsfjölskyldan að óttast hvaða leyndarmál koma upp á yfirborðið næst. Að sögn heimildarmanns hefur konungsfjölskyldan ekki fengið að lesa yfir neitt sem mun birtast í bókinni og veit því ekki hvers er að vænta. Feðgarnir Karl og Vilhjálmur eru taldir vera sérstaklega stressaðir yfir því hvað Harry kann að opinbera í sjálfsævisögu sinni.Getty/Chris Jackson Útgáfufyrirtækið Penguin Random House mun gefa ævisöguna út og mun allur hagnaður af bókinni renna til góðgerðamála. „Harry prins hefur tekið saman ótrúlega lífsreynslu sína sem prins, hermaður og talsmaður hinna ýmsu félagsmála. Hann hefur skipað sér sess sem heimsleiðtogi, þekktur fyrir hugrekki og hreinskilni. Þess vegna erum við full tilhlökkun að gefa út heiðarlega og áhrifaríka sögu hans,“ segir Markus Dohle, forstjóri útgáfufyrirtækisins. Prinsinn kveðst vera einstaklega þakklátur fyrir það að fá tækifæri til þess að deila því sem hann hefur lært í gegnum tíðina og segist hann hlakka til þess að fólk heyri sannleikann frá fyrstu hendi. „Ég vona að með því að segja mína sögu, sjái fólk að sama hvaðan við komum, eigum við meira sameiginlegt en fólk heldur.“
Kóngafólk Bretland Bókaútgáfa Harry og Meghan Tengdar fréttir Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“ Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar. 6. apríl 2021 07:59 Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34 Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“ Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar. 6. apríl 2021 07:59
Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20
Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34
Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42