Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2021 07:50 Náman nær yfir gríðarlegt landsvæði og er sögð hafa haft hræðileg áhrif á umhverfið á eyjunni. Þá varð námugröfturinn kveikjan að áratugalangri borgarastyrjöld á eyjunni. Getty/NASA Landsat Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum. Námurisinn hefur lofað að verja milljónum Bandaríkjadala í matið, sem á að snúa bæði að umhverfisáhrifum og áhrifum námunnar á mannréttindi á eyjunni. Gull- og koparnáman var kveikjan að áratugalangri borgarastyrjöld í Bougainville. Fréttastofa Guardian greinir frá. Loforð Rio Tinto er svar námufyrirtækisins við kvörtun sem 156 íbúar í Buigainville skrifuðu undir í september í fyrra. Íbúarnir eru allir búsettir við á sem rennur meðfram námunni og segja íbúarnir að milljörðum tonna af rusli og mengun frá námuni hafi verið dælt í Kawerong-Jaba ána. Þeir segja jafnframt að mengunin hafi enn hræðileg umhverfisáhrif og stefni lífi og lifibrauði þeirra í hættu. Samfélögin við ána hafa fengið til liðs við sig mannréttindalögmannsstofu í Melbourne og hafa verið í samtali við Rio Tinto síðan í desember. Þau eiga í viðræðum við námufyrirtækið með milligöngu ástralskra stjórnvalda. Rannsóknin verður framkvæmd á vegum sjálfstæðs rannsóknarfyrirtækis sem mun meta umhverfisáhrif frá námunni og áhrif hennar á mannréttindi á eyjunni. Rio Tinto hefur ekki lofað fjármagni í að hreinsa upp mengunina en það verður til umræðu þegar matinu er lokið. Náman var ein stærsta kopar- og gullnáma í heiminum á sínum tíma og á einum tímapunkti taldi útflutningur úr námunni 45 prósent útflutnings Papúa Nýju-Gíneu. Þrátt fyrir það rann aðeins eitt prósent hagnaðar frá námunni til Bougainville og segja landeigendur að náman hafi orðið til pólitískra ádeilna, ofbeldis og umhverfisspjalla. Árið 1989 lokaði námann eftir mikinn þrýsting landeigenda, sem höfðu skemmt rafmagnslínur og beitt valdi til að námugröftur gæti ekki haldið áfram. Stjórnvöld í Papúa Nýju-Gíneu sendu her sinn til eyjunnar gegn eigin almenningi til að námugröftur gæti hafist að nýju og í kjölfarið braust út áratugalöng borgarstyrjöld og talið er að allt að 20 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Árið 2001 var samið um frið og árið 2019 fór fram íbúakosning um sjálfstæði og var niðurstaða hennar afgerandi. 98 prósent íbúa vildu sjálfstæði. Rio Tinto sneri aldrei aftur til Panguna, sagði aðstæður óöruggar fyrir starfsmenn, og sagði skilið við námuna árið 2016. Papúa Nýja-Gínea Tengdar fréttir Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember Íbúar á eyjunni Bougainville munu kjósa um hvort eyjan skuli verða sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma tvo mánuði. 15. september 2019 07:15 98 prósent eyjaskeggja greiddu atkvæði með sjálfstæði Íbúar á Bougainville, eyjaklasa sem hluti er af Papúa Nýju-Gíneu, greiddu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á síðustu vikum. 11. desember 2019 07:15 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Námurisinn hefur lofað að verja milljónum Bandaríkjadala í matið, sem á að snúa bæði að umhverfisáhrifum og áhrifum námunnar á mannréttindi á eyjunni. Gull- og koparnáman var kveikjan að áratugalangri borgarastyrjöld í Bougainville. Fréttastofa Guardian greinir frá. Loforð Rio Tinto er svar námufyrirtækisins við kvörtun sem 156 íbúar í Buigainville skrifuðu undir í september í fyrra. Íbúarnir eru allir búsettir við á sem rennur meðfram námunni og segja íbúarnir að milljörðum tonna af rusli og mengun frá námuni hafi verið dælt í Kawerong-Jaba ána. Þeir segja jafnframt að mengunin hafi enn hræðileg umhverfisáhrif og stefni lífi og lifibrauði þeirra í hættu. Samfélögin við ána hafa fengið til liðs við sig mannréttindalögmannsstofu í Melbourne og hafa verið í samtali við Rio Tinto síðan í desember. Þau eiga í viðræðum við námufyrirtækið með milligöngu ástralskra stjórnvalda. Rannsóknin verður framkvæmd á vegum sjálfstæðs rannsóknarfyrirtækis sem mun meta umhverfisáhrif frá námunni og áhrif hennar á mannréttindi á eyjunni. Rio Tinto hefur ekki lofað fjármagni í að hreinsa upp mengunina en það verður til umræðu þegar matinu er lokið. Náman var ein stærsta kopar- og gullnáma í heiminum á sínum tíma og á einum tímapunkti taldi útflutningur úr námunni 45 prósent útflutnings Papúa Nýju-Gíneu. Þrátt fyrir það rann aðeins eitt prósent hagnaðar frá námunni til Bougainville og segja landeigendur að náman hafi orðið til pólitískra ádeilna, ofbeldis og umhverfisspjalla. Árið 1989 lokaði námann eftir mikinn þrýsting landeigenda, sem höfðu skemmt rafmagnslínur og beitt valdi til að námugröftur gæti ekki haldið áfram. Stjórnvöld í Papúa Nýju-Gíneu sendu her sinn til eyjunnar gegn eigin almenningi til að námugröftur gæti hafist að nýju og í kjölfarið braust út áratugalöng borgarstyrjöld og talið er að allt að 20 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Árið 2001 var samið um frið og árið 2019 fór fram íbúakosning um sjálfstæði og var niðurstaða hennar afgerandi. 98 prósent íbúa vildu sjálfstæði. Rio Tinto sneri aldrei aftur til Panguna, sagði aðstæður óöruggar fyrir starfsmenn, og sagði skilið við námuna árið 2016.
Papúa Nýja-Gínea Tengdar fréttir Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember Íbúar á eyjunni Bougainville munu kjósa um hvort eyjan skuli verða sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma tvo mánuði. 15. september 2019 07:15 98 prósent eyjaskeggja greiddu atkvæði með sjálfstæði Íbúar á Bougainville, eyjaklasa sem hluti er af Papúa Nýju-Gíneu, greiddu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á síðustu vikum. 11. desember 2019 07:15 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember Íbúar á eyjunni Bougainville munu kjósa um hvort eyjan skuli verða sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma tvo mánuði. 15. september 2019 07:15
98 prósent eyjaskeggja greiddu atkvæði með sjálfstæði Íbúar á Bougainville, eyjaklasa sem hluti er af Papúa Nýju-Gíneu, greiddu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á síðustu vikum. 11. desember 2019 07:15