Gylfi sagður neita sök Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2021 10:50 Gylfi Þór Sigurðsson er sagður harðneita ásökunum um kynferðisbrot gegn barni. EPA-EFE/Peter Powel Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. Þetta kemur fram á vef enska slúðurblaðsins The Sun, sem ekki getur nefnt Gylfa af lagalegum ástæðum. Áreiðanlegar heimildir Vísis staðfestu það í gær að um Gylfa sé að ræða en lögreglan í Manchester sagði í skriflegu svari við Vísi að hún gæti ekki nefnt manninn sem um ræðir. „Ekki er hægt að nefna manninn vegna lagalegra ástæðna – en hann hefur þó verið nefndur í heimalandi sínu og á alþjóðlegum fréttaveitum,“ segir í frétt The Sun. Samkvæmt heimildum The Sun hefur Gylfi harðneitað ásökununum en Everton hafi jafnframt ákveðið að bjóða honum ekki áframhaldandi samning. Everton greindi frá því í byrjun vikunnar að leikmaðurinn hafi verið leystur frá störfum. Í tilkynningu frá lögreglunni í Manchester á mánudag kom fram að 31 árs gamall knattspyrnumaður hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Everton greindi síðar frá því að um væri að ræða leikmann Everton. Tveir leikmenn Everton eru 31 árs, annars vegar Gylfi og hins vegar Englendingurinn Fabian Delph. Daily Mail greindi frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst þúsundir skilaboða sem sögðu ranglega að Delph hafi verið handtekinn. Þau skilaboð birtust í kjölfarið á því að á mánudagskvöld var tilkynnt að leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefði verið handtekinn. Everton hefur síðan staðfest að Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Hann hafi greinst með kórónuveiruna og komist því ekki með liðinu til Flórída en liðið lagði af stað þangað í dag. Fótbolti Enski boltinn Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef enska slúðurblaðsins The Sun, sem ekki getur nefnt Gylfa af lagalegum ástæðum. Áreiðanlegar heimildir Vísis staðfestu það í gær að um Gylfa sé að ræða en lögreglan í Manchester sagði í skriflegu svari við Vísi að hún gæti ekki nefnt manninn sem um ræðir. „Ekki er hægt að nefna manninn vegna lagalegra ástæðna – en hann hefur þó verið nefndur í heimalandi sínu og á alþjóðlegum fréttaveitum,“ segir í frétt The Sun. Samkvæmt heimildum The Sun hefur Gylfi harðneitað ásökununum en Everton hafi jafnframt ákveðið að bjóða honum ekki áframhaldandi samning. Everton greindi frá því í byrjun vikunnar að leikmaðurinn hafi verið leystur frá störfum. Í tilkynningu frá lögreglunni í Manchester á mánudag kom fram að 31 árs gamall knattspyrnumaður hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Everton greindi síðar frá því að um væri að ræða leikmann Everton. Tveir leikmenn Everton eru 31 árs, annars vegar Gylfi og hins vegar Englendingurinn Fabian Delph. Daily Mail greindi frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst þúsundir skilaboða sem sögðu ranglega að Delph hafi verið handtekinn. Þau skilaboð birtust í kjölfarið á því að á mánudagskvöld var tilkynnt að leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefði verið handtekinn. Everton hefur síðan staðfest að Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Hann hafi greinst með kórónuveiruna og komist því ekki með liðinu til Flórída en liðið lagði af stað þangað í dag.
Fótbolti Enski boltinn Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira