Hvernig þingmenn vilt þú að vinni fyrir þig? Eiríkur Björn Björgvinsson og Sigríður Ólafsdóttir skrifa 22. júlí 2021 08:00 Fólk í öllum og ólíkum stjórnmálaflokkum gegnir mikilvægu hlutverki í okkar lýðræðissamfélagi. Stjórnmálafólk er í leiðtogahlutverki og meginhlutverk þess er að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, vinna fyrir hana og vera til fyrirmyndar í störfum sínum. Stjórnmálafólk er því í þjónustuhlutverki fyrir aðra og ber að taka það hlutverk alvarlega. Þjónandi forysta Þjónandi forysta er hugmyndafræði Roberts K. Greenleaf, en hann segir sanna leiðtoga vera þjóna samfélagsins. Þar sem þeir séu í forystu þurfi þeir að búa yfir innri styrk og framtíðarsýn en síðast en ekki síst þurfi þeir að búa yfir einlægum áhuga á högum annarra. Þjónandi leiðtogar eiga auðvelt með að skuldbinda sig til að setja þjónustu, jafnræði og heildarhagsmuni í fyrsta sæti. Það samræmist vel okkar persónulegu sýn og grunnhugmyndafræði Viðreisnar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að samfélög sem ná árangri byggja á leiðtogum sem eru hvetjandi og drifnir áfram af gildum, trausti og virku samstarfi við fólkið sem þeir þjónusta. Þannig leiðtoga viljum við og sú sýn er klárlega það sem drífur okkur áfram og ástæða þess að við gefum kost á okkur til að vinna fyrir þig. Við hlustum Sú færni að kunna að hlusta á aðra er einn veigamesti eiginleiki þeirra leiðtoga sem ná raunverulegum árangri. Rannsóknir sýna að hlustun styður við vöxt þeirra sem fá hana. Hlustun grundvallar góð samskipti, laðar fram hugmyndir, eykur ánægju og góðan árangur. Þá skiptir virk hlustun, sem felur í sér samhyggð, meginmáli því sá sem hlustar á þann hátt heyrir ekki aðeins það sem sagt er heldur einnig það sem býr að baki orðunum og varðar ekki síst tilfinningar eða líðan. Þetta er eiginleiki sem mikilvægt er að þjálfa og með virkri hlustun má stórauka traust og jafningjabrag. Í þessu liggur einnig sá grundvallarmunur sem er á því að hlusta til að skilja og að hlusta til að svara. Við hlustum til að skilja. Þjónandi stjórnmálafólk Stjórnmálafólk sem áttar sig á inntaki þjónustuhlutverks síns og er gætt þessum forystueiginleikum ætti að vera eftirsóknarvert. Slíkir þjónandi leiðtogar eru sannir umboðsmenn fólksins, þeir eru rödd þess og þannig stjórnmálafólk þurfum við til starfa á Alþingi. Þingmenn sem leggja metnað sinn í að hlusta og þjóna fólkinu í landinu eru leiðtogar sem taka almannahagsmuni umfram sérhagsmuni. Það er meginstef í stefnu Viðreisnar og þannig leggjum við alltaf áherslu á að setja fólkið í fyrsta sætið. Við viljum vinna fyrir þig Í störfum okkar, stjórnun og ráðgjöf til margra ára höfum við tileinkað okkur hugmyndafræði þjónandi forystu. Það má glögglega sjá í okkar stjórnunarstíl, samskiptum og fyrri verkum. Fyrir okkur er það því sjálfgefið og liggur beint við að yfirfæra þessa nálgun á ný hlutverk okkar sem þátttakendur í stjórnmálum. Þess vegna viljum við vinna fyrir þig. Hvernig stjórnmálafólk vilt þú að vinni fyrir þig á Alþingi? Eiríkur Björn skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Sigríður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Viðreisn Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fólk í öllum og ólíkum stjórnmálaflokkum gegnir mikilvægu hlutverki í okkar lýðræðissamfélagi. Stjórnmálafólk er í leiðtogahlutverki og meginhlutverk þess er að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, vinna fyrir hana og vera til fyrirmyndar í störfum sínum. Stjórnmálafólk er því í þjónustuhlutverki fyrir aðra og ber að taka það hlutverk alvarlega. Þjónandi forysta Þjónandi forysta er hugmyndafræði Roberts K. Greenleaf, en hann segir sanna leiðtoga vera þjóna samfélagsins. Þar sem þeir séu í forystu þurfi þeir að búa yfir innri styrk og framtíðarsýn en síðast en ekki síst þurfi þeir að búa yfir einlægum áhuga á högum annarra. Þjónandi leiðtogar eiga auðvelt með að skuldbinda sig til að setja þjónustu, jafnræði og heildarhagsmuni í fyrsta sæti. Það samræmist vel okkar persónulegu sýn og grunnhugmyndafræði Viðreisnar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að samfélög sem ná árangri byggja á leiðtogum sem eru hvetjandi og drifnir áfram af gildum, trausti og virku samstarfi við fólkið sem þeir þjónusta. Þannig leiðtoga viljum við og sú sýn er klárlega það sem drífur okkur áfram og ástæða þess að við gefum kost á okkur til að vinna fyrir þig. Við hlustum Sú færni að kunna að hlusta á aðra er einn veigamesti eiginleiki þeirra leiðtoga sem ná raunverulegum árangri. Rannsóknir sýna að hlustun styður við vöxt þeirra sem fá hana. Hlustun grundvallar góð samskipti, laðar fram hugmyndir, eykur ánægju og góðan árangur. Þá skiptir virk hlustun, sem felur í sér samhyggð, meginmáli því sá sem hlustar á þann hátt heyrir ekki aðeins það sem sagt er heldur einnig það sem býr að baki orðunum og varðar ekki síst tilfinningar eða líðan. Þetta er eiginleiki sem mikilvægt er að þjálfa og með virkri hlustun má stórauka traust og jafningjabrag. Í þessu liggur einnig sá grundvallarmunur sem er á því að hlusta til að skilja og að hlusta til að svara. Við hlustum til að skilja. Þjónandi stjórnmálafólk Stjórnmálafólk sem áttar sig á inntaki þjónustuhlutverks síns og er gætt þessum forystueiginleikum ætti að vera eftirsóknarvert. Slíkir þjónandi leiðtogar eru sannir umboðsmenn fólksins, þeir eru rödd þess og þannig stjórnmálafólk þurfum við til starfa á Alþingi. Þingmenn sem leggja metnað sinn í að hlusta og þjóna fólkinu í landinu eru leiðtogar sem taka almannahagsmuni umfram sérhagsmuni. Það er meginstef í stefnu Viðreisnar og þannig leggjum við alltaf áherslu á að setja fólkið í fyrsta sætið. Við viljum vinna fyrir þig Í störfum okkar, stjórnun og ráðgjöf til margra ára höfum við tileinkað okkur hugmyndafræði þjónandi forystu. Það má glögglega sjá í okkar stjórnunarstíl, samskiptum og fyrri verkum. Fyrir okkur er það því sjálfgefið og liggur beint við að yfirfæra þessa nálgun á ný hlutverk okkar sem þátttakendur í stjórnmálum. Þess vegna viljum við vinna fyrir þig. Hvernig stjórnmálafólk vilt þú að vinni fyrir þig á Alþingi? Eiríkur Björn skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Sigríður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar