„Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og skrifa 22. júlí 2021 17:10 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Stöð 2 Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 78 tilfelli greindust innanlands í gær og tilkynnti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna að hann væri með tillögur að auknum takmörkunum á borðinu. Getum verið stolt af árangrinum Ragnar minnir á þá staðreynd að flest séum við bólusett og að bráðum verði fleiri bólusettir. Bólusetning hindri alvarlega sjúkdóma af völdum Covid-19 og dragi verulega úr dánartíðni. Þetta styður hann með breskri tölfræði. „Ég held að það sé rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn. Við erum yfir níutíu prósent bólusett sem dregur virkilega úr líkum á alvarlegum veikindum og dánartíðni. Við getum verið ofboðslega stolt af þessum árangri að hafa bólusett þorra þjóðar þegar þessi fjórða bylgja fer af stað,“ segir Ragnar Freyr í samtali við fréttastofu. Ástandið krítískt „Það er búið að vera svo mikið „panik“ í fjölmiðlum í dag þannig að mér fannst rétt að líta björtum augum fram á vegin þó að ástandið sé krítískt. Við höfum náð ótrúlegum árangri í bólusetningum þannig að við erum eins vel í stakk búin til að takast á við þessa fjórðu bylgju og hægt er að vera.“ Þá telur hann rökrétt að stjórnvöld blási til stórsóknar í heilbrigðismálum svo hægt sé að lifa með veirunni. „Ég held að frekar en að skerða frelsi okkar verulega þá ættu stjórnvöld að blása til stórsóknar í heilbrigðiskerfinu. Fleiri úrræði, hlusta á starfsmenn á gólfinu sem flestir hafa ótal hugmyndir um það hvernig betur megi fara með þennan sameiginlega sjóð okkar. Covid-19 göngudeildin er skínandi dæmi þess. Hún er hugmynd okkar sem vorum á gólfinu og hefur skilað árangri. Við ættum að blása til stórsóknar til að styðja við heilbrigðiskerfið svo að við getum lifað með sjúkdómnum.“ Inntur eftir því hvort ekki sé ráðlegt að herða tökin innanlands í ljósi stöðunnar segir hann að þar sem aðgerðir hafi ekki verið kynntar sé réttast að tjá sig ekki frekar um það. „Þórólfur, Alma og Víðir hafa ekki svikið okkur hingað til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52 „Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36 „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
78 tilfelli greindust innanlands í gær og tilkynnti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna að hann væri með tillögur að auknum takmörkunum á borðinu. Getum verið stolt af árangrinum Ragnar minnir á þá staðreynd að flest séum við bólusett og að bráðum verði fleiri bólusettir. Bólusetning hindri alvarlega sjúkdóma af völdum Covid-19 og dragi verulega úr dánartíðni. Þetta styður hann með breskri tölfræði. „Ég held að það sé rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn. Við erum yfir níutíu prósent bólusett sem dregur virkilega úr líkum á alvarlegum veikindum og dánartíðni. Við getum verið ofboðslega stolt af þessum árangri að hafa bólusett þorra þjóðar þegar þessi fjórða bylgja fer af stað,“ segir Ragnar Freyr í samtali við fréttastofu. Ástandið krítískt „Það er búið að vera svo mikið „panik“ í fjölmiðlum í dag þannig að mér fannst rétt að líta björtum augum fram á vegin þó að ástandið sé krítískt. Við höfum náð ótrúlegum árangri í bólusetningum þannig að við erum eins vel í stakk búin til að takast á við þessa fjórðu bylgju og hægt er að vera.“ Þá telur hann rökrétt að stjórnvöld blási til stórsóknar í heilbrigðismálum svo hægt sé að lifa með veirunni. „Ég held að frekar en að skerða frelsi okkar verulega þá ættu stjórnvöld að blása til stórsóknar í heilbrigðiskerfinu. Fleiri úrræði, hlusta á starfsmenn á gólfinu sem flestir hafa ótal hugmyndir um það hvernig betur megi fara með þennan sameiginlega sjóð okkar. Covid-19 göngudeildin er skínandi dæmi þess. Hún er hugmynd okkar sem vorum á gólfinu og hefur skilað árangri. Við ættum að blása til stórsóknar til að styðja við heilbrigðiskerfið svo að við getum lifað með sjúkdómnum.“ Inntur eftir því hvort ekki sé ráðlegt að herða tökin innanlands í ljósi stöðunnar segir hann að þar sem aðgerðir hafi ekki verið kynntar sé réttast að tjá sig ekki frekar um það. „Þórólfur, Alma og Víðir hafa ekki svikið okkur hingað til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52 „Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36 „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52
„Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36
„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30
Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14