Minnkandi gosflæði í júlí: Mögulega merki um að farið sé að síga á seinni hlutann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júlí 2021 22:58 Mikil læti voru í gosinu um tíma, en rennsli virðist fara minnkandi. Vísir/Vilhelm. Á síðustu þremur vikum hefur hraunrennsli úr eldgosinu í Fagradalsfjalli farið minnkandi. Bendir það til þess að þrýstingur fari minnkandi. Mögulega geta þetta verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Þetta kemur í uppfærslu á yfirliti yfir hraunflæði á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir þó að enn sé of snemmt til að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa. Nýjar mælingar á hraunflæði voru gerðar síðastliðinn mánudag þegar mælingavél Isavia, TF-FMS, flaug yfir svæðið og gerði sniðmælingar af hrauninu. Auk þess komu inn gervitunglagögn. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og voru þau borin saman við gögn sem bárust 26. júní. Vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson er einn af höfundum yfirlitsins.Vísir/Vilhelm Gögnin benda til þess að meðalhraunrennslið yfir tímabilið 26. júní – 2. júlí, sex dagar, hafi verið rúmlega 10 m3/s en fyrir 2.-19. júlí, 17 dagar, sé meðalrennslið 7,5 m3/s. „Gosvirknin breyttist í lok júní. Þá tók virknin að sveiflast milli tímabila með öflugu hraunrennsli og síðan kyrrum tímabilum á milli. Mælingarnar nú sýna að hraunflæði hefur dregist verulega saman. Gosið er því greinilega minnkandi.“ Segir í yfirlitinu að eðlilegt sé að skipta gosinu í fjögur tímabil: Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu hraunrennsli, að meðaltali um 6 m3/s. Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s. Eftir þetta tímabil hefur virknin verið öll í einum gíg. Þriðja tímabilið stóð í tvo og hálfan mánuð og endaði í lok júní. Hraunrennsli var lengst af nokkuð stöðugt, um 12 m3/s. Hraun rann ýmist í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Fjórða tímabilið hófst í lok júní. Það einkennist af kviðukenndri virkni. Þegar hraunrennsli er í fullum gangi virðist það svipað og var á þriðja tímabilinu, en síðan koma langir kaflar með litlu eða jafnvel engu hraunrennsli. Mælingarnar í júlí sýna að meðalrennslið fer nú greinilega lækkandi. Það mælist 7,5 m3/s og því aðeins 60-65% af því sem var lengst af í maí og júní. „Á síðustu þremur vikum hefur rennslið minnkað og bendir það til þess að þrýstingur fari nú minnkandi í kerfinu. Þetta gæti verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Of snemmt er þó að reyna að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa,“ segir í yfirlitinu en nánar má glöggva sig á því hér. Eldgos og jarðhræringar Vísindi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Þetta kemur í uppfærslu á yfirliti yfir hraunflæði á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir þó að enn sé of snemmt til að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa. Nýjar mælingar á hraunflæði voru gerðar síðastliðinn mánudag þegar mælingavél Isavia, TF-FMS, flaug yfir svæðið og gerði sniðmælingar af hrauninu. Auk þess komu inn gervitunglagögn. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og voru þau borin saman við gögn sem bárust 26. júní. Vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson er einn af höfundum yfirlitsins.Vísir/Vilhelm Gögnin benda til þess að meðalhraunrennslið yfir tímabilið 26. júní – 2. júlí, sex dagar, hafi verið rúmlega 10 m3/s en fyrir 2.-19. júlí, 17 dagar, sé meðalrennslið 7,5 m3/s. „Gosvirknin breyttist í lok júní. Þá tók virknin að sveiflast milli tímabila með öflugu hraunrennsli og síðan kyrrum tímabilum á milli. Mælingarnar nú sýna að hraunflæði hefur dregist verulega saman. Gosið er því greinilega minnkandi.“ Segir í yfirlitinu að eðlilegt sé að skipta gosinu í fjögur tímabil: Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu hraunrennsli, að meðaltali um 6 m3/s. Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s. Eftir þetta tímabil hefur virknin verið öll í einum gíg. Þriðja tímabilið stóð í tvo og hálfan mánuð og endaði í lok júní. Hraunrennsli var lengst af nokkuð stöðugt, um 12 m3/s. Hraun rann ýmist í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Fjórða tímabilið hófst í lok júní. Það einkennist af kviðukenndri virkni. Þegar hraunrennsli er í fullum gangi virðist það svipað og var á þriðja tímabilinu, en síðan koma langir kaflar með litlu eða jafnvel engu hraunrennsli. Mælingarnar í júlí sýna að meðalrennslið fer nú greinilega lækkandi. Það mælist 7,5 m3/s og því aðeins 60-65% af því sem var lengst af í maí og júní. „Á síðustu þremur vikum hefur rennslið minnkað og bendir það til þess að þrýstingur fari nú minnkandi í kerfinu. Þetta gæti verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Of snemmt er þó að reyna að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa,“ segir í yfirlitinu en nánar má glöggva sig á því hér.
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira