Sósíalistar vita hvers virði málfrelsið er Andri Sigurðsson skrifar 23. júlí 2021 09:30 Við lifum á tímum þar sem örfá tæknifyrirtæki eru í einokunarstöðu yfir samskiptum okkar. Hvort sem það eru persónuleg samskipti okkar við vini eða fjölskyldu eða opinber samskipti. Vandamálið stækkar svo þegar fleiri og fleiri krefja þessa að þessir sömu aðila ritskoði og sótthreinsi samfélagsmiðla af óæskilegum skoðunum eins og hefur færst í vöxt. Þá kemur upp spurningin: hver á að ákveða hvað sé í lagi og hvað ekki? Quis custodiet ipsos custodes? Hver á að fylgjast með þeim sem fylgjast með okkur? Vandinn við að setja slíkt vald í hendur einkaaðila er að það leiðir óhjákvæmilega til ritskoðunar og heftingar tjáningarfrelsisins. Ritskoðun á stórum skala viðgengst á samfélagsmiðlum og leitarvélum og það eru ekki aðeins hægrimenn, Trump-stuðningsmenn, eða veirufaraldurs alarmistar sem verða fyrir barðinu á Silicon-Valley veldinu. Facebook hefur beitt mikilli ritskoðun gegn Palestínumönnum sem berjast fyrir frelsi sínu. Gegn fólki sem gagnrýnir Ísrael og gegn hinsegin fólki. En algóritmarnir hafa líka bitnað á pönkurum, sagnfræðingum, og kynlífsfræðingum. Þá vitum við að Google hefur tekið skref til að draga úr útbreiðslu upplýsinga frá sósíalistum, friðarsinnum, og sjálfstæðum fjölmiðlum sem hafa séð lestur dragast saman um helming á einni nóttu. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Síðustu árin hefur það orðið furðu útbreidd skoðun fólks innan hinnar frjálslyndu miðju að ritskoðun einkafyrirtækja sé ekki skerðing á málfrelsi okkar. Rökin eru að fyrirtæki hafi fullan rétt á því að gera það sem þau vilja, þar með talið að ritskoða og ákveða hvers konar skoðanir og efni fái að birtast á samfélagsmiðlum. En í eina tíð voru það einmitt frjálslynd öfl og vinstrisinnuð um víðan heim sem börðust fyrir borgararéttindum og verndun tjáningarfrelsisins. En eitthvað hefur breyst og frjálslynt fólk er farið að snúa bakinu við tjáningarfrelsinu. Skýrasta dæmið um þetta er þegar tæknirisarnir í Bandaríkjunum fjarlægðu Donald Trump af samfélagsmiðlum og tóku niður samfélagsmiðilinn Parler án teljandi andstöðu nema frá fámennum hópi fjölmiðlamanna, mannréttindasamtaka og aktívista. Hið virta mannréttindafélag ACLU, sem hefur barist kröftuglega fyrir tjáningarfrelsinu í 100 ár, hefur varað við að fyrirtækin hafi of mikil völd og að nú þegar búið er að setja fordæmi geti þau tekið sig til og bannað í raun hvern sem er næst. Vinstrið og sósíalistar verða að taka sér stöðu með málfrelsi og hafna ritskoðunartilburðum stórfyrirtækjanna. Það eru einmitt sósíalistar sem vita hvers virði málfrelsið er. Á upphafsárum ACLU voru það ekki síst sósíalistar og kommúnistar sem gagnrýndu stríðsrekstur Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni sem nutu aðstoðar félagsins. Fáeinum áratugum seinna hófst McCarthy-tímabilið og sósíalistar voru útskúfaðir úr samfélaginu með skipulögðum hætti. Sósíalistar vita nefnilega að það verður málfrelsi okkar sem verður í hættu ef við gerum ekkert í málinu. Ef við komum ekki lögum yfir tæknirisana og berjumst fyrir auknum réttindum og málfrelsi í nýjum heimi verða sósíalistar og allir sem berjast gegn kerfinu fyrsta skotmarkið. Höfundur er vefhönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem örfá tæknifyrirtæki eru í einokunarstöðu yfir samskiptum okkar. Hvort sem það eru persónuleg samskipti okkar við vini eða fjölskyldu eða opinber samskipti. Vandamálið stækkar svo þegar fleiri og fleiri krefja þessa að þessir sömu aðila ritskoði og sótthreinsi samfélagsmiðla af óæskilegum skoðunum eins og hefur færst í vöxt. Þá kemur upp spurningin: hver á að ákveða hvað sé í lagi og hvað ekki? Quis custodiet ipsos custodes? Hver á að fylgjast með þeim sem fylgjast með okkur? Vandinn við að setja slíkt vald í hendur einkaaðila er að það leiðir óhjákvæmilega til ritskoðunar og heftingar tjáningarfrelsisins. Ritskoðun á stórum skala viðgengst á samfélagsmiðlum og leitarvélum og það eru ekki aðeins hægrimenn, Trump-stuðningsmenn, eða veirufaraldurs alarmistar sem verða fyrir barðinu á Silicon-Valley veldinu. Facebook hefur beitt mikilli ritskoðun gegn Palestínumönnum sem berjast fyrir frelsi sínu. Gegn fólki sem gagnrýnir Ísrael og gegn hinsegin fólki. En algóritmarnir hafa líka bitnað á pönkurum, sagnfræðingum, og kynlífsfræðingum. Þá vitum við að Google hefur tekið skref til að draga úr útbreiðslu upplýsinga frá sósíalistum, friðarsinnum, og sjálfstæðum fjölmiðlum sem hafa séð lestur dragast saman um helming á einni nóttu. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Síðustu árin hefur það orðið furðu útbreidd skoðun fólks innan hinnar frjálslyndu miðju að ritskoðun einkafyrirtækja sé ekki skerðing á málfrelsi okkar. Rökin eru að fyrirtæki hafi fullan rétt á því að gera það sem þau vilja, þar með talið að ritskoða og ákveða hvers konar skoðanir og efni fái að birtast á samfélagsmiðlum. En í eina tíð voru það einmitt frjálslynd öfl og vinstrisinnuð um víðan heim sem börðust fyrir borgararéttindum og verndun tjáningarfrelsisins. En eitthvað hefur breyst og frjálslynt fólk er farið að snúa bakinu við tjáningarfrelsinu. Skýrasta dæmið um þetta er þegar tæknirisarnir í Bandaríkjunum fjarlægðu Donald Trump af samfélagsmiðlum og tóku niður samfélagsmiðilinn Parler án teljandi andstöðu nema frá fámennum hópi fjölmiðlamanna, mannréttindasamtaka og aktívista. Hið virta mannréttindafélag ACLU, sem hefur barist kröftuglega fyrir tjáningarfrelsinu í 100 ár, hefur varað við að fyrirtækin hafi of mikil völd og að nú þegar búið er að setja fordæmi geti þau tekið sig til og bannað í raun hvern sem er næst. Vinstrið og sósíalistar verða að taka sér stöðu með málfrelsi og hafna ritskoðunartilburðum stórfyrirtækjanna. Það eru einmitt sósíalistar sem vita hvers virði málfrelsið er. Á upphafsárum ACLU voru það ekki síst sósíalistar og kommúnistar sem gagnrýndu stríðsrekstur Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni sem nutu aðstoðar félagsins. Fáeinum áratugum seinna hófst McCarthy-tímabilið og sósíalistar voru útskúfaðir úr samfélaginu með skipulögðum hætti. Sósíalistar vita nefnilega að það verður málfrelsi okkar sem verður í hættu ef við gerum ekkert í málinu. Ef við komum ekki lögum yfir tæknirisana og berjumst fyrir auknum réttindum og málfrelsi í nýjum heimi verða sósíalistar og allir sem berjast gegn kerfinu fyrsta skotmarkið. Höfundur er vefhönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun