Framtíðin óljós hjá Elísabetu: „Ég á erfitt með að gera upp hug minn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2021 21:45 Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segir yfirstandandi tímabil hafa verið bæði skemmtilegt og strembið. Hún segir óljóst hvort hún haldi störfum áfram að því loknu. Elísabet hefur verið hér á landi á meðan frí er á deildarkeppninni í Svíþjóð. Síðasta umferð kláraðist 8. júlí og keppni hefst ekki að nýju fyrr en 20. ágúst. Kristianstad, undir stjórn Elísabetar, er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir tólf umferðir, stigi á eftir Hammarby sem er sæti ofar. „Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt tímabil, það eru erfiðir leikir í hverri umferð, ótrúlega spennandi, en samt mjög skemmtilegt. Við ætlum ekkert að gefa eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti fyrir næsta ár, eitt stig er ekki neitt og við ætlum að ná því til baka.“ segir Elísabet. Markmiðið að halda í við toppliðin Elísabet segir markmiðið fyrir tímabilið hafa verið að standa í stóru liðunum tveimur, Rosengård og ríkjandi meisturum Häcken. Rosengård er með sex stiga forystu á toppnum, með 32 stig en Häcken með 26 stig í öðru sæti. „Það var alveg klárlega að vera þarna í topp þremur og reyna að kroppa í þessi lið fyrir ofan okkur; Häcken og Rosengård, þrátt fyrir að við vitum alveg að þær eru á öðru þrepi, bæði fjárhagslega og ef maður lítur á pappírana, fjöldi landsliðsmanna og svo framvegis. Þá eru þetta bara tvö lið sem eru í sérflokki. En mér finnst við hafa verið að nálgast þessi lið, við spiluðum frábæran leik á móti Rosengård, skelfilegan leik á móti Häcken síðan nokkrum vikum seinna. En við getum alveg kroppað í þessi lið og við ætlum bara að reyna það eins lengi og við getum það.“ segir Elísabet. Klippa: Elísabet um Kristianstad Miklar breytingar geti valdið róti hjá Rosengård Rosengård hefur unnið 10 af 12 leikjum sínum það sem af er tímabili og ekki tapað leik. Breytingar hafa hins vegar orðið á liðinu, þar á meðal þjálfaraskipti, auk þess sem sterkir leikmenn á við Glódísi Perlu Viggósdóttur, hafa yfirgefið félagið. Elísabet segir að liðið geti misstigið sig þegar keppni fer aftur af stað í lok ágúst. „Ég er viss um að þær muni hökta aðeins. Þær eru bæði með nýjan þjálfara og marga nýja leikmenn, þannig að það er svolítið færi að rífa stig af þeim. Þannig að ég er viss um að þær eigi eftir að missa einhver stig á meðan nýr þjálfari er að koma inn í þetta. Tækifærin eru öll til staðar, það er hálft mótið eftir.“ segir Elísabet. Framtíðin óljós Samningur Elísabetar við Kristianstad rennur út að tímabilinu loknu og segist hún óviss um framhaldið. Hún hefur verið við stjórnvölin hjá sænska liðinu í tólf ár, frá 2009, og segir einhverja möguleika vera í stöðunni. „Vá, ef ég ætti svar við þessari spurningu þá myndi ég svara henni fyrir sjálfa mig, byrja á því. Ég á erfitt með að gera upp hug minn, ég skal alveg vera hreinskilinn og segja það. Það getur vel verið að ég framlengi við Kristianstad með einhverri opnun á það að gera eitthvað annað í náinni framtíð. Ég ætla að skoða þetta vel og sjá hvað gerist, það eru ýmsir möguleikar í stöðunni.“ segir Elísabet. Viðtal Helenu Ólafsdóttur við Elísabetu má sjá í spilaranum að ofan. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Elísabet hefur verið hér á landi á meðan frí er á deildarkeppninni í Svíþjóð. Síðasta umferð kláraðist 8. júlí og keppni hefst ekki að nýju fyrr en 20. ágúst. Kristianstad, undir stjórn Elísabetar, er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir tólf umferðir, stigi á eftir Hammarby sem er sæti ofar. „Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt tímabil, það eru erfiðir leikir í hverri umferð, ótrúlega spennandi, en samt mjög skemmtilegt. Við ætlum ekkert að gefa eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti fyrir næsta ár, eitt stig er ekki neitt og við ætlum að ná því til baka.“ segir Elísabet. Markmiðið að halda í við toppliðin Elísabet segir markmiðið fyrir tímabilið hafa verið að standa í stóru liðunum tveimur, Rosengård og ríkjandi meisturum Häcken. Rosengård er með sex stiga forystu á toppnum, með 32 stig en Häcken með 26 stig í öðru sæti. „Það var alveg klárlega að vera þarna í topp þremur og reyna að kroppa í þessi lið fyrir ofan okkur; Häcken og Rosengård, þrátt fyrir að við vitum alveg að þær eru á öðru þrepi, bæði fjárhagslega og ef maður lítur á pappírana, fjöldi landsliðsmanna og svo framvegis. Þá eru þetta bara tvö lið sem eru í sérflokki. En mér finnst við hafa verið að nálgast þessi lið, við spiluðum frábæran leik á móti Rosengård, skelfilegan leik á móti Häcken síðan nokkrum vikum seinna. En við getum alveg kroppað í þessi lið og við ætlum bara að reyna það eins lengi og við getum það.“ segir Elísabet. Klippa: Elísabet um Kristianstad Miklar breytingar geti valdið róti hjá Rosengård Rosengård hefur unnið 10 af 12 leikjum sínum það sem af er tímabili og ekki tapað leik. Breytingar hafa hins vegar orðið á liðinu, þar á meðal þjálfaraskipti, auk þess sem sterkir leikmenn á við Glódísi Perlu Viggósdóttur, hafa yfirgefið félagið. Elísabet segir að liðið geti misstigið sig þegar keppni fer aftur af stað í lok ágúst. „Ég er viss um að þær muni hökta aðeins. Þær eru bæði með nýjan þjálfara og marga nýja leikmenn, þannig að það er svolítið færi að rífa stig af þeim. Þannig að ég er viss um að þær eigi eftir að missa einhver stig á meðan nýr þjálfari er að koma inn í þetta. Tækifærin eru öll til staðar, það er hálft mótið eftir.“ segir Elísabet. Framtíðin óljós Samningur Elísabetar við Kristianstad rennur út að tímabilinu loknu og segist hún óviss um framhaldið. Hún hefur verið við stjórnvölin hjá sænska liðinu í tólf ár, frá 2009, og segir einhverja möguleika vera í stöðunni. „Vá, ef ég ætti svar við þessari spurningu þá myndi ég svara henni fyrir sjálfa mig, byrja á því. Ég á erfitt með að gera upp hug minn, ég skal alveg vera hreinskilinn og segja það. Það getur vel verið að ég framlengi við Kristianstad með einhverri opnun á það að gera eitthvað annað í náinni framtíð. Ég ætla að skoða þetta vel og sjá hvað gerist, það eru ýmsir möguleikar í stöðunni.“ segir Elísabet. Viðtal Helenu Ólafsdóttur við Elísabetu má sjá í spilaranum að ofan. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira