Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 07:01 Biles á Ólympíutitil að verja. Laurence Griffiths/Getty Images Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. Upptaka náðist af Biles að framkvæma stökkið sem á ensku kallast Yurchenko double pike vault. Þar lendir fimleikamaðurinn þreföldu heljarstökki frá brettinu, aftur á bak, og í vinklaðri stöðu. Biles náði því í annarri tilraun á æfingunni í gær, eftir að hafa mistekist í þeirri fyrstu. Biles framkvæmdi stökkið á US Classic mótinu í maí, og er eina konan sem hefur gert slíkt. Þá fékk hún einkunnina 16.100 fyrir stökkið sem er næst hæsta einkunn sögunnar. Vilji Biles að stökkið sé nefnt eftir sér þarf hún að framkvæma það á Ólympíuleikunum. Stökkið yrði þá fimmta hreyfingin sem nefnd er í höfuð á Biles. Upprunalega Yurchenko-stökkið er nefnt eftir hinni rússnesku Nataliu Yurchenko sem framkvæmdi það á ÓL 1980 en Biles hefur bætt heljarstökki við þá hreyfingu, sem gerir stökkið einkar frambærilegt, en einnig hættulegt. Þarf að grátbiðja þjálfarann Biles æfði stökkið fyrir bandaríska meistaramótið en sagði þá að hún stífnaði upp í ökklunum við það. Nokkrum vikum síðar sagði Laurent Landi, þjálfari bandaríska fimleikaliðsins, að hann vildi ekki að hún hætti á að meiða sig frekar í ökklunum með því að framkvæma stökkið. Það ber við sama tón nú, þar sem Landis segir stökkið ekki vera áhættunnar virði. NBC hefur eftir Landis: „Ef hún virkilega vill gera það, þarf hún að grátbiðja mig,“ „Fólk virðist gleyma því að þetta er mjög, mjög hættulegt stökk. Að framkvæma það einungis fyrir dýrðarljóma og stig, er hreinlega ekki nóg,“ sagði Landis enn fremur. Landis hefur í það minnsta útilokað að Biles framkvæmi stökkið í undanúrslitum á leikunum þar sem það gæti haft áhrif þegar í úrslitin er komið. Biles neitaði fjölmiðlum um viðtöl eftir æfingu gærdagsins en áhugavert verður að sjá hvað verður á komandi leikum. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Sjá meira
Upptaka náðist af Biles að framkvæma stökkið sem á ensku kallast Yurchenko double pike vault. Þar lendir fimleikamaðurinn þreföldu heljarstökki frá brettinu, aftur á bak, og í vinklaðri stöðu. Biles náði því í annarri tilraun á æfingunni í gær, eftir að hafa mistekist í þeirri fyrstu. Biles framkvæmdi stökkið á US Classic mótinu í maí, og er eina konan sem hefur gert slíkt. Þá fékk hún einkunnina 16.100 fyrir stökkið sem er næst hæsta einkunn sögunnar. Vilji Biles að stökkið sé nefnt eftir sér þarf hún að framkvæma það á Ólympíuleikunum. Stökkið yrði þá fimmta hreyfingin sem nefnd er í höfuð á Biles. Upprunalega Yurchenko-stökkið er nefnt eftir hinni rússnesku Nataliu Yurchenko sem framkvæmdi það á ÓL 1980 en Biles hefur bætt heljarstökki við þá hreyfingu, sem gerir stökkið einkar frambærilegt, en einnig hættulegt. Þarf að grátbiðja þjálfarann Biles æfði stökkið fyrir bandaríska meistaramótið en sagði þá að hún stífnaði upp í ökklunum við það. Nokkrum vikum síðar sagði Laurent Landi, þjálfari bandaríska fimleikaliðsins, að hann vildi ekki að hún hætti á að meiða sig frekar í ökklunum með því að framkvæma stökkið. Það ber við sama tón nú, þar sem Landis segir stökkið ekki vera áhættunnar virði. NBC hefur eftir Landis: „Ef hún virkilega vill gera það, þarf hún að grátbiðja mig,“ „Fólk virðist gleyma því að þetta er mjög, mjög hættulegt stökk. Að framkvæma það einungis fyrir dýrðarljóma og stig, er hreinlega ekki nóg,“ sagði Landis enn fremur. Landis hefur í það minnsta útilokað að Biles framkvæmi stökkið í undanúrslitum á leikunum þar sem það gæti haft áhrif þegar í úrslitin er komið. Biles neitaði fjölmiðlum um viðtöl eftir æfingu gærdagsins en áhugavert verður að sjá hvað verður á komandi leikum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Sjá meira