Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 07:01 Biles á Ólympíutitil að verja. Laurence Griffiths/Getty Images Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. Upptaka náðist af Biles að framkvæma stökkið sem á ensku kallast Yurchenko double pike vault. Þar lendir fimleikamaðurinn þreföldu heljarstökki frá brettinu, aftur á bak, og í vinklaðri stöðu. Biles náði því í annarri tilraun á æfingunni í gær, eftir að hafa mistekist í þeirri fyrstu. Biles framkvæmdi stökkið á US Classic mótinu í maí, og er eina konan sem hefur gert slíkt. Þá fékk hún einkunnina 16.100 fyrir stökkið sem er næst hæsta einkunn sögunnar. Vilji Biles að stökkið sé nefnt eftir sér þarf hún að framkvæma það á Ólympíuleikunum. Stökkið yrði þá fimmta hreyfingin sem nefnd er í höfuð á Biles. Upprunalega Yurchenko-stökkið er nefnt eftir hinni rússnesku Nataliu Yurchenko sem framkvæmdi það á ÓL 1980 en Biles hefur bætt heljarstökki við þá hreyfingu, sem gerir stökkið einkar frambærilegt, en einnig hættulegt. Þarf að grátbiðja þjálfarann Biles æfði stökkið fyrir bandaríska meistaramótið en sagði þá að hún stífnaði upp í ökklunum við það. Nokkrum vikum síðar sagði Laurent Landi, þjálfari bandaríska fimleikaliðsins, að hann vildi ekki að hún hætti á að meiða sig frekar í ökklunum með því að framkvæma stökkið. Það ber við sama tón nú, þar sem Landis segir stökkið ekki vera áhættunnar virði. NBC hefur eftir Landis: „Ef hún virkilega vill gera það, þarf hún að grátbiðja mig,“ „Fólk virðist gleyma því að þetta er mjög, mjög hættulegt stökk. Að framkvæma það einungis fyrir dýrðarljóma og stig, er hreinlega ekki nóg,“ sagði Landis enn fremur. Landis hefur í það minnsta útilokað að Biles framkvæmi stökkið í undanúrslitum á leikunum þar sem það gæti haft áhrif þegar í úrslitin er komið. Biles neitaði fjölmiðlum um viðtöl eftir æfingu gærdagsins en áhugavert verður að sjá hvað verður á komandi leikum. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Sjá meira
Upptaka náðist af Biles að framkvæma stökkið sem á ensku kallast Yurchenko double pike vault. Þar lendir fimleikamaðurinn þreföldu heljarstökki frá brettinu, aftur á bak, og í vinklaðri stöðu. Biles náði því í annarri tilraun á æfingunni í gær, eftir að hafa mistekist í þeirri fyrstu. Biles framkvæmdi stökkið á US Classic mótinu í maí, og er eina konan sem hefur gert slíkt. Þá fékk hún einkunnina 16.100 fyrir stökkið sem er næst hæsta einkunn sögunnar. Vilji Biles að stökkið sé nefnt eftir sér þarf hún að framkvæma það á Ólympíuleikunum. Stökkið yrði þá fimmta hreyfingin sem nefnd er í höfuð á Biles. Upprunalega Yurchenko-stökkið er nefnt eftir hinni rússnesku Nataliu Yurchenko sem framkvæmdi það á ÓL 1980 en Biles hefur bætt heljarstökki við þá hreyfingu, sem gerir stökkið einkar frambærilegt, en einnig hættulegt. Þarf að grátbiðja þjálfarann Biles æfði stökkið fyrir bandaríska meistaramótið en sagði þá að hún stífnaði upp í ökklunum við það. Nokkrum vikum síðar sagði Laurent Landi, þjálfari bandaríska fimleikaliðsins, að hann vildi ekki að hún hætti á að meiða sig frekar í ökklunum með því að framkvæma stökkið. Það ber við sama tón nú, þar sem Landis segir stökkið ekki vera áhættunnar virði. NBC hefur eftir Landis: „Ef hún virkilega vill gera það, þarf hún að grátbiðja mig,“ „Fólk virðist gleyma því að þetta er mjög, mjög hættulegt stökk. Að framkvæma það einungis fyrir dýrðarljóma og stig, er hreinlega ekki nóg,“ sagði Landis enn fremur. Landis hefur í það minnsta útilokað að Biles framkvæmi stökkið í undanúrslitum á leikunum þar sem það gæti haft áhrif þegar í úrslitin er komið. Biles neitaði fjölmiðlum um viðtöl eftir æfingu gærdagsins en áhugavert verður að sjá hvað verður á komandi leikum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Sjá meira